Það voru að berast skilaboð frá Tólfunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2016 14:30 Á milli tíu og tuttugu þúsund Íslendingar verða í Frakklandi í júní. vísir/vilhelm Tólfan, stuðningssveit íslensku knattspyrnulandsliðanna, hefur sent frá sér tilkynningu vegna EM í Frakklandi sem hefst á föstudaginn. Þar kemur fram að fulltrúar sveitarinnar hafa fundað með lögreglu og fengið góð ráð frá samtökum knattspyrnustuðningsmanna í Evrópu. Sveitin hvetur íslenska stuðningsmenn til að mæta í svokölluð FanZone á leikdögum af öryggissjónarmiðum. Tilkynninguna má sjá hér að neðan. Kæru Íslendingar og stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Nú er komið að því, Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM næstkomandi þriðjudag. Á síðustu mánuðum hefur Tólfan kannað ýmsa möguleika varðandi upphitun íslenskra stuðningsmanna fyrir leiki á EM. Við höfum m.a. fundað með lögreglu, verið í samskiptum við utanríkisráðuneyti og fengið ráðleggingar frá FSE (Football Supporters Europe) í þeim efnum. Þegar kemur að ákvarðanatöku varðandi upphitun fyrir leiki setjum við öryggissjónarmið í fyrsta sæti. Öryggi íslenskra stuðningsmanna verður því enginn afsláttur gefin. Eftir að hafa kannað alla möguleika gaumgæfilega hefur því verið ákveðið, í samráði við fyrrnefnda aðila að einblína á FanZone á leikdögum enda verði öryggi stuðningsmanna ekki betur tryggt. Tólfan mun mæta með fána, trommur og eðal Tólfustuð og er alveg klárt mál að þetta verður VEISLA. FanZone opnar á leikdögum kl 12 og mælir Tólfan með að þeir sem ætli að taka þátt í fjörinu mæti við opnun. Að upphitun lokinni munum við síðan fylkja liði, ganga til leikvallar og berja liðið okkar augum. FanZone á leikdögum verður aðalstaðurinn fyrir okkur til að hrista okkur saman fyrir leiki. Við munum hins vegar þess á milli tilkynna hittinga í þeim borgum sem Tólfan er í. Verður það gert á samfélagsmiðlum þar sem það eru eindregin tilmæli frá FSE ofl. að forðast fyrirfram auglýst partý þar sem miklar líkur eru á að slíkar fyrirframskipulagðar samkomur stuðningsmanna verði stöðvaðar af yfirvöldum. Okkar skilaboð til ykkar eru því að fylgjast vel með á Tólfumiðlum á Facebook, Twitter, ferðagrúbbu fyrir EM á Facebook og svo Snapchat (tolfan og emtolfan). Sérstakir viðburðir verða í Marseille og París. 17. júní í Marseille: Tólfan mætir í þjóðhátíðarpartý. Hægt er að nálgast miða á tix.is. Takmarkað magn miða í boði. Nælið ykkur í miða, þarna verður tekin góð Tólfusveifla. 20. júní í París: Partý í París með trommum og Tólfum. Staðsetning verður tilkynnt síðar sem og tímasetning. Eins og við öll vitum verður gríðarlegur fjöldi Íslendinga um allar borgir sem við keppum í. Nóg verður um að vera í borgunum og ætti engum að leiðast. Við í Tólfunni munum leggja eins mikið á okkur og við getum til að láta að svo verði. Munum svo að gæta að okkur og okkar nánasta umhverfi og ekki síst landa okkar sem verða með okkur í þessari veislu. Verðum okkur til sóma á EM og sýnum bæði löndum okkar og mótherjum vinsemd og virðingu. Það er á okkar allra ábyrgð að þegar við Íslendingar snúum heim á leið hafi okkur tekist að auka hróður lands og þjóðar. Áfram Ísland!! EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Tólfan, stuðningssveit íslensku knattspyrnulandsliðanna, hefur sent frá sér tilkynningu vegna EM í Frakklandi sem hefst á föstudaginn. Þar kemur fram að fulltrúar sveitarinnar hafa fundað með lögreglu og fengið góð ráð frá samtökum knattspyrnustuðningsmanna í Evrópu. Sveitin hvetur íslenska stuðningsmenn til að mæta í svokölluð FanZone á leikdögum af öryggissjónarmiðum. Tilkynninguna má sjá hér að neðan. Kæru Íslendingar og stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Nú er komið að því, Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM næstkomandi þriðjudag. Á síðustu mánuðum hefur Tólfan kannað ýmsa möguleika varðandi upphitun íslenskra stuðningsmanna fyrir leiki á EM. Við höfum m.a. fundað með lögreglu, verið í samskiptum við utanríkisráðuneyti og fengið ráðleggingar frá FSE (Football Supporters Europe) í þeim efnum. Þegar kemur að ákvarðanatöku varðandi upphitun fyrir leiki setjum við öryggissjónarmið í fyrsta sæti. Öryggi íslenskra stuðningsmanna verður því enginn afsláttur gefin. Eftir að hafa kannað alla möguleika gaumgæfilega hefur því verið ákveðið, í samráði við fyrrnefnda aðila að einblína á FanZone á leikdögum enda verði öryggi stuðningsmanna ekki betur tryggt. Tólfan mun mæta með fána, trommur og eðal Tólfustuð og er alveg klárt mál að þetta verður VEISLA. FanZone opnar á leikdögum kl 12 og mælir Tólfan með að þeir sem ætli að taka þátt í fjörinu mæti við opnun. Að upphitun lokinni munum við síðan fylkja liði, ganga til leikvallar og berja liðið okkar augum. FanZone á leikdögum verður aðalstaðurinn fyrir okkur til að hrista okkur saman fyrir leiki. Við munum hins vegar þess á milli tilkynna hittinga í þeim borgum sem Tólfan er í. Verður það gert á samfélagsmiðlum þar sem það eru eindregin tilmæli frá FSE ofl. að forðast fyrirfram auglýst partý þar sem miklar líkur eru á að slíkar fyrirframskipulagðar samkomur stuðningsmanna verði stöðvaðar af yfirvöldum. Okkar skilaboð til ykkar eru því að fylgjast vel með á Tólfumiðlum á Facebook, Twitter, ferðagrúbbu fyrir EM á Facebook og svo Snapchat (tolfan og emtolfan). Sérstakir viðburðir verða í Marseille og París. 17. júní í Marseille: Tólfan mætir í þjóðhátíðarpartý. Hægt er að nálgast miða á tix.is. Takmarkað magn miða í boði. Nælið ykkur í miða, þarna verður tekin góð Tólfusveifla. 20. júní í París: Partý í París með trommum og Tólfum. Staðsetning verður tilkynnt síðar sem og tímasetning. Eins og við öll vitum verður gríðarlegur fjöldi Íslendinga um allar borgir sem við keppum í. Nóg verður um að vera í borgunum og ætti engum að leiðast. Við í Tólfunni munum leggja eins mikið á okkur og við getum til að láta að svo verði. Munum svo að gæta að okkur og okkar nánasta umhverfi og ekki síst landa okkar sem verða með okkur í þessari veislu. Verðum okkur til sóma á EM og sýnum bæði löndum okkar og mótherjum vinsemd og virðingu. Það er á okkar allra ábyrgð að þegar við Íslendingar snúum heim á leið hafi okkur tekist að auka hróður lands og þjóðar. Áfram Ísland!!
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira