Hannes: Ánægður í Noregi en sakna fjölskyldunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2016 19:00 Hannes Þór Halldórsson fékk frí frá vináttulandsleik Íslands og Noregs ytra í dag en hann segist kominn á góðan skrið eftir langa fjarveru í vetur vegna axlarmeiðsla. Hann fór úr axlarlið í október á síðasta ári og gekkst undir aðgerð vegna meiðslanna. Við tók fimm mánaða endurhæfing og kapphlaup við tímann um að vinna sér aftur sæti í íslenska landsliðinu fyrir EM í Frakklandi. Það tókst en Hannes var lánaður frá liði sínu, NEC Nijmegen í Hollandi, til Bodö Glimt í Noregi þar sem hann hefur verið lykilmaður. Hann er ánægður með dvölina í Noregi. „Fyrst þegar ég kom hingað var ég svo ánægður með að geta spilað á ný og æft aftur eftir fimm mánuði í endurhæfingu. Það hefur verið frábært að því leyti,“ sagði Hannes. „Svo kom ég beint inn í byrjunarlið í norsku úrvalsdeildinni þar sem ég er lykilmaður og mikið stólað á mig.“ „En hin hliðin er svo að vera einn á hóteli á meðan að fjölskyldan er heima á Íslandi. En það er allt partur af þessu stóra verkefni. Maður brettir upp ermar og gerir allt sem maður getur til að vera klár fyrir EM í sumar.“ Hann segir leitt að hafa misst af leiknum í kvöld en skilji vel að hann þurfi á hvíldinni að halda eftir mikið leikjaálag síðustu vikurnar. „Þetta hafa verið fimmtán leikir á rúmum tveimur mánuðum,“ segir Hannes sem er ekkert að velta fyrir sér axlarmeiðslunum lengur. „Öxlin er í raun eins og ný. Það er allt í baksýnisspeglinum og nú horfir maður fram á veginn.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson fékk frí frá vináttulandsleik Íslands og Noregs ytra í dag en hann segist kominn á góðan skrið eftir langa fjarveru í vetur vegna axlarmeiðsla. Hann fór úr axlarlið í október á síðasta ári og gekkst undir aðgerð vegna meiðslanna. Við tók fimm mánaða endurhæfing og kapphlaup við tímann um að vinna sér aftur sæti í íslenska landsliðinu fyrir EM í Frakklandi. Það tókst en Hannes var lánaður frá liði sínu, NEC Nijmegen í Hollandi, til Bodö Glimt í Noregi þar sem hann hefur verið lykilmaður. Hann er ánægður með dvölina í Noregi. „Fyrst þegar ég kom hingað var ég svo ánægður með að geta spilað á ný og æft aftur eftir fimm mánuði í endurhæfingu. Það hefur verið frábært að því leyti,“ sagði Hannes. „Svo kom ég beint inn í byrjunarlið í norsku úrvalsdeildinni þar sem ég er lykilmaður og mikið stólað á mig.“ „En hin hliðin er svo að vera einn á hóteli á meðan að fjölskyldan er heima á Íslandi. En það er allt partur af þessu stóra verkefni. Maður brettir upp ermar og gerir allt sem maður getur til að vera klár fyrir EM í sumar.“ Hann segir leitt að hafa misst af leiknum í kvöld en skilji vel að hann þurfi á hvíldinni að halda eftir mikið leikjaálag síðustu vikurnar. „Þetta hafa verið fimmtán leikir á rúmum tveimur mánuðum,“ segir Hannes sem er ekkert að velta fyrir sér axlarmeiðslunum lengur. „Öxlin er í raun eins og ný. Það er allt í baksýnisspeglinum og nú horfir maður fram á veginn.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira