Heimir vonar að Aron og Kolbeinn spili á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 11:00 Kolbeinn Sigþórsson er allur að koma til eftir meiðsli. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er vongóður um að þeir Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson muni koma við sögu í æfingaleiknum gegn Noregi ytra á morgun. Báðir hafa verið að glíma við meiðsli en Aron Einar sagði á blaðamannafundi landsliðsins í Ósló í dag að honum líði vel. Kolbeinn er sömuleiðis á góðum batavegi. „Ég vona að þeir geti eitthvað spilað á morgun. Það er langt síðan að þeir spiluðu og þetta eru einmitt leikir sem við hugsuðum fyrir þá leikmenn sem hættu að spila með félagsliðum sínum fyrir nokkru síðan,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum. „Við erum ánægðir með sjúkraliðið okkar og hvað það hefur gert góða hluti. Standið á leikmönnum er gott.“ Arnór Ingvi Traustason missti af síðstu leikjum sínum með Norrköping í Svíþjóð en Heimir sagði að hann hafi komið vel úr æfingunni í gær. „Hann var með á allri æfingunni og engin slæm viðbrögð. Hann er því bara klár.“ Heimir sagði að þeir leikmenn sem hafa spilað mikið með félagsliðum sínum á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur munu fá frí á morgun. Meðal þeirra er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Ísland skilar 23 manna lista sínum til Knattspyrnusambands Evrópu í kvöld en það verður endanlegur EM-hópur Íslands. „Hann er í sjálfu sér opinn ennþá og verður það þangað til að við skilum honum í kvöld. Það er ekkert í stöðunni núna, nema að eitthvað gerist á æfingunni á eftir, sem fengi okkur til að breyta honum,“ sagði Heimir. „En auðvitað voru tímapunktar í þessu ferli þar sem maður hugsaði „hvað ef?“ en sem betur fer kom ekki til þess.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er vongóður um að þeir Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson muni koma við sögu í æfingaleiknum gegn Noregi ytra á morgun. Báðir hafa verið að glíma við meiðsli en Aron Einar sagði á blaðamannafundi landsliðsins í Ósló í dag að honum líði vel. Kolbeinn er sömuleiðis á góðum batavegi. „Ég vona að þeir geti eitthvað spilað á morgun. Það er langt síðan að þeir spiluðu og þetta eru einmitt leikir sem við hugsuðum fyrir þá leikmenn sem hættu að spila með félagsliðum sínum fyrir nokkru síðan,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum. „Við erum ánægðir með sjúkraliðið okkar og hvað það hefur gert góða hluti. Standið á leikmönnum er gott.“ Arnór Ingvi Traustason missti af síðstu leikjum sínum með Norrköping í Svíþjóð en Heimir sagði að hann hafi komið vel úr æfingunni í gær. „Hann var með á allri æfingunni og engin slæm viðbrögð. Hann er því bara klár.“ Heimir sagði að þeir leikmenn sem hafa spilað mikið með félagsliðum sínum á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur munu fá frí á morgun. Meðal þeirra er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Ísland skilar 23 manna lista sínum til Knattspyrnusambands Evrópu í kvöld en það verður endanlegur EM-hópur Íslands. „Hann er í sjálfu sér opinn ennþá og verður það þangað til að við skilum honum í kvöld. Það er ekkert í stöðunni núna, nema að eitthvað gerist á æfingunni á eftir, sem fengi okkur til að breyta honum,“ sagði Heimir. „En auðvitað voru tímapunktar í þessu ferli þar sem maður hugsaði „hvað ef?“ en sem betur fer kom ekki til þess.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58
Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30
Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30
Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30