23 bestu valdir fyrir EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2016 06:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson kynntu landsliðshópinn á fjölmennum blaðamannafundi KSÍ í gær. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta eru bestu leikmennirnir fyrir Ísland að þessu sinni,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, eftir að hann og Lars Lagerbäck kynntu íslenska hópinn sem fer til Frakklands á fyrsta stórmót karlalandsliðsins. Ísland er eitt af allra fyrstu löndunum ef ekki það fyrsta til að opinbera sinn hóp en þjálfararnir hafa til 31. maí að breyta honum en þá þarf að skila inn hópnum til UEFA. „Við vildum gera þetta sem fyrst þannig að menn hefðu tíma til að melta þetta. Við höfum ekki farið í gegnum þetta áður,“ sagði Heimir Hallgrímsson en þjálfararnir sögðu á fjölmennum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ að hópurinn hefði legið fyrir að mestu leyti í nokkurn tíma. Þjálfararnir hafa notað 50 leikmenn í vináttuleikjum síðan undankeppni EM lauk og höfðu þeir úr fleiri mönnum að velja en oft áður. „Það voru bara margir sem tóku skrefið og nýttu sín tækifæri. Við töldum þessa vera betri en aðra. Við veljum þá út frá getu og hvað þeir hafa gert með okkur,“ sagði Heimir.Glaðir og svekktir Þeir sem hafa nýtt tækifæri sín, að mati Lars og Heimis, eru greinilega leikmenn eins og Arnór Ingvi Traustason, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon og markvörðurinn Ingvar Jónsson. Enginn af þeim kom við sögu í undankeppni EM en þeir spiluðu ágætlega í þeim vináttuleikjum sem á eftir fylgdu. Aðrir sátu svekktir eftir. Menn sem hafa lengi verið hluti af hópnum fara ekki með en þar ber að nefna stráka á borð við Sölva Geir Ottesen, Rúrik Gíslason, Viðar Örn Kjartansson, Ólaf Inga Skúlason og markvörðinn Gunnleif Gunnleifsson. Sölvi Geir er búinn að vera fastamaður í hópnum um langa hríð en tók skrefið niður í 2. deildina í Kína. Viðar Örn hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu að undanförnu og Rúrik hefur verið meiddur. Meira kom á óvart að sjá ekki Gunnleif og Ólaf Inga í hópnum. „Ingvar fékk svolítið óvænt tækifæri með okkur og nýtti það vel. Sverrir Ingi sömuleiðis. Hann er líka að spila í sterkri deild,“ sagði Heimir aðspurður um „óvæntu“ nöfnin. Rúrik varð fyrir því óláni að meiðast á árinu og hefur lítið spilað fyrir lið sitt Nürnberg í Þýskalandi en Gunnleifur Gunnleifsson lýsti yfir miklum vonbrigðum með að vera ekki valinn í viðtali við Vísi í gær.Svanasöngur Eiðs Smára? Mesta spennan var hvort Eiður Smári Guðjohnsen yrði í hópnum og fór kliður um salinn þegar aðeins átti eftir að tilkynna um einn mann. Það lá við lófataki þegar markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins kom upp á skjáinn sem 23. maður kynntur til leiks. „Eiður hefur sýnt vilja og þrá að komast í hópinn. Hann lítur vel út og er að spila vel í Noregi. Meiðsli hans eru smávægileg,“ sagði Heimir um Eið Smára sem lýkur væntanlega landsliðsferlinum með strákunum okkar í Frakklandi. Lars og Heimir völdu sex manna biðlista sem má sjá hér til hliðar en þessir menn verða að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og klárir í slaginn ef kallið kemur því ýmislegt getur gerst á nokkrum vikum í fótbolta. „Við byggjum árangur okkar á liðsheild. Þannig vinnum við leiki þannig að við þurfum allir að vera saman í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Landsliðsþjálfarinn um þær erfiðu ákvarðanir sem þurfti að taka þegar lokahópur Íslands fyrir EM var valinn. 9. maí 2016 19:45 Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
