Fótbolti

Ranieri ætti að vinna HM með Ítalíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ranieri er kóngurinn í enska boltanum í ár.
Ranieri er kóngurinn í enska boltanum í ár. vísir/getty
Claudio Ranieri, stjóri Leicester, er uppáhald allra þessa dagana og nú vilja Ítalir fá hann sem landsliðsþjálfara.

Ranieri var í gær valinn þjálfari ársins á Ítalíu fyrir árangur sinn með Leicester. Við það tækifæri lét formaður ítalska knattspyrnusambandsins, Carlo Tavecchio, hafa eftir sér að hann vilji fá Ranieri sem landsliðsþjálfara.

„Ég vona að Ranieri geti unnið HM með Ítalíu. Það væri best,“ sagði Tavecchio.

„Ég er ekki endilega að tala um að hann vinni næsta HM með okkur. Claudio er enn ungur [64 ára] og tíminn vinnur með honum.“

Ítalir eru samt í landsliðsþjálfaraleit enda mun Antonio Conte hætta eftir EM.

„Erum við að hugsa um að ráða hann núna? Hann ætti að hugsa um að koma til okkar. Við erum að skoða marga hluti í þjálfaramálunum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×