BBC heimsótti Ísland og gerði dramatískt innslag um íslenska kraftaverkið | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/BBC Football Focus Það eru bara rúmir tveir mánuðir í fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi en árangur íslenska fótboltalandsliðsins hefur vakið heimsathygli. BBC er einn af þeim fjölmiðlum sem hafa fjallað ítarlega um íslenska fótboltakraftaverkið en breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Í innslaginu er meðal annars rætt við Geir Þorsteinsson, formanna KSÍ, Keflvíkinginn Jóhann Birni Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, Þorvald Örlygsson, þjálfara Keflavíkur, Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara og Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann. Ísland er fámennasta þjóðin til að taka þátt í Evrópumótinu í fótbolta og innslagið fjallar meðal annars um það hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafi bæði haft betur í baráttunni við ísinn og kuldann sem og í að ná að koma með svona sterkt landsliðs frá svona lítilli þjóð norður í Atlantshafi. Eins og hefur komið fram áður hafa menn þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum og þær fá sitt hrós í innslaginu. Mikilvægi þeirra fer ekki framhjá neinum þegar Jóhann Birnir Guðmundsson og umsjónarmaðurinn Hayley Barber fá sér göngutúr á frosnum Keflavíkurvellinum. Innslagið um Ísland var sýnt í þættinum Football Focus en þar var einnig fjallað um Johan Cruyff og fleira sem er í gangi í fótboltaheiminum. Umfjöllunin um Íslands hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má alveg segja að hún sé svolítið dramatísk allavega til að byrja með. Það er hægt að sjá þáttinn hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Það eru bara rúmir tveir mánuðir í fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi en árangur íslenska fótboltalandsliðsins hefur vakið heimsathygli. BBC er einn af þeim fjölmiðlum sem hafa fjallað ítarlega um íslenska fótboltakraftaverkið en breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Í innslaginu er meðal annars rætt við Geir Þorsteinsson, formanna KSÍ, Keflvíkinginn Jóhann Birni Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, Þorvald Örlygsson, þjálfara Keflavíkur, Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara og Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann. Ísland er fámennasta þjóðin til að taka þátt í Evrópumótinu í fótbolta og innslagið fjallar meðal annars um það hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafi bæði haft betur í baráttunni við ísinn og kuldann sem og í að ná að koma með svona sterkt landsliðs frá svona lítilli þjóð norður í Atlantshafi. Eins og hefur komið fram áður hafa menn þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum og þær fá sitt hrós í innslaginu. Mikilvægi þeirra fer ekki framhjá neinum þegar Jóhann Birnir Guðmundsson og umsjónarmaðurinn Hayley Barber fá sér göngutúr á frosnum Keflavíkurvellinum. Innslagið um Ísland var sýnt í þættinum Football Focus en þar var einnig fjallað um Johan Cruyff og fleira sem er í gangi í fótboltaheiminum. Umfjöllunin um Íslands hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má alveg segja að hún sé svolítið dramatísk allavega til að byrja með. Það er hægt að sjá þáttinn hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira