Geoff Hurst: Mest spennandi enska landsliðið frá HM 1966 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 09:30 Chris Smalling mætti með lukkudýrið með sér til Frakklands. Vísir/Getty Englendingar eru þekktir fyrir að byggja upp væntingar sinnar þjóðar fyrir stórmót í fótbolta og það lítur út fyrir að sumarið í ár verði þar engin undantekning. Sir Geoff Hurst er einn af hetjum Englendinga frá HM 1966 þegar enska landsliðið vann sitt eina stórmót. Á þessum 50 árum sem eru liðin síðan þá hefur enska landsliðið upplifað hver vonbrigðin á fætur öðru. Sir Geoff Hurst skoraði þrennu í úrslitaleiknum á HM 1966 sem fram fór á Wembley en þar var enska liðið 4-2 sigur á Þýskalandi eftir framlengdan leik. Hurst hrósar enska liðinu í dag í viðtali við BBC. „Þetta er mest spennandi enska landsliðið síðan 1966. Leikmenn eins og Dele Alli hafa komið inn í liðið og lífgað mikið upp á þetta," sagði hinn 74 ára gamli Geoff Hurst sem er sérstaklega ánægður með þennan unga leikmann Tottenham. „Hann spilaði, líka í vináttulandsleikjunum, eins og þetta væri úrslitaleikur HM," sagði Geoff Hurst sem er sá eini sem hefur skorað þrennu í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar. Hann fékk þó ekki að upplifa það að spila til úrslita á EM því enska liðið tapaði fyrir Júgóslavíu í undanúrslitum Evrópumótsins 1968 og komst ekki í úrslitakeppnina fjórum árum síðar. Dele Alli er einn af mörgum ungum leikmönnum enska landsliðsins en liðið er það yngsta á Evrópumótinu í Frakklandi og meðalaldur þess eru bara 25 ár. Þetta er því svo sannarlega framtíðarlið og EM í Frakklandi gæti vissulega verið upphafði að einhverju meira. Enska landsliðið flaug til Parísar í gær og mun hafa höfuðstöðvar sínar rétt norðan við borgina. Fyrsti leikur liðsins er síðan á móti Rússum á laugardaginn en enska liðið er einnig með Wales og Slóvakíu í riðli.Enska landsliðið flaug til Frakklands í gær.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Englendingar eru þekktir fyrir að byggja upp væntingar sinnar þjóðar fyrir stórmót í fótbolta og það lítur út fyrir að sumarið í ár verði þar engin undantekning. Sir Geoff Hurst er einn af hetjum Englendinga frá HM 1966 þegar enska landsliðið vann sitt eina stórmót. Á þessum 50 árum sem eru liðin síðan þá hefur enska landsliðið upplifað hver vonbrigðin á fætur öðru. Sir Geoff Hurst skoraði þrennu í úrslitaleiknum á HM 1966 sem fram fór á Wembley en þar var enska liðið 4-2 sigur á Þýskalandi eftir framlengdan leik. Hurst hrósar enska liðinu í dag í viðtali við BBC. „Þetta er mest spennandi enska landsliðið síðan 1966. Leikmenn eins og Dele Alli hafa komið inn í liðið og lífgað mikið upp á þetta," sagði hinn 74 ára gamli Geoff Hurst sem er sérstaklega ánægður með þennan unga leikmann Tottenham. „Hann spilaði, líka í vináttulandsleikjunum, eins og þetta væri úrslitaleikur HM," sagði Geoff Hurst sem er sá eini sem hefur skorað þrennu í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar. Hann fékk þó ekki að upplifa það að spila til úrslita á EM því enska liðið tapaði fyrir Júgóslavíu í undanúrslitum Evrópumótsins 1968 og komst ekki í úrslitakeppnina fjórum árum síðar. Dele Alli er einn af mörgum ungum leikmönnum enska landsliðsins en liðið er það yngsta á Evrópumótinu í Frakklandi og meðalaldur þess eru bara 25 ár. Þetta er því svo sannarlega framtíðarlið og EM í Frakklandi gæti vissulega verið upphafði að einhverju meira. Enska landsliðið flaug til Parísar í gær og mun hafa höfuðstöðvar sínar rétt norðan við borgina. Fyrsti leikur liðsins er síðan á móti Rússum á laugardaginn en enska liðið er einnig með Wales og Slóvakíu í riðli.Enska landsliðið flaug til Frakklands í gær.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira