Le Tissier: Rooney á ekki að byrja á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2016 10:45 Rooney er markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins með 51 mark. vísir/getty Southampton-goðsögnin Matt Le Tissier segir að Wayne Rooney eigi ekki að vera í byrjunarliði enska landsliðsins á EM í Frakklandi í sumar. Rooney er á sjúkralistanum þessa stundina vegna hnémeiðsla og missir af þeim sökum af vináttulandsleikjum Englands gegn heimsmeisturum Þjóðverja og Hollendingum. Le Tissier segir að eins og staðan er í dag myndi hann ekki velja Rooney í byrjunarlið Englands. „Ekki á þessari stundu,“ sagði Le Tissier. „Þú verður að taka það með inn í reikninginn að hann hefur verið meiddur og vanalega er hann ekki sá fljótasti að komast í sitt besta form eftir meiðsli.“ Þrátt fyrir meiðslin og misjafna frammistöðu á tímabilinu telur Le Tissier líklegt að landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson velji Rooney í liðið. „Roy Hodgson er mjög trúr sínum leikmönnum og Rooney er fyrirliðinn hans. Ég myndi sennilega ekki spila honum en ef hann er heill lætur Roy hann byrja. „Ég myndi hafa Rooney í hópnum en ekki í byrjunarliðinu,“ sagði Le Tissier sem lék átta landsleiki fyrir England á árunum 1994-97. Le Tissier segir að England sé vel sett með framherja og er spenntur að sjá Harry Kane og Dele Alli spila saman með landsliðinu. „Við erum með nokkra hæfileikaríka framherja sem hafa spilað vel á þessu tímabili. Framlínan er sterkasti hluti liðsins sem hefur ekki verið raunin undanfarin ár. „Það væri gaman að sjá okkur reyna að vinna í stað þess að hugsa um að tapa ekki. Kane og Alli ná frábærlega saman og Roy horfir líklega til þess,“ sagði Le Tissier sem er næstmarkahæsti leikmaður í sögu Southampton á eftir Mick Channon. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Southampton-goðsögnin Matt Le Tissier segir að Wayne Rooney eigi ekki að vera í byrjunarliði enska landsliðsins á EM í Frakklandi í sumar. Rooney er á sjúkralistanum þessa stundina vegna hnémeiðsla og missir af þeim sökum af vináttulandsleikjum Englands gegn heimsmeisturum Þjóðverja og Hollendingum. Le Tissier segir að eins og staðan er í dag myndi hann ekki velja Rooney í byrjunarlið Englands. „Ekki á þessari stundu,“ sagði Le Tissier. „Þú verður að taka það með inn í reikninginn að hann hefur verið meiddur og vanalega er hann ekki sá fljótasti að komast í sitt besta form eftir meiðsli.“ Þrátt fyrir meiðslin og misjafna frammistöðu á tímabilinu telur Le Tissier líklegt að landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson velji Rooney í liðið. „Roy Hodgson er mjög trúr sínum leikmönnum og Rooney er fyrirliðinn hans. Ég myndi sennilega ekki spila honum en ef hann er heill lætur Roy hann byrja. „Ég myndi hafa Rooney í hópnum en ekki í byrjunarliðinu,“ sagði Le Tissier sem lék átta landsleiki fyrir England á árunum 1994-97. Le Tissier segir að England sé vel sett með framherja og er spenntur að sjá Harry Kane og Dele Alli spila saman með landsliðinu. „Við erum með nokkra hæfileikaríka framherja sem hafa spilað vel á þessu tímabili. Framlínan er sterkasti hluti liðsins sem hefur ekki verið raunin undanfarin ár. „Það væri gaman að sjá okkur reyna að vinna í stað þess að hugsa um að tapa ekki. Kane og Alli ná frábærlega saman og Roy horfir líklega til þess,“ sagði Le Tissier sem er næstmarkahæsti leikmaður í sögu Southampton á eftir Mick Channon.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira