Ögmundur mikils metinn í Svíþjóð: "Gagnrýnin kemur á óvart“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júní 2016 08:30 Ögmundur Kristinsson hefur fengið mörg tækifæri með íslenska landsliðinu. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson sneri aftur í mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gærkvöldi og hélt hreinu í 4-0 sigurleik strákanna okkar gegn Liechtenstein. Þetta voru fyrstu 90 mínútur Hannesar með landsliðinu síðan hann fór úr axlarlið fyrir leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 síðasta haust. Ögmundur Kristinsson hefur fengið tækifærið í fjarveru Hannesar en átt í miklu basli með að halda markinu hreinu. Ögmundur byrjaði sjö leiki frá og með lokaleik undankeppninnar og þar til kom að vináttuleiknum gegn Noregi í síðustu viku. Ögmundur spilaði fimm heila leiki og tvo hálfleiki og fékk í heildina á sig 17 mörk á 540 mínútum. Hann fékk að meðaltali mark á sig á hálftíma fresti. Hannes spilaði seinni hálfleikinn gegn Grikklandi í mars og hélt hreinu og gerði það svo aftur í gærkvöldi.Ögmundur á landsliðsæfingu í síðustu viku.vísir/hannaPælir ekki í gagnrýni Sigurinn gegn Liechtenstein í gærkvöldi var aðeins í annað sinn frá lokum undankeppninnar sem íslenska liðið heldur hreinu. Strákarnir okkar héldu einnig hreinu í 1-0 sigri á Finnum í janúar þar sem Ingvar Jónsson og Haraldur Björnsson skiptu með sér sitthvorum hálfleiknum. Ögmundur hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu frá sparkspekingum sem og þjóðinni á samfélagsmiðlum en í viðtali við Vísis í lok síðustu viku sagði hann þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur.Fallið án Ögmundar Daniel Kristoffersson, fótboltablaðamaður og pistlahöfundur hjá Expressen í Svíþjóð, segir þessa gagnrýni á Ögmund koma mjög á óvart miðað við það sem hann þekkir til Framarans í sænsku úrvalsdeildinni. Ögmundur spilar þar með Hammarby. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Hann er virkilega mikils metinn hér í Svíþjóð og má alveg segja að hann hafi verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar frá því hann kom. Ögmundur er mjög traustur markvörður og verið það í langan tíma,“ segir Kristoffersson í samtali við Vísi. „Stuðningsmenn Hammarby töluðu um það á síðustu leiktíð að án hans hefði liðið líklega fallið. Það er kannski aðeins of sterkt til orða tekið en hann var aðalmaðurinn. Hann er besti leikmaður liðsins ásamt Birki Má Sævarssyni. Hér í Svíþjóð finnst okkur ekkert skrítið að hann fái alla þessa leiki og þetta traust hjá íslenska landsliðinu.“ Ögmundur er búinn að spila alla tólf leikina fyrir Hammarby til þessa á leiktíðinni. Liðið er í fjórtánda sæti af sextán liðum með þrettán stig og búið að fá á sig 22 mörk. Aðeins þrjú önnur lið hafa fengið á sig fleiri mörk.Ögmundur Kristinsson er eftirsóttur.vísir/hannaGæti farið til stærra liðs Samkvæmt tölfræði sænsku úrvalsdeildarinnar er Ögmundur búinn að verja 34 skot á leiktíðinni og er með 61 prósent hlutfallsmarkvörslu sem er á meðal þess lægsta í deildinni. „Ögmundur hefur tekið smá dýfu eftir að hann kom úr síðustu landsliðsferð. En málið er að Hammarby fær á sig svo mörg mörk sem hann getur ekkert gert í. Liðið er með svo skelfilega vörn og sérstaklega dapra miðverði,“ segir Kristoffersson. „Miðverðirnir eru alveg skelfilegir. Mörg markanna sem Ögmundur fær á sig eru eftir einstaklingsmistök í vörninni. Það má alveg kenna Ögmundi um sum mörkin en miðverðirnir eru hörmung.