Viðskipti erlent

Fjögur þúsund á biðlista til að borða naktir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á boðstólum verður vegan matur og kjötréttir.
Á boðstólum verður vegan matur og kjötréttir. Mynd/vísir
Fjögur þúsund manns eru á biðlista til að borða á „pop-up" veitingastað í sumar í Lundúnum þar sem viðskiptavinir eru naktir. „Pop-up" veitingastaðir opna tímabundið á stað og eru orðnir mjög vinsælar í stórborgum, meðal annars Lundúnum. Business Insider greinir frá þessu.

Staðurinn sem nefnist Bunyadi opnar í júní í þrjá mánuði og mun vera skipt í tvo hluta, í öðrum hlutanum geta viðskiptavinir borðað klæddir, en í hinum geta þeir borðað naktir. Þjónar í „nakta" hlutanum munu einnig vera fáklæddir.

Hugmyndin er greinilega vinsæl en fjögur þúsund manns eru á biðlista á heimasíðu veitingastaðarins. Á matseðlinum er bæði vegan og kjötréttir og er hægt að borða hnífapörin. Á veitingastaðnum verður ekkert rafmagn og engir farsímar leyfðir. 

Einn miði á veitingastaðinn kostar 55-65 pund, 11 til 13 þúsund krónur. Innifalið í honum er allur matur og drykkir á staðnum. Viðskiptavinir munu hafa aðgang að skápum til að skilja eftir dótið sitt. Ljósmyndun á staðnum verður stranglega bönnuð.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×