Viðskipti erlent

OPEC-ríkin hittast í Katar til að sporna við verðlækkun á olíu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hluti OPEC-ríkjanna vill koma í veg fyrir offramboð á olíu.
Hluti OPEC-ríkjanna vill koma í veg fyrir offramboð á olíu. vísir/getty
Næstkomandi sunnudag mun hefjast í Doha, höfuðborg Katar, ráðstefna Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, þar sem til umræðu verða möguleg viðbrögð til að sporna við frekari verðlækkun á olíu. Fjallað er um málið af Bloomberg.

Írak er meðal meðlima OPEC en í síðasta mánuði juku fyrirtæki í landinu framleiðslu um hundraðþúsund tunnur á dag og hefur dagleg framleiðsla aldrei verið meiri í landinu. Þá jókst útflutningur landsins á olíu um tæplega fimmtung í sama mánuði.

Heimsmarkaðsverð olíu hefur fallið um rúmlega sextíu prósent síðustu tvö ár. Offramboð á olíu er ein helsta orsök verðbreytinganna en ein tillagna sem liggur fyrir fundinum stefnir að því að dagleg heimsframleiðsla verði á pari við það sem hún var í janúar. Sádi-Arabía, Rússland, Venesúela og Katar standa að baki tillögunni auk Írak.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×