Einkennilegt að segjast andvíg breytingum eftir að hafa samþykkt þær sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2016 20:33 "Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem segist nú hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni." vísir/vilhelm Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, furðar sig á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem jafnframt á sæti í nefndinni, þess efnis að lagabreyting sem samþykkt var nýverið á Alþingi hafi verið sniðin að sakborningum í hrunsmálunum. Einkennilegt sé að þingmaðurinn sé nú andvígur þessari breytingu eftir að hafa greitt atkvæði með henni. „Látið var að því liggja, ekkert alltof fínlega, að þetta hefði pólitísk ráðstöfun í einhverju sérstöku greiðaskyni við hvítflibbaglæpamenn. Þau sjónarmið hafa verið endurómuð af ýmsum stjórnarandstæðingum á samfélagsmiðlum í dag,” segir Unnur Brá á Facebook-síðu sinni.Samsæriskenningar þingmannsins Tilefni skrifanna er frétt Stundarinnar í dag þar sem fram kemur að sakborningar í Al-Thani málinu svokallaða losni allir úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag, en þeir hafa afplánað eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi. Ástæða þess að þeir, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, losna úr fangelsi eftir þetta skamman tíma er lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði.Bjarkey segist í samtali við Stundina hafa verið andvíg þessari lagabreytingu, sem Unnur Brá segir ekki rétt. „Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem nú segist hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni,” segir Unnur.Gildir um alla fanga Unnur segist vonast til þess að þessi málflutningur sé byggður á misskilningi. „Hið rétta í málinu er að gerðar voru lagabreytingar um fullnustu refsinga, sem byggja á endurbótum í refsipólitík, sem unnið hefur verið að um langt skeið af stjórnvöldum, fagaðilum og öðrum sem láta sig réttarkerfið, betrunarvist og velferð sakamanna einhverju varða,” segir hún. Breytingarnar hafi upphaflega verið gerðar árið 2011 og hafi aldrei verið pólitískt bitbein. „Það var mat innanríkisráðuneytisins og fangelsismálastofnunar að þetta úrræði hafi gengið svo vel að ástæða væri til þess að rýmka það, enda mjög vel til þess fallið að aðlaga menn að samfélaginu að nýju. Þetta úrræði miðast ekki við ákveðinn fangahóp, einstaklinga eða eitthvað slíkt, það gildir um alla fanga.” Þá segir hún engan ágreining hafa verið um stefnuna eftir að lagabreytingin kom til kasta allsherjarnefndar. „Öðru nær, því í nefndinni var það sjónarmið ofan á að þessar breytingar mættu ganga lengra,” segir Unnur. Færslu Unnar má lesa í heild hér fyrir neðan. Fram kom í frétt Stundarinnar í dag að nafngreindir fangar á Kvíabryggju hefðu verið leystir úr haldi eftir...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 7. apríl 2016 Tengdar fréttir Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, furðar sig á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem jafnframt á sæti í nefndinni, þess efnis að lagabreyting sem samþykkt var nýverið á Alþingi hafi verið sniðin að sakborningum í hrunsmálunum. Einkennilegt sé að þingmaðurinn sé nú andvígur þessari breytingu eftir að hafa greitt atkvæði með henni. „Látið var að því liggja, ekkert alltof fínlega, að þetta hefði pólitísk ráðstöfun í einhverju sérstöku greiðaskyni við hvítflibbaglæpamenn. Þau sjónarmið hafa verið endurómuð af ýmsum stjórnarandstæðingum á samfélagsmiðlum í dag,” segir Unnur Brá á Facebook-síðu sinni.Samsæriskenningar þingmannsins Tilefni skrifanna er frétt Stundarinnar í dag þar sem fram kemur að sakborningar í Al-Thani málinu svokallaða losni allir úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag, en þeir hafa afplánað eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi. Ástæða þess að þeir, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, losna úr fangelsi eftir þetta skamman tíma er lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði.Bjarkey segist í samtali við Stundina hafa verið andvíg þessari lagabreytingu, sem Unnur Brá segir ekki rétt. „Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem nú segist hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni,” segir Unnur.Gildir um alla fanga Unnur segist vonast til þess að þessi málflutningur sé byggður á misskilningi. „Hið rétta í málinu er að gerðar voru lagabreytingar um fullnustu refsinga, sem byggja á endurbótum í refsipólitík, sem unnið hefur verið að um langt skeið af stjórnvöldum, fagaðilum og öðrum sem láta sig réttarkerfið, betrunarvist og velferð sakamanna einhverju varða,” segir hún. Breytingarnar hafi upphaflega verið gerðar árið 2011 og hafi aldrei verið pólitískt bitbein. „Það var mat innanríkisráðuneytisins og fangelsismálastofnunar að þetta úrræði hafi gengið svo vel að ástæða væri til þess að rýmka það, enda mjög vel til þess fallið að aðlaga menn að samfélaginu að nýju. Þetta úrræði miðast ekki við ákveðinn fangahóp, einstaklinga eða eitthvað slíkt, það gildir um alla fanga.” Þá segir hún engan ágreining hafa verið um stefnuna eftir að lagabreytingin kom til kasta allsherjarnefndar. „Öðru nær, því í nefndinni var það sjónarmið ofan á að þessar breytingar mættu ganga lengra,” segir Unnur. Færslu Unnar má lesa í heild hér fyrir neðan. Fram kom í frétt Stundarinnar í dag að nafngreindir fangar á Kvíabryggju hefðu verið leystir úr haldi eftir...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 7. apríl 2016
Tengdar fréttir Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07