Fótbolti

Sascha Lewandowski látinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sascha Lewandowski, fyrrum þjálfari Bayer Leverkusen í þýsku bundesligunni í fótbolta, fannst látinn á heimili sínu.

Lewandowski var aðeins 44 ára gamall, fæddur árið 1971, en hann starfaði síðast sem þjálfari Union Berlin en hætti í mars eftir aðeins sex mánaða starf vegna veikinda.

Sascha Lewandowski þjálfaði lið Bayer Leverkusen frá 2012 til 2013 með Finnanum Sami Hyypiä en var einn þjálfari liðsins árið 2014.

Samkvæmt fréttum frá Þýskalandi þá bendir flest til þess að Sascha Lewandowski hafi framið sjálfsmorð á heimili sínu í Bochum. Lögreglan hefur þó ekkert staðfest neitt en segir að það sé ekki grunur um saknæmt athæfi.  Kicker segir frá en einnig má finna frétt um málið í Spiegel.

„Þetta er mikið áfall og mjög sorglegt. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans," sagði Dirk Zingler, forset FC Union Berlin, við Kicker.

Sascha Lewandowski hóf þjálfaraferil sinn hjá VfL Bochum þar sem hann náði frábærum árangri með unglingalið félagsins og gerði þau meðal að þýskum meisturum tvö ár í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×