Þjálfari Portúgal: Ronaldo er mikilvægari fyrir Portúgal en fyrir Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 19:15 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Fernando Santos, þjálfari Portúgal, er óhræddur við að leggja áherslu á mikilvægi Cristiano Ronaldo fyrir lið sitt á komandi Evrópumóti í Frakklandi. Cristiano Ronaldo kom til móts við portúgalska landsliðið í gær en hann fékk tíma til að jafna sig eftir sigur Real Madrid á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ronaldo verður væntanlega með í vináttulandsleiknum á móti Eistlandi á miðvikudaginn en það er síðasti undirbúningsleikur portúgalska liðsins fyrir fyrsta leik EM 2016 sem verður einmitt á móti íslenska liðinu. Pepe, sem spilar líka með Real Madrid, fékk líka hvíld eins og Cristiano Ronaldo.“Þeir þurftu að fá hvíld," sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgal, við spænska blaðið Marca. Reuters segir frá. „Það er betra fyrir alla að þeir mæti ánægðir og með aukakraft eftir að hafa náð markmiðum sínum," sagði Santos. Cristiano Ronaldo skoraði 51 mark í 48 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid á þessu tímabili. „Ef hann er svona mikilvægur fyrir Real Madrid þá getið þið bara ímyndað ykkur hversu mikilvægur hann er fyrir portúgalska landsliðið. Alls ekki minna og jafnvel enn mikilvægari," sagði Santos.Sjá einnig:Ætli Ronaldo þori nokkuð að skora á móti Íslandi eftir þessi skilaboð? „Þegar þú hefur leikmann sem skorar 50 til 60 mörk á tímabili, leikmann sem getur alltaf skorað, þá er mikilvægi hans mikið. Það er ekki hægt að mæla það," sagði Santos. Cristiano Ronaldo er orðinn 31 árs gamall en hann komst næst því að vinna titil með landsliðið Portúgal þegar liðið tapaði á móti Grikklandi í úrslitaleik EM 2004. Síðan hefur hann farið með liðinu á fimm stórmót til viðbótar og komst alla leið í undanúrslit á bæði HM 2006 og EM 2012. Portúgal tapaði fyrir Spáni í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik EM fyrir fjórum árum. Spánverjarnir unnu síðan 4-0 stórsigur á Ítölum í úrslitaleiknum. „Ef við hugsum um þær kynslóðir sem hafa spilað frá Portúgal þá er löngu kominn tími á titil. Portúgal ætti að vera búið að vinna Evrópumeistaratitil en Spánverjarnir tóku sinn tíma en hafa síðan unnið nokkra titla eftir að sá fyrsti kom í hús," sagði hinn kokhrausti Fernando Santos. Hvort hann sé að boða gullöld portúgalska liðsins er aftur á móti önnur saga. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Fernando Santos, þjálfari Portúgal, er óhræddur við að leggja áherslu á mikilvægi Cristiano Ronaldo fyrir lið sitt á komandi Evrópumóti í Frakklandi. Cristiano Ronaldo kom til móts við portúgalska landsliðið í gær en hann fékk tíma til að jafna sig eftir sigur Real Madrid á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ronaldo verður væntanlega með í vináttulandsleiknum á móti Eistlandi á miðvikudaginn en það er síðasti undirbúningsleikur portúgalska liðsins fyrir fyrsta leik EM 2016 sem verður einmitt á móti íslenska liðinu. Pepe, sem spilar líka með Real Madrid, fékk líka hvíld eins og Cristiano Ronaldo.“Þeir þurftu að fá hvíld," sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgal, við spænska blaðið Marca. Reuters segir frá. „Það er betra fyrir alla að þeir mæti ánægðir og með aukakraft eftir að hafa náð markmiðum sínum," sagði Santos. Cristiano Ronaldo skoraði 51 mark í 48 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid á þessu tímabili. „Ef hann er svona mikilvægur fyrir Real Madrid þá getið þið bara ímyndað ykkur hversu mikilvægur hann er fyrir portúgalska landsliðið. Alls ekki minna og jafnvel enn mikilvægari," sagði Santos.Sjá einnig:Ætli Ronaldo þori nokkuð að skora á móti Íslandi eftir þessi skilaboð? „Þegar þú hefur leikmann sem skorar 50 til 60 mörk á tímabili, leikmann sem getur alltaf skorað, þá er mikilvægi hans mikið. Það er ekki hægt að mæla það," sagði Santos. Cristiano Ronaldo er orðinn 31 árs gamall en hann komst næst því að vinna titil með landsliðið Portúgal þegar liðið tapaði á móti Grikklandi í úrslitaleik EM 2004. Síðan hefur hann farið með liðinu á fimm stórmót til viðbótar og komst alla leið í undanúrslit á bæði HM 2006 og EM 2012. Portúgal tapaði fyrir Spáni í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik EM fyrir fjórum árum. Spánverjarnir unnu síðan 4-0 stórsigur á Ítölum í úrslitaleiknum. „Ef við hugsum um þær kynslóðir sem hafa spilað frá Portúgal þá er löngu kominn tími á titil. Portúgal ætti að vera búið að vinna Evrópumeistaratitil en Spánverjarnir tóku sinn tíma en hafa síðan unnið nokkra titla eftir að sá fyrsti kom í hús," sagði hinn kokhrausti Fernando Santos. Hvort hann sé að boða gullöld portúgalska liðsins er aftur á móti önnur saga.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira