Fótbolti

Sif aftur valin í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Sif Atladóttir fær tækifæri á að leika sinn fyrsta landsleik í tæp tvö ár þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi ytra í undankeppni EM 2017 þann 12. apríl.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn sinn á blaðamannafundi KSÍ í dag.

Nítján af þeim 23 leikmönnum sem fóru til Algarve eru með í hópnum í dag. Þær sem detta út eru Katrín Ómarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Guðrún Arnardóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir.

Rakel Hönnudóttir er ekki heldur með en hún hefur átt við meiðsli að stríða. Þær Guðmunda Brynja Óladóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir eru svo ekki valdar að þessu sinni.

Ísland er með fullt hús stiga í sínum riðli eftir fyrstu þrjá leikina og með markatöluna 12-0.

Landsliðshópur Íslands

Markverðir:

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården

Sandra Sigurðardóttir, Val

Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Varnarmenn:

Anna Björk Kristjánsdóttir, Örebro

Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna

Hallbera Guðný Gísladóttir, Breiðabliki

Elísa Viðarsdóttir, Val

Sif Atladóttir, Kristianstad

Málfríður Erna Sigurðardóttir, Breiðabliki

Miðjumenn:

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki

Sara Björk Gunnarsdóttir, Rosengård

Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki

Sandra María Jessen, Leverkusen

Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stabæk

Elín Metta Jensen, Val

Sóknarmenn:

Margrét Lára Viðarsdóttir, Val

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Fylki

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×