Heimir: Er svo tapsár að ég tala aldrei við leikmenn eftir leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 14:25 Heimir Hallgrímsson talar ekki við leikmenn fyrr en daginn eftir leik. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, sat með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, Grím Sæmundssyni, forstjóra Bláa Lónsins, og Ramón Calderón, fyrrverandi forseta Real Madrid, í pallborðsumræðum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag. Umræðuefnið var Davíð gegn Golíat í knattspyrnunni en Árelía Eydís Guðmundsdóttir, doktor við HÍ, sem stýrði umræðunum vildi vita hvernig þessir menn taka tapi og byrjaði á Heimi. "Maður lærir að jafna sig og hugsa um næsta leik en það er ekki gaman að tapa," sagði Heimir. "Lífið snýst um þetta og maður tapar oft. Lífið býður manni samt alltaf tækifæri til að hætta við hluti eða fresta þeim. Ef þú vilt verða sigurvegari þarftu að komast í gegnum svona hluti." Heimir segist fara svo hátt upp eftir sigurleiki og vera svo svekktur þegar hann tapar að hann ræðir ekki við leikmenn fyrr en daginn eftir leik.Heimir með Calderón, Degi, Grím og Árelíu í Hörpu í dag.vísir/anton brinkLítið sem þjálfari getur gert "Vanalega er ég mjög tapsár og ég lærði það fyrir mörgum árum að tala aldrei við leikmenn eftir tapleiki. Sama gildir um sigurleiki. Þá gat ég verið í svo mikilli sigurvímu. Ég sagði kannski við leikmann að hann hefði spilað frábærlega en svo var hann ekki í liðinu í næsta leik. Þá bar hann upp á mig það sem ég sagði eftir síðasta leik," sagði Heimir. "Ég lærði þetta um sjálfan mig frekar snemma þannig ég tala aldrei við leikmenn eftir leik heldur daginn eftir." Landsliðsþjálfarinn segir að það eina sem þjálfari getur í raun gert fyrir leik er að undirbúa liðið eins vel og hann getur. "Það eina sem fær mann mögulega til að líða vel eða betur eftir tapleiki er ef þér finnst þú hafa undirbúið liðið vel. Það er svo lítið sem þjálfarar geta gert þegar leikurinn er farinn af stað. Sérstaklega ef spilað er á stórum völlum þar sem heyrist ekki einu sinni í manni ef maður er að reyna að gera einhverjar breytingar," sagði Heimir. "Ef maður undirbýr sig og liðið vel og maður veit það þá líður manni betur þrátt fyrir að liðið tapi. Ef maður veit að liðið var ekki nógu vel undirbúið þá líður manni illa," sagði Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Dagur Sigurðsson sýndi leikmönnum þýska landsliðsins heimildamyndina um eitt harðasta liðið í sögu NBA-deildarinnar. 11. maí 2016 13:30 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, sat með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, Grím Sæmundssyni, forstjóra Bláa Lónsins, og Ramón Calderón, fyrrverandi forseta Real Madrid, í pallborðsumræðum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag. Umræðuefnið var Davíð gegn Golíat í knattspyrnunni en Árelía Eydís Guðmundsdóttir, doktor við HÍ, sem stýrði umræðunum vildi vita hvernig þessir menn taka tapi og byrjaði á Heimi. "Maður lærir að jafna sig og hugsa um næsta leik en það er ekki gaman að tapa," sagði Heimir. "Lífið snýst um þetta og maður tapar oft. Lífið býður manni samt alltaf tækifæri til að hætta við hluti eða fresta þeim. Ef þú vilt verða sigurvegari þarftu að komast í gegnum svona hluti." Heimir segist fara svo hátt upp eftir sigurleiki og vera svo svekktur þegar hann tapar að hann ræðir ekki við leikmenn fyrr en daginn eftir leik.Heimir með Calderón, Degi, Grím og Árelíu í Hörpu í dag.vísir/anton brinkLítið sem þjálfari getur gert "Vanalega er ég mjög tapsár og ég lærði það fyrir mörgum árum að tala aldrei við leikmenn eftir tapleiki. Sama gildir um sigurleiki. Þá gat ég verið í svo mikilli sigurvímu. Ég sagði kannski við leikmann að hann hefði spilað frábærlega en svo var hann ekki í liðinu í næsta leik. Þá bar hann upp á mig það sem ég sagði eftir síðasta leik," sagði Heimir. "Ég lærði þetta um sjálfan mig frekar snemma þannig ég tala aldrei við leikmenn eftir leik heldur daginn eftir." Landsliðsþjálfarinn segir að það eina sem þjálfari getur í raun gert fyrir leik er að undirbúa liðið eins vel og hann getur. "Það eina sem fær mann mögulega til að líða vel eða betur eftir tapleiki er ef þér finnst þú hafa undirbúið liðið vel. Það er svo lítið sem þjálfarar geta gert þegar leikurinn er farinn af stað. Sérstaklega ef spilað er á stórum völlum þar sem heyrist ekki einu sinni í manni ef maður er að reyna að gera einhverjar breytingar," sagði Heimir. "Ef maður undirbýr sig og liðið vel og maður veit það þá líður manni betur þrátt fyrir að liðið tapi. Ef maður veit að liðið var ekki nógu vel undirbúið þá líður manni illa," sagði Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Dagur Sigurðsson sýndi leikmönnum þýska landsliðsins heimildamyndina um eitt harðasta liðið í sögu NBA-deildarinnar. 11. maí 2016 13:30 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Dagur Sigurðsson sýndi leikmönnum þýska landsliðsins heimildamyndina um eitt harðasta liðið í sögu NBA-deildarinnar. 11. maí 2016 13:30
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45