„Þetta eru bestu leikmennirnir fyrir Ísland að þessu sinni,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, eftir að hann og Lars Lagerbäck kynntu íslenska hópinn sem fer til Frakklands á fyrsta stórmót karlalandsliðsins. Ísland er eitt af allra fyrstu löndunum ef ekki það fyrsta til að opinbera sinn hóp en þjálfararnir hafa til 31. maí að breyta honum en þá þarf að skila inn hópnum til UEFA. „Við vildum gera þetta sem fyrst þannig að menn hefðu tíma til að melta þetta. Við höfum ekki farið í gegnum þetta áður,“ sagði Heimir Hallgrímsson en þjálfararnir sögðu á fjölmennum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ að hópurinn hefði legið fyrir að mestu leyti í nokkurn tíma. Þjálfararnir hafa notað 50 leikmenn í vináttuleikjum síðan undankeppni EM lauk og höfðu þeir úr fleiri mönnum að velja en oft áður. „Það voru bara margir sem tóku skrefið og nýttu sín tækifæri. Við töldum þessa vera betri en aðra. Við veljum þá út frá getu og hvað þeir hafa gert með okkur,“ sagði Heimir.Glaðir og svekktir Þeir sem hafa nýtt tækifæri sín, að mati Lars og Heimis, eru greinilega leikmenn eins og Arnór Ingvi Traustason, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon og markvörðurinn Ingvar Jónsson. Enginn af þeim kom við sögu í undankeppni EM en þeir spiluðu ágætlega í þeim vináttuleikjum sem á eftir fylgdu. Aðrir sátu svekktir eftir. Menn sem hafa lengi verið hluti af hópnum fara ekki með en þar ber að nefna stráka á borð við Sölva Geir Ottesen, Rúrik Gíslason, Viðar Örn Kjartansson, Ólaf Inga Skúlason og markvörðinn Gunnleif Gunnleifsson. Sölvi Geir er búinn að vera fastamaður í hópnum um langa hríð en tók skrefið niður í 2. deildina í Kína. Viðar Örn hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu að undanförnu og Rúrik hefur verið meiddur. Meira kom á óvart að sjá ekki Gunnleif og Ólaf Inga í hópnum. „Ingvar fékk svolítið óvænt tækifæri með okkur og nýtti það vel. Sverrir Ingi sömuleiðis. Hann er líka að spila í sterkri deild,“ sagði Heimir aðspurður um „óvæntu“ nöfnin. Rúrik varð fyrir því óláni að meiðast á árinu og hefur lítið spilað fyrir lið sitt Nürnberg í Þýskalandi en Gunnleifur Gunnleifsson lýsti yfir miklum vonbrigðum með að vera ekki valinn í viðtali við Vísi í gær.Svanasöngur Eiðs Smára? Mesta spennan var hvort Eiður Smári Guðjohnsen yrði í hópnum og fór kliður um salinn þegar aðeins átti eftir að tilkynna um einn mann. Það lá við lófataki þegar markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins kom upp á skjáinn sem 23. maður kynntur til leiks. „Eiður hefur sýnt vilja og þrá að komast í hópinn. Hann lítur vel út og er að spila vel í Noregi. Meiðsli hans eru smávægileg,“ sagði Heimir um Eið Smára sem lýkur væntanlega landsliðsferlinum með strákunum okkar í Frakklandi. Lars og Heimir völdu sex manna biðlista sem má sjá hér til hliðar en þessir menn verða að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og klárir í slaginn ef kallið kemur því ýmislegt getur gerst á nokkrum vikum í fótbolta. „Við byggjum árangur okkar á liðsheild. Þannig vinnum við leiki þannig að við þurfum allir að vera saman í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Landsliðsþjálfarinn um þær erfiðu ákvarðanir sem þurfti að taka þegar lokahópur Íslands fyrir EM var valinn. 9. maí 2016 19:45 Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08
Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37
Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00
Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24
Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Landsliðsþjálfarinn um þær erfiðu ákvarðanir sem þurfti að taka þegar lokahópur Íslands fyrir EM var valinn. 9. maí 2016 19:45