Viðskipti erlent

Olíuverð það hæsta á árinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Olíuverð hefur hækkað undanfarnar vikur.
Olíuverð hefur hækkað undanfarnar vikur. vísir/getty
Hrávöruverð á olíu hefur hækkað það sem af er degi og mælist nú það hæsta á árinu. Framundan er fundur hjá helstu hagsmunaaðilum í olíuiðnaðinum á sunnudaginn. Þar verður meðal annars rædd sú hugmynd að setja framleiðsluþak á olíu.

Brent hráolía hækkaði um 1,4 prósent í morgun og nam 43,53 dollurum. Þetta er veruleg hækkun frá því að hafa verið nálægt og undir þrjátíu dollurum í febrúar. 

West Texas Intermediate hráolía hækkaði um eitt prósent og nam 40,8 dollurum segir í frétt Reuters um málið. 

Olíuverð hefur lækkað verulega á síðastliðnu ári. Hrávöruverð á olíu nam yfir hundrað dollurum árið 2014. 


Tengdar fréttir

Gera samkomulag um framleiðsluþak á olíu

Olíuráðherrar þriggja Opec landa, Sádí arabíu, Katar og Venesúela, auk Rússlands, hafa gert samning um að halda olíuframleiðslu á framleiðslustigi janúarmánðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×