Lífið

Hin danska Petra kunni vel að meta stefnumótin við íslensku strákana

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Petra á klassísku íslensku stefnumóti: í fjárhúsi um það bil að fara að fá sér hákarl.
Petra á klassísku íslensku stefnumóti: í fjárhúsi um það bil að fara að fá sér hákarl. vísir/skjáskot
Hin danska Petra Nagel hafði fengið nóg af stefnumótamenningu í heimalandi sínu og ákvað því að ferðast um heiminn og fara á stefnumót í sex mismunandi löndum, það er í Líbanon, Mexíkó, Serbíu, Brasilíu, Bandaríkjunum og Íslandi. Gerður var sjónvarpsþáttur um stefnumótaævintýri Petru og var „íslenski“ þátturinn sýndur á sjónvarpsstöðinni DR3 í vikunni.

Í þættinum fer Petra á nokkur stefnumót með íslenskum strákum. Með einum þeirra fer hún á hestbak og í Seljavallalaug, með öðrum fer hún á snjósleða og með þeim þriðja fer hún meðal annars í fjárhúsið og smakkar hákarl. Þá spjallar hún við Snjólaugu Lúðvíksdóttur, uppistandara, um íslenska stefnumótamenningu og fer auðvitað á djammið.

Verður ekki annað ráðið af þættinum, sem má sjá í spilaranum hér að neðan, að Petra hafi kunnað vel að meta stefnumótin við íslensku strákana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×