Íslenski boltinn

„Þróttarar náðu ekki í lið“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. Vísir
Ekkert verður af því að Þór mætir Þrótti í Lengjubikar karla en samkvæmt leikjadagskrá mótsins átti hann að fara fram í gær en var frestað.

En nú má sjá á heimasíðu KSÍ að Þór hefur verið dæmdur sigur í leiknum, 3-0.

„Innan Þórs er almenn óánægja með þessa niðurstöðu. Þórsarar gerðu allt til þess að koma til móts við Þrótt í þessu tilfelli og buðu uppá ýmsar tilfærslur á leikdögum til að þessu leik gæti orðið en allt kom fyrir ekki. Ástæða þess að Þróttur gefur leikinn er sú að Þróttur nái ekki í lið,“ segir í frétt á heimasíðu Þórs.

Þróttur er nýliði í Pepsi-deild karla í sumar en liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í Lengjbikarnum til þess og var því úr leik fyrir leikinn gegn Þór.

Liðið hafði þar að auki ekki unnið annan leik á undirbúningstímabilinu, eins og sjá má hér fyrir neðan.

Leikir Þróttara á undirbúningstímabilinu:

Fótbolti.net mótið  {1 jafntefli, 3 töp: -5 (1-6)}

3-1 tap fyrir ÍA

2-0 tap fyrir KR

0-0 jafntefli við FH

1-0 tap fyrir Víkingi Ó.

Reykjavíkurmótið  {3 töp: -11 (1-12)}

8-1 tap fyrir Fjölni

2-0 tap fyrir Fram

2-0 tap fyrir Val

Lengjubikarinn  {4 töp: -6 (1-7)}

1-0 tap fyrir Leikni R.

2-0 tap fyrir Fjölni

2-1 tap fyrir Leikni F.

2-0 tap fyrir FH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×