Þjálfari Portúgal: Ronaldo er mikilvægari fyrir Portúgal en fyrir Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 19:15 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Fernando Santos, þjálfari Portúgal, er óhræddur við að leggja áherslu á mikilvægi Cristiano Ronaldo fyrir lið sitt á komandi Evrópumóti í Frakklandi. Cristiano Ronaldo kom til móts við portúgalska landsliðið í gær en hann fékk tíma til að jafna sig eftir sigur Real Madrid á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ronaldo verður væntanlega með í vináttulandsleiknum á móti Eistlandi á miðvikudaginn en það er síðasti undirbúningsleikur portúgalska liðsins fyrir fyrsta leik EM 2016 sem verður einmitt á móti íslenska liðinu. Pepe, sem spilar líka með Real Madrid, fékk líka hvíld eins og Cristiano Ronaldo.“Þeir þurftu að fá hvíld," sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgal, við spænska blaðið Marca. Reuters segir frá. „Það er betra fyrir alla að þeir mæti ánægðir og með aukakraft eftir að hafa náð markmiðum sínum," sagði Santos. Cristiano Ronaldo skoraði 51 mark í 48 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid á þessu tímabili. „Ef hann er svona mikilvægur fyrir Real Madrid þá getið þið bara ímyndað ykkur hversu mikilvægur hann er fyrir portúgalska landsliðið. Alls ekki minna og jafnvel enn mikilvægari," sagði Santos.Sjá einnig:Ætli Ronaldo þori nokkuð að skora á móti Íslandi eftir þessi skilaboð? „Þegar þú hefur leikmann sem skorar 50 til 60 mörk á tímabili, leikmann sem getur alltaf skorað, þá er mikilvægi hans mikið. Það er ekki hægt að mæla það," sagði Santos. Cristiano Ronaldo er orðinn 31 árs gamall en hann komst næst því að vinna titil með landsliðið Portúgal þegar liðið tapaði á móti Grikklandi í úrslitaleik EM 2004. Síðan hefur hann farið með liðinu á fimm stórmót til viðbótar og komst alla leið í undanúrslit á bæði HM 2006 og EM 2012. Portúgal tapaði fyrir Spáni í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik EM fyrir fjórum árum. Spánverjarnir unnu síðan 4-0 stórsigur á Ítölum í úrslitaleiknum. „Ef við hugsum um þær kynslóðir sem hafa spilað frá Portúgal þá er löngu kominn tími á titil. Portúgal ætti að vera búið að vinna Evrópumeistaratitil en Spánverjarnir tóku sinn tíma en hafa síðan unnið nokkra titla eftir að sá fyrsti kom í hús," sagði hinn kokhrausti Fernando Santos. Hvort hann sé að boða gullöld portúgalska liðsins er aftur á móti önnur saga. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira
Fernando Santos, þjálfari Portúgal, er óhræddur við að leggja áherslu á mikilvægi Cristiano Ronaldo fyrir lið sitt á komandi Evrópumóti í Frakklandi. Cristiano Ronaldo kom til móts við portúgalska landsliðið í gær en hann fékk tíma til að jafna sig eftir sigur Real Madrid á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ronaldo verður væntanlega með í vináttulandsleiknum á móti Eistlandi á miðvikudaginn en það er síðasti undirbúningsleikur portúgalska liðsins fyrir fyrsta leik EM 2016 sem verður einmitt á móti íslenska liðinu. Pepe, sem spilar líka með Real Madrid, fékk líka hvíld eins og Cristiano Ronaldo.“Þeir þurftu að fá hvíld," sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgal, við spænska blaðið Marca. Reuters segir frá. „Það er betra fyrir alla að þeir mæti ánægðir og með aukakraft eftir að hafa náð markmiðum sínum," sagði Santos. Cristiano Ronaldo skoraði 51 mark í 48 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid á þessu tímabili. „Ef hann er svona mikilvægur fyrir Real Madrid þá getið þið bara ímyndað ykkur hversu mikilvægur hann er fyrir portúgalska landsliðið. Alls ekki minna og jafnvel enn mikilvægari," sagði Santos.Sjá einnig:Ætli Ronaldo þori nokkuð að skora á móti Íslandi eftir þessi skilaboð? „Þegar þú hefur leikmann sem skorar 50 til 60 mörk á tímabili, leikmann sem getur alltaf skorað, þá er mikilvægi hans mikið. Það er ekki hægt að mæla það," sagði Santos. Cristiano Ronaldo er orðinn 31 árs gamall en hann komst næst því að vinna titil með landsliðið Portúgal þegar liðið tapaði á móti Grikklandi í úrslitaleik EM 2004. Síðan hefur hann farið með liðinu á fimm stórmót til viðbótar og komst alla leið í undanúrslit á bæði HM 2006 og EM 2012. Portúgal tapaði fyrir Spáni í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik EM fyrir fjórum árum. Spánverjarnir unnu síðan 4-0 stórsigur á Ítölum í úrslitaleiknum. „Ef við hugsum um þær kynslóðir sem hafa spilað frá Portúgal þá er löngu kominn tími á titil. Portúgal ætti að vera búið að vinna Evrópumeistaratitil en Spánverjarnir tóku sinn tíma en hafa síðan unnið nokkra titla eftir að sá fyrsti kom í hús," sagði hinn kokhrausti Fernando Santos. Hvort hann sé að boða gullöld portúgalska liðsins er aftur á móti önnur saga.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira