Viðskipti innlent

Bein útsending: Allt um fjármálin á EM í Frakklandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fræðslufundur VÍB um fjármálahlið Evrópumótsins í Frakkland. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, heldur erindi og ræðir meðal annars hvernig mótið kemur fjárhagslega út fyrir Frakka, hvaða áhrif árangur á mótinu getur haft á hlutabréfamarkaði og hvernig Ísland stendur í samanburði við aðrar þjóðir.

Bein útsending verður frá fundinum sem hefst klukkan 17 en Evrópumótið hefst á morgun með opnunarleik Frakka og Rúmena. Fyrsti leikur Íslands er gegn Portúgal í Saint-Étienne á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×