Ögmundur: Hannes er númer eitt en ég held honum á tánum Tóams Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 15:45 Ögmundur Kristinsson, markvörður sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi í Ósló í vikunni og fékk á sig tvö mörk. Frammistaða liðsins var ekki góð en liðið var að flestu leyti yfirspilað af Norðmönnum. „Þetta var frekar ryðgað. Það voru margir að spila fyrsta leikinn sinni í langan tíma og liðið verið stutt saman. Það sást á leik okkar,“ sagði Ögmundur við Vísi á landsliðsæfingu í Laugardalsnum í dag, en hvað fannst honum um eigin frammistöðu? „Í heildina var hún ágæt. Auðvitað var aukaspyrnan í markmannshornið en það var góð spyrna. Á fullkomnum degi hefði ég tekið þetta,“ sagði hann. Ögmundur fékk heldur betur að heyra hjá landanum sem fylgdist með leiknum en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum. Er það eitthvað sem hefur áhrif á hann? „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur, en hversu gott er að fá þetta traust og alla þessa leiki? „Það er mjög mikilvægt og ég þakka þeim fyrir það. Að sama skapi veit ég líka að ég er að gera eitthvað rétt því maður væri ekki að fá þessa leiki ef maður væri ekki að standa sig. Ég verð bara að halda áfram að setja pressu á Hannes Þór.“ Ögmundur hefur byrjað nánast hvern einasta leik síðan Hannes Þór meiddist og þótt að aðalmarkvörðurinn sé klár í slaginn var Ögmundur samt í markinu gegn Noregi. Gerir Framarinn sér vonir um að byrja gegn Portúgal 14. júní? „Það er erfitt að segja það en ég ætla allavega að halda Hannesi á tánum. Það er gott fyrir liðið líka að við séum allir á tánum og klárir í slaginn þegar kallið kemur. Ég veit samt alveg að Hannes er númer eitt,“ sagði Ögmundur Kristinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Ögmundur Kristinsson, markvörður sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi í Ósló í vikunni og fékk á sig tvö mörk. Frammistaða liðsins var ekki góð en liðið var að flestu leyti yfirspilað af Norðmönnum. „Þetta var frekar ryðgað. Það voru margir að spila fyrsta leikinn sinni í langan tíma og liðið verið stutt saman. Það sást á leik okkar,“ sagði Ögmundur við Vísi á landsliðsæfingu í Laugardalsnum í dag, en hvað fannst honum um eigin frammistöðu? „Í heildina var hún ágæt. Auðvitað var aukaspyrnan í markmannshornið en það var góð spyrna. Á fullkomnum degi hefði ég tekið þetta,“ sagði hann. Ögmundur fékk heldur betur að heyra hjá landanum sem fylgdist með leiknum en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum. Er það eitthvað sem hefur áhrif á hann? „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur, en hversu gott er að fá þetta traust og alla þessa leiki? „Það er mjög mikilvægt og ég þakka þeim fyrir það. Að sama skapi veit ég líka að ég er að gera eitthvað rétt því maður væri ekki að fá þessa leiki ef maður væri ekki að standa sig. Ég verð bara að halda áfram að setja pressu á Hannes Þór.“ Ögmundur hefur byrjað nánast hvern einasta leik síðan Hannes Þór meiddist og þótt að aðalmarkvörðurinn sé klár í slaginn var Ögmundur samt í markinu gegn Noregi. Gerir Framarinn sér vonir um að byrja gegn Portúgal 14. júní? „Það er erfitt að segja það en ég ætla allavega að halda Hannesi á tánum. Það er gott fyrir liðið líka að við séum allir á tánum og klárir í slaginn þegar kallið kemur. Ég veit samt alveg að Hannes er númer eitt,“ sagði Ögmundur Kristinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira