Alfreð: Ef okkur gengur vel á EM gleymist Noregsleikurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 15:05 Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. „Við vitum það manna best að við spiluðum illa og erum mjög sjálfsgagnrýnir,“ sagði Alfreð fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. „Þetta var lélegt og ekki margt jákvætt nema kannski að við töpuðum bara 3-2 á móti liði Noregs sem stjórnaði leiknum allan fyrri hálfleikinn. Við skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum og þá held ég að jákvæðu punktarnir séu upptaldir,“ bætti framherjinn við en hann spilaði í klukkutíma á miðvikudaginn. Gengi Íslands í undanförnum vináttulandsleikjum hefur ekki verið upp á marga fiska. En hvenær má búast við því að íslensku strákarnir fari almennilega í gang? „Form er ekki einhver takki sem þú kveikir á og verður allt í einu klár. Við ætluðum að fara í þennan Noregsleik af fullum krafti, byrja á fullri ferð og keyra almennilega á þá en sú varð ekki raunin,“ sagði Alfreð. „Leikmenn eru í mjög mismunandi ástandi, sumir spiluðu leik um helgina á meðan aðrir eru ekki búnir að spila í mánuð. Ég held að allir séu mest að hugsa um sjálfa sig og að vera í sem bestu standi eftir tvær vikur. „Þetta var svolítið eins og æfingaleikur fyrir keppnistímabil. Þú vilt vinna alla leiki en mikilvægast er að fá mínútur. Og þegar uppi verður staðið, og ef við náum góðum árangri á EM, held ég að enginn eigi eftir að muna eftir þessum Noregsleik.“Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira
Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. „Við vitum það manna best að við spiluðum illa og erum mjög sjálfsgagnrýnir,“ sagði Alfreð fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. „Þetta var lélegt og ekki margt jákvætt nema kannski að við töpuðum bara 3-2 á móti liði Noregs sem stjórnaði leiknum allan fyrri hálfleikinn. Við skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum og þá held ég að jákvæðu punktarnir séu upptaldir,“ bætti framherjinn við en hann spilaði í klukkutíma á miðvikudaginn. Gengi Íslands í undanförnum vináttulandsleikjum hefur ekki verið upp á marga fiska. En hvenær má búast við því að íslensku strákarnir fari almennilega í gang? „Form er ekki einhver takki sem þú kveikir á og verður allt í einu klár. Við ætluðum að fara í þennan Noregsleik af fullum krafti, byrja á fullri ferð og keyra almennilega á þá en sú varð ekki raunin,“ sagði Alfreð. „Leikmenn eru í mjög mismunandi ástandi, sumir spiluðu leik um helgina á meðan aðrir eru ekki búnir að spila í mánuð. Ég held að allir séu mest að hugsa um sjálfa sig og að vera í sem bestu standi eftir tvær vikur. „Þetta var svolítið eins og æfingaleikur fyrir keppnistímabil. Þú vilt vinna alla leiki en mikilvægast er að fá mínútur. Og þegar uppi verður staðið, og ef við náum góðum árangri á EM, held ég að enginn eigi eftir að muna eftir þessum Noregsleik.“Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira