Einkennilegt að segjast andvíg breytingum eftir að hafa samþykkt þær sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2016 20:33 "Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem segist nú hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni." vísir/vilhelm Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, furðar sig á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem jafnframt á sæti í nefndinni, þess efnis að lagabreyting sem samþykkt var nýverið á Alþingi hafi verið sniðin að sakborningum í hrunsmálunum. Einkennilegt sé að þingmaðurinn sé nú andvígur þessari breytingu eftir að hafa greitt atkvæði með henni. „Látið var að því liggja, ekkert alltof fínlega, að þetta hefði pólitísk ráðstöfun í einhverju sérstöku greiðaskyni við hvítflibbaglæpamenn. Þau sjónarmið hafa verið endurómuð af ýmsum stjórnarandstæðingum á samfélagsmiðlum í dag,” segir Unnur Brá á Facebook-síðu sinni.Samsæriskenningar þingmannsins Tilefni skrifanna er frétt Stundarinnar í dag þar sem fram kemur að sakborningar í Al-Thani málinu svokallaða losni allir úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag, en þeir hafa afplánað eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi. Ástæða þess að þeir, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, losna úr fangelsi eftir þetta skamman tíma er lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði.Bjarkey segist í samtali við Stundina hafa verið andvíg þessari lagabreytingu, sem Unnur Brá segir ekki rétt. „Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem nú segist hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni,” segir Unnur.Gildir um alla fanga Unnur segist vonast til þess að þessi málflutningur sé byggður á misskilningi. „Hið rétta í málinu er að gerðar voru lagabreytingar um fullnustu refsinga, sem byggja á endurbótum í refsipólitík, sem unnið hefur verið að um langt skeið af stjórnvöldum, fagaðilum og öðrum sem láta sig réttarkerfið, betrunarvist og velferð sakamanna einhverju varða,” segir hún. Breytingarnar hafi upphaflega verið gerðar árið 2011 og hafi aldrei verið pólitískt bitbein. „Það var mat innanríkisráðuneytisins og fangelsismálastofnunar að þetta úrræði hafi gengið svo vel að ástæða væri til þess að rýmka það, enda mjög vel til þess fallið að aðlaga menn að samfélaginu að nýju. Þetta úrræði miðast ekki við ákveðinn fangahóp, einstaklinga eða eitthvað slíkt, það gildir um alla fanga.” Þá segir hún engan ágreining hafa verið um stefnuna eftir að lagabreytingin kom til kasta allsherjarnefndar. „Öðru nær, því í nefndinni var það sjónarmið ofan á að þessar breytingar mættu ganga lengra,” segir Unnur. Færslu Unnar má lesa í heild hér fyrir neðan. Fram kom í frétt Stundarinnar í dag að nafngreindir fangar á Kvíabryggju hefðu verið leystir úr haldi eftir...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 7. apríl 2016 Tengdar fréttir Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, furðar sig á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem jafnframt á sæti í nefndinni, þess efnis að lagabreyting sem samþykkt var nýverið á Alþingi hafi verið sniðin að sakborningum í hrunsmálunum. Einkennilegt sé að þingmaðurinn sé nú andvígur þessari breytingu eftir að hafa greitt atkvæði með henni. „Látið var að því liggja, ekkert alltof fínlega, að þetta hefði pólitísk ráðstöfun í einhverju sérstöku greiðaskyni við hvítflibbaglæpamenn. Þau sjónarmið hafa verið endurómuð af ýmsum stjórnarandstæðingum á samfélagsmiðlum í dag,” segir Unnur Brá á Facebook-síðu sinni.Samsæriskenningar þingmannsins Tilefni skrifanna er frétt Stundarinnar í dag þar sem fram kemur að sakborningar í Al-Thani málinu svokallaða losni allir úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag, en þeir hafa afplánað eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi. Ástæða þess að þeir, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, losna úr fangelsi eftir þetta skamman tíma er lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði.Bjarkey segist í samtali við Stundina hafa verið andvíg þessari lagabreytingu, sem Unnur Brá segir ekki rétt. „Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem nú segist hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni,” segir Unnur.Gildir um alla fanga Unnur segist vonast til þess að þessi málflutningur sé byggður á misskilningi. „Hið rétta í málinu er að gerðar voru lagabreytingar um fullnustu refsinga, sem byggja á endurbótum í refsipólitík, sem unnið hefur verið að um langt skeið af stjórnvöldum, fagaðilum og öðrum sem láta sig réttarkerfið, betrunarvist og velferð sakamanna einhverju varða,” segir hún. Breytingarnar hafi upphaflega verið gerðar árið 2011 og hafi aldrei verið pólitískt bitbein. „Það var mat innanríkisráðuneytisins og fangelsismálastofnunar að þetta úrræði hafi gengið svo vel að ástæða væri til þess að rýmka það, enda mjög vel til þess fallið að aðlaga menn að samfélaginu að nýju. Þetta úrræði miðast ekki við ákveðinn fangahóp, einstaklinga eða eitthvað slíkt, það gildir um alla fanga.” Þá segir hún engan ágreining hafa verið um stefnuna eftir að lagabreytingin kom til kasta allsherjarnefndar. „Öðru nær, því í nefndinni var það sjónarmið ofan á að þessar breytingar mættu ganga lengra,” segir Unnur. Færslu Unnar má lesa í heild hér fyrir neðan. Fram kom í frétt Stundarinnar í dag að nafngreindir fangar á Kvíabryggju hefðu verið leystir úr haldi eftir...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 7. apríl 2016
Tengdar fréttir Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07