Chicharito sár út í Manchester United og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 17:45 Javier Hernandez fagnar marki í leik með Bayer Leverkusen. Vísir/Getty Javier Hernandez, markaskorarinn mikli frá Mexíkó, átti mjög flott tímabil með þýska liðinu Bayer Leverkusen en hann grætur það samt að hafa ekki fengið að njóta sín hjá Manchester United eða Real Madrid. Chicharito eins og hann er jafnan kallaður er nú kominn til móts við landsliðið þar sem Mexíkó keppir í hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Chicharito skoraði eina markið þegar Mexíkó vann 1-0 sigur á Síle í síðasta undirbúningsleiknum fyrir Ameríkukeppnina. Fyrsti leikur liðsins verður síðan á móti Úrúgvæ á sunnudaginn. Chicharito, sem er orðinn 28 ára gamall, hefur nú skorað 44 mörk fyrir landsliðið og er aðeins tveimur mörkum frá því að jafna markamet landsliðsins sem er í eigu Jared Borgetti. Javier Hernandez skoraði 26 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Bayer Leverkusen. Hann er samt enn að hugsa um hvað hefði getað orðið hjá Manchester United eða Real Madrid. Javier Hernandez spilaði í fimm ár með Manchester United og skoraði það 37 deildarmörk. Hann spilaði þar fleiri leiki sem varamaður (54) en byrjunarliðsmaður (49). Á einu tímabili hjá Real Madrid var hann með 7 deildarmörk í 23 leikjum en hann var varamaður í 16 leikjanna. Allt aðra sögu er að segja af þessu tímabili en Javier Hernandez byrjaði 25 af 28 deildarleikjum sínum með Bayer Leverkusen og það voru aðeins þeir Thomas Müller, Pierre-Emerick Aubameyang og Robert Lewandowski sem skoruðu fleiri mörk í deildinni. „Við þekkjum öll söguna hjá Manchester United og Real Madrid en eru keppa í Evrópu og um alla titla í boði. Ég var samt að spila fyrir þriðja besta liðið í Þýskalandi," sagði Javier Hernandez í viðtali við FourFourTwo. „Ef að ég hefði fengið fleiri tækifæri hjá United eða Real Madrid hefði ég líklega orðið stjarna þar líka en við fáum bara aldrei að komast að því," sagði Javier Hernandez. „Ég fékk aldrei að spila tuttugu leiki í röð og fólk gat því aldrei sagt: „Hann er góður leikmaður sem ætti að vera áfram." eða „Hann er engin stjarna og ekki góður leikmaður," sagði Chicharito. „Spyrjið bara stuðningsmenn United. Tölurnar tala sínu máli. Ég byrjaði bara 85 leiki hjá United og skoraði 60 mörk. Hjá Real Madrid byrjaði ég bara tólf leiki en skoraði níu mörk. Hjá Leverkusen hef ég byrjað 37 leiki og skorað 26 mörk. Munurinn er að Leverkusen vill hafa mig inn á vellinum. Hin liðin vildu það ekki," sagði Chicharito. Enski boltinn Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Javier Hernandez, markaskorarinn mikli frá Mexíkó, átti mjög flott tímabil með þýska liðinu Bayer Leverkusen en hann grætur það samt að hafa ekki fengið að njóta sín hjá Manchester United eða Real Madrid. Chicharito eins og hann er jafnan kallaður er nú kominn til móts við landsliðið þar sem Mexíkó keppir í hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Chicharito skoraði eina markið þegar Mexíkó vann 1-0 sigur á Síle í síðasta undirbúningsleiknum fyrir Ameríkukeppnina. Fyrsti leikur liðsins verður síðan á móti Úrúgvæ á sunnudaginn. Chicharito, sem er orðinn 28 ára gamall, hefur nú skorað 44 mörk fyrir landsliðið og er aðeins tveimur mörkum frá því að jafna markamet landsliðsins sem er í eigu Jared Borgetti. Javier Hernandez skoraði 26 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Bayer Leverkusen. Hann er samt enn að hugsa um hvað hefði getað orðið hjá Manchester United eða Real Madrid. Javier Hernandez spilaði í fimm ár með Manchester United og skoraði það 37 deildarmörk. Hann spilaði þar fleiri leiki sem varamaður (54) en byrjunarliðsmaður (49). Á einu tímabili hjá Real Madrid var hann með 7 deildarmörk í 23 leikjum en hann var varamaður í 16 leikjanna. Allt aðra sögu er að segja af þessu tímabili en Javier Hernandez byrjaði 25 af 28 deildarleikjum sínum með Bayer Leverkusen og það voru aðeins þeir Thomas Müller, Pierre-Emerick Aubameyang og Robert Lewandowski sem skoruðu fleiri mörk í deildinni. „Við þekkjum öll söguna hjá Manchester United og Real Madrid en eru keppa í Evrópu og um alla titla í boði. Ég var samt að spila fyrir þriðja besta liðið í Þýskalandi," sagði Javier Hernandez í viðtali við FourFourTwo. „Ef að ég hefði fengið fleiri tækifæri hjá United eða Real Madrid hefði ég líklega orðið stjarna þar líka en við fáum bara aldrei að komast að því," sagði Javier Hernandez. „Ég fékk aldrei að spila tuttugu leiki í röð og fólk gat því aldrei sagt: „Hann er góður leikmaður sem ætti að vera áfram." eða „Hann er engin stjarna og ekki góður leikmaður," sagði Chicharito. „Spyrjið bara stuðningsmenn United. Tölurnar tala sínu máli. Ég byrjaði bara 85 leiki hjá United og skoraði 60 mörk. Hjá Real Madrid byrjaði ég bara tólf leiki en skoraði níu mörk. Hjá Leverkusen hef ég byrjað 37 leiki og skorað 26 mörk. Munurinn er að Leverkusen vill hafa mig inn á vellinum. Hin liðin vildu það ekki," sagði Chicharito.
Enski boltinn Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira