Viðskipti erlent

Hagnaður BlackRock dregst saman um 20%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Höfuðstöðvar BlackRock í New York borg.
Höfuðstöðvar BlackRock í New York borg. Vísir/Getty
Hagnaður fjárfestingafélagsins BlackRock, sem stýrir stærstu eignastýringu heims, dróst saman um tuttugu prósent á fyrsta ársfjórðungi 2016 samanborið við árið áður.

Tilkynnt var um það í dag að tekjur félagsins drógust saman og námu 657 milljónum dollara, 82 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu.

Tekjur félagsins námu 4,25 dollurum á hvern hlut, sem var lægra en spáð var fyrir um. Fyrsti ársfjórðungur fór illa af stað hjá fjárfestingabönkum og félögum.  Eins og Vísir greindi frá dróst hagnaður JP Morgan saman í fyrsta sinn á fimm ársfjórðunga tímabili.



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×