Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2016 15:25 Íslendingar ætla að fjölmenna til Frakklands en KSÍ gerir ráð fyrir 15-20 þúsund stuðningsmönnum frá Íslandi. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld munu senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi í næsta mánuði að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Lögreglumennirnir verða frönskum lögregluyfirvöldum innan handar, en áætlað er að allt að tuttugu þúsund Íslendingar verði á mótinu í sumar. Frönsk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá öllum þeim þjóðum sem taka þátt í mótinu. Reiknað er með því að á milli 15 til 20 þúsund Íslendingar muni verða í Frakklandi í tengslum við mótið. Flakka á milli borganna þar sem Ísland spilar Innanríkisráðuneytið hefur átt samráð við embætti ríkislögreglustjóra um viðbrögð við erindinu en fulltrúi embættisins tekur þátt í NFIP samstarfi (National Football Information Point) Evrópuríkja sem Ísland á aðild að á grundvelli Evrópusamnings um „ofbeldi og óhlýðilega hegðun áhorfenda á íþróttamótum, einkum á knattspyrnuleikjum.“ Frönsk stjórnvöld hafa óskað eftir lögreglumennirnir starfi í miðstöð alþjóðlegrar lögreglusamvinnu og verði í færanlegri sveit, sem ætlað er að fara á milli borga í Frakklandi, þar sem íslenska landsliðið spilar hverju sinni og vera staðarlögreglu til aðstoðar. Ísland spilar í St. Etienne, Marseille og París 14. , 18. og 22. júní. Umbeðin aðstoð við frönsk yfirvöld mun m.a. felast í því að vera í sambandi við íslensku stuðningsmennina og veita þeim aðstoð, vera þeim innan handar vegna mála sem hugsanlega geta komið upp, s.s. ef rýma þarf leikvang eða gefa fyrirmæli um einhverjar breytingar á áætlun. Íslensku lögreglumennirnir munu fá allar upplýsingar frá fyrstu hendi, geta miðlað þeim áfram til stuðningsmanna eftir atvikum og veitt alla mögulega aðstoð.Kostnaður fer eftir árangri ÍslandsKostnaðaráætlunin ræðst af framgangi landsliðsins á mótinu en kostnaður er talinn geta orðið allt að 20 milljónir króna ef landsliðið nær langt í keppninni. InnanríkisráðherEmbætti ríkislögreglustjóra verði falið að annast framkvæmd málsins á grundvelli samþykktrar kostnaðaráætlunar í samráði við innanríkisráðuneytið.Vegna mótsins fór fram öryggisráðstefna átakshóps innanríkisráðuneytis Austurríkis þann 12. maí í Vínarborg. Fulltrúar innanríkisráðuneyta, knattspyrnusambanda og lögregluembætta Ungverjalands, Íslands, Portúgal og Austurríkis undirbúa öryggisráðstafanir fyrir riðlakeppnina og sat Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra fundinn fyrir hönd ráðherra, ásamt Vilhjálmi Gíslasyni, fulltrúa ríkislögreglustjóra. Fyrrnefndar þjóðir eru með Íslandi í F-riðli mótsins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi í næsta mánuði að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Lögreglumennirnir verða frönskum lögregluyfirvöldum innan handar, en áætlað er að allt að tuttugu þúsund Íslendingar verði á mótinu í sumar. Frönsk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá öllum þeim þjóðum sem taka þátt í mótinu. Reiknað er með því að á milli 15 til 20 þúsund Íslendingar muni verða í Frakklandi í tengslum við mótið. Flakka á milli borganna þar sem Ísland spilar Innanríkisráðuneytið hefur átt samráð við embætti ríkislögreglustjóra um viðbrögð við erindinu en fulltrúi embættisins tekur þátt í NFIP samstarfi (National Football Information Point) Evrópuríkja sem Ísland á aðild að á grundvelli Evrópusamnings um „ofbeldi og óhlýðilega hegðun áhorfenda á íþróttamótum, einkum á knattspyrnuleikjum.“ Frönsk stjórnvöld hafa óskað eftir lögreglumennirnir starfi í miðstöð alþjóðlegrar lögreglusamvinnu og verði í færanlegri sveit, sem ætlað er að fara á milli borga í Frakklandi, þar sem íslenska landsliðið spilar hverju sinni og vera staðarlögreglu til aðstoðar. Ísland spilar í St. Etienne, Marseille og París 14. , 18. og 22. júní. Umbeðin aðstoð við frönsk yfirvöld mun m.a. felast í því að vera í sambandi við íslensku stuðningsmennina og veita þeim aðstoð, vera þeim innan handar vegna mála sem hugsanlega geta komið upp, s.s. ef rýma þarf leikvang eða gefa fyrirmæli um einhverjar breytingar á áætlun. Íslensku lögreglumennirnir munu fá allar upplýsingar frá fyrstu hendi, geta miðlað þeim áfram til stuðningsmanna eftir atvikum og veitt alla mögulega aðstoð.Kostnaður fer eftir árangri ÍslandsKostnaðaráætlunin ræðst af framgangi landsliðsins á mótinu en kostnaður er talinn geta orðið allt að 20 milljónir króna ef landsliðið nær langt í keppninni. InnanríkisráðherEmbætti ríkislögreglustjóra verði falið að annast framkvæmd málsins á grundvelli samþykktrar kostnaðaráætlunar í samráði við innanríkisráðuneytið.Vegna mótsins fór fram öryggisráðstefna átakshóps innanríkisráðuneytis Austurríkis þann 12. maí í Vínarborg. Fulltrúar innanríkisráðuneyta, knattspyrnusambanda og lögregluembætta Ungverjalands, Íslands, Portúgal og Austurríkis undirbúa öryggisráðstafanir fyrir riðlakeppnina og sat Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra fundinn fyrir hönd ráðherra, ásamt Vilhjálmi Gíslasyni, fulltrúa ríkislögreglustjóra. Fyrrnefndar þjóðir eru með Íslandi í F-riðli mótsins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira