Strákarnir okkar mæta Englandsmeistara á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2016 09:30 Christian Fuchs mætir sem Englandsmeistari á EM og spilar á móti Íslandi. vísir/getty Marcel Koller, þjálfari austurríska landsliðsins í fótbolta, tilkynnti í gærkvöldi 23 manna hópinn sem fer á Evrópumótið í fótbolta en þar er Austurríki í riðli með Íslandi, Portúgal og Ungverjalandi. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá Austurríkismönnum, þar á meðal fyrirliðinn og nýkrýndi Englandsmeistarinn, Christian Fuchs, leikmaður Leicester. Hinir leikmennirnir sem spila á Englandi eru varnarmennirnir Sebastian Prödl, leikmaður Watford, og Kevin Wimmer, leikmaður Tottenham, auk framherjans Marco Arnatauvic sem spilar með Stoke. David Alaba, leikmaður Bayern München, er að sjálfsögðu í hópnum en hann hefur verið kjörinn besti fótboltamaður Austurríkis fimm ár í röð. Flestir leikmennirnir í hópnum spila eins og Alaba í þýsku 1. deildinni. Austurríska liðið var gríðarlega sannfærandi í undankeppninni en það var í riðli með Rússlandi, Svíþjóð, Svartfjallalandi, Liechtenstein og Moldóvu. Austurríki vann níu leiki, gerði eitt jafntefli, tapaði aðeins einu og skoraði 22 mörk og fékk aðeins fimm á sig. Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á Stade de France í Saint-Denis 22. júní.Hópur Austurríkis á EM 2016:Markverðir: Robert Almer (Austria Vín), Heinz Lindner (Eintracht Frankfurt), Ramazan Ozcan (Ingolstadt)Varnarmenn: Aleksandar Dragovic (Dinamo Kiev), Christian Fuchs (Leicester City), Gyorgy Garics (Darmstadt), Martin Hinteregger (Borussia Mönchengladbach), Florian Klein (Stuttgart), Sebastian Prödl (Watford), Markus Suttner (Ingolstadt), Kevin Wimmer (Tottenham)Miðjumenn: David Alaba (Bayern Münich), Marko Arnautovic (Stoke City), Julian Baumgartlinger (Mainz), Martin Harnik (Stuttgart), Stefan Ilsanker (Leipzig), Jakob Jantscher (Luzern), Zlatko Junuzovic (Werder Bremen), Marcel Sabitzer (Leipzig), Alessandro Schopf (Schalke)Framherjar: Lukas Hinterseer (Ingolstadt), Rubin Okotie (1860 Munich), Marc Janko (Basel) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum Bakvörður sem á enga landsleiki að baki óvænt valinn í landsliðshóp Ungverja. 31. maí 2016 16:27 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Marcel Koller, þjálfari austurríska landsliðsins í fótbolta, tilkynnti í gærkvöldi 23 manna hópinn sem fer á Evrópumótið í fótbolta en þar er Austurríki í riðli með Íslandi, Portúgal og Ungverjalandi. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá Austurríkismönnum, þar á meðal fyrirliðinn og nýkrýndi Englandsmeistarinn, Christian Fuchs, leikmaður Leicester. Hinir leikmennirnir sem spila á Englandi eru varnarmennirnir Sebastian Prödl, leikmaður Watford, og Kevin Wimmer, leikmaður Tottenham, auk framherjans Marco Arnatauvic sem spilar með Stoke. David Alaba, leikmaður Bayern München, er að sjálfsögðu í hópnum en hann hefur verið kjörinn besti fótboltamaður Austurríkis fimm ár í röð. Flestir leikmennirnir í hópnum spila eins og Alaba í þýsku 1. deildinni. Austurríska liðið var gríðarlega sannfærandi í undankeppninni en það var í riðli með Rússlandi, Svíþjóð, Svartfjallalandi, Liechtenstein og Moldóvu. Austurríki vann níu leiki, gerði eitt jafntefli, tapaði aðeins einu og skoraði 22 mörk og fékk aðeins fimm á sig. Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á Stade de France í Saint-Denis 22. júní.Hópur Austurríkis á EM 2016:Markverðir: Robert Almer (Austria Vín), Heinz Lindner (Eintracht Frankfurt), Ramazan Ozcan (Ingolstadt)Varnarmenn: Aleksandar Dragovic (Dinamo Kiev), Christian Fuchs (Leicester City), Gyorgy Garics (Darmstadt), Martin Hinteregger (Borussia Mönchengladbach), Florian Klein (Stuttgart), Sebastian Prödl (Watford), Markus Suttner (Ingolstadt), Kevin Wimmer (Tottenham)Miðjumenn: David Alaba (Bayern Münich), Marko Arnautovic (Stoke City), Julian Baumgartlinger (Mainz), Martin Harnik (Stuttgart), Stefan Ilsanker (Leipzig), Jakob Jantscher (Luzern), Zlatko Junuzovic (Werder Bremen), Marcel Sabitzer (Leipzig), Alessandro Schopf (Schalke)Framherjar: Lukas Hinterseer (Ingolstadt), Rubin Okotie (1860 Munich), Marc Janko (Basel)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum Bakvörður sem á enga landsleiki að baki óvænt valinn í landsliðshóp Ungverja. 31. maí 2016 16:27 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum Bakvörður sem á enga landsleiki að baki óvænt valinn í landsliðshóp Ungverja. 31. maí 2016 16:27