“ Sænski blaðamaðurinn segir áhuga vera á Ögmundi frá stærri liðum utan Svíþjóðar sem gefur til kynna hversu góður hann er. „Ég hef heyrt orðróm um að stærri félög eru að skoða hann. Ég veit samt að hann er gríðarlega mikils metinn innan Hammarby og þar á bæ verður allt gert svo hann klári tímabilið með liðinu,“ segir Daniel Kristofferson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson sneri aftur í mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gærkvöldi og hélt hreinu í 4-0 sigurleik strákanna okkar gegn Liechtenstein. Þetta voru fyrstu 90 mínútur Hannesar með landsliðinu síðan hann fór úr axlarlið fyrir leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 síðasta haust. Ögmundur Kristinsson hefur fengið tækifærið í fjarveru Hannesar en átt í miklu basli með að halda markinu hreinu. Ögmundur byrjaði sjö leiki frá og með lokaleik undankeppninnar og þar til kom að vináttuleiknum gegn Noregi í síðustu viku. Ögmundur spilaði fimm heila leiki og tvo hálfleiki og fékk í heildina á sig 17 mörk á 540 mínútum. Hann fékk að meðaltali mark á sig á hálftíma fresti. Hannes spilaði seinni hálfleikinn gegn Grikklandi í mars og hélt hreinu og gerði það svo aftur í gærkvöldi.Ögmundur á landsliðsæfingu í síðustu viku.vísir/hannaPælir ekki í gagnrýni Sigurinn gegn Liechtenstein í gærkvöldi var aðeins í annað sinn frá lokum undankeppninnar sem íslenska liðið heldur hreinu. Strákarnir okkar héldu einnig hreinu í 1-0 sigri á Finnum í janúar þar sem Ingvar Jónsson og Haraldur Björnsson skiptu með sér sitthvorum hálfleiknum. Ögmundur hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu frá sparkspekingum sem og þjóðinni á samfélagsmiðlum en í viðtali við Vísis í lok síðustu viku sagði hann þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur.Fallið án Ögmundar Daniel Kristoffersson, fótboltablaðamaður og pistlahöfundur hjá Expressen í Svíþjóð, segir þessa gagnrýni á Ögmund koma mjög á óvart miðað við það sem hann þekkir til Framarans í sænsku úrvalsdeildinni. Ögmundur spilar þar með Hammarby. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Hann er virkilega mikils metinn hér í Svíþjóð og má alveg segja að hann hafi verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar frá því hann kom. Ögmundur er mjög traustur markvörður og verið það í langan tíma,“ segir Kristoffersson í samtali við Vísi. „Stuðningsmenn Hammarby töluðu um það á síðustu leiktíð að án hans hefði liðið líklega fallið. Það er kannski aðeins of sterkt til orða tekið en hann var aðalmaðurinn. Hann er besti leikmaður liðsins ásamt Birki Má Sævarssyni. Hér í Svíþjóð finnst okkur ekkert skrítið að hann fái alla þessa leiki og þetta traust hjá íslenska landsliðinu.“ Ögmundur er búinn að spila alla tólf leikina fyrir Hammarby til þessa á leiktíðinni. Liðið er í fjórtánda sæti af sextán liðum með þrettán stig og búið að fá á sig 22 mörk. Aðeins þrjú önnur lið hafa fengið á sig fleiri mörk.Ögmundur Kristinsson er eftirsóttur.vísir/hannaGæti farið til stærra liðs Samkvæmt tölfræði sænsku úrvalsdeildarinnar er Ögmundur búinn að verja 34 skot á leiktíðinni og er með 61 prósent hlutfallsmarkvörslu sem er á meðal þess lægsta í deildinni. „Ögmundur hefur tekið smá dýfu eftir að hann kom úr síðustu landsliðsferð. En málið er að Hammarby fær á sig svo mörg mörk sem hann getur ekkert gert í. Liðið er með svo skelfilega vörn og sérstaklega dapra miðverði,“ segir Kristoffersson. „Miðverðirnir eru alveg skelfilegir. Mörg markanna sem Ögmundur fær á sig eru eftir einstaklingsmistök í vörninni. Það má alveg kenna Ögmundi um sum mörkin en miðverðirnir eru hörmung.“ Sænski blaðamaðurinn segir áhuga vera á Ögmundi frá stærri liðum utan Svíþjóðar sem gefur til kynna hversu góður hann er. „Ég hef heyrt orðróm um að stærri félög eru að skoða hann. Ég veit samt að hann er gríðarlega mikils metinn innan Hammarby og þar á bæ verður allt gert svo hann klári tímabilið með liðinu,“ segir Daniel Kristofferson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira