Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2016 20:45 Vísir/getty Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi sem fram fer í sumar. Íslenska liðið leit einfaldlega illa út í leiknum og þurfa þeir Heimir og Lars núna að finna svör fyrir EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn af þó nokkrum krafti og náði leikmenn liðsins upp ágætis spili sín á milli. Danir unnu sig aftur á móti hægt og bítandi í takt við leikinn og þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu þeir betri og betri tökum á leiknum. Eftir um tuttugu og fimm mínútna leik þurfti Ögmundur Kristinsson að hafa sig allan við þegar Christian Eriksen náði fínu skoti á markið beint úr aukaspyrnu og Ögmundur varði boltann alveg út við stöng. Gylfi Sigurðsson náði nokkrum ágætum skotum á mark Dani í hálfleiknum en Kasper Schmeichel var alltaf á réttum stað og sá við Gylfa. Staðan var því því markalaus eftir fyrstu 45 mínútur leiksins en Danir sterkari og með ágæt tök á leiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur Íslendinga en hann var aðeins fimm mínútna gamall þegar Nicolai Jørgensen skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning frá Yussuf Yurary Poulsen sem lék illa á Kára Árnason í vörn Íslands. Slæm byrjun á síðari hálfleiknum og hún átti aðeins eftir að verða verri en Jørgensen var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar Christian Eriksen galopnaði vörn okkar Íslendinga, renndi boltanum á framherjann sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í autt netið. Í síðari hálfleiknum gekk lítið upp hjá íslenska liðinu. Samspil leikmanna var ekki nægilega gott og má segja að liðið hafi einfaldlega brotnað við þessi tvö mörk sem það fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks. Liðið varðist illa alveg frá fremsta manni til hins aftasta og það er eitthvað sem Lars og Heimir þurfa að skoða vel. Íslenska liðið sýndi fína takta undir lok leiksins sem endaði með nokkuð góðu marki frá Arnóri Ingva Traustasyni. Hann fékk boltann inni í vítateig Dana eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og gjörsamlega þrumaði boltanum í netið. Markið einstaklega glæsilegt og Kasper Schmeichel átti ekki möguleika. Liðið náði ekki að jafna metin og niðurstaðan því tap í Herning. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi sem fram fer í sumar. Íslenska liðið leit einfaldlega illa út í leiknum og þurfa þeir Heimir og Lars núna að finna svör fyrir EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn af þó nokkrum krafti og náði leikmenn liðsins upp ágætis spili sín á milli. Danir unnu sig aftur á móti hægt og bítandi í takt við leikinn og þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu þeir betri og betri tökum á leiknum. Eftir um tuttugu og fimm mínútna leik þurfti Ögmundur Kristinsson að hafa sig allan við þegar Christian Eriksen náði fínu skoti á markið beint úr aukaspyrnu og Ögmundur varði boltann alveg út við stöng. Gylfi Sigurðsson náði nokkrum ágætum skotum á mark Dani í hálfleiknum en Kasper Schmeichel var alltaf á réttum stað og sá við Gylfa. Staðan var því því markalaus eftir fyrstu 45 mínútur leiksins en Danir sterkari og með ágæt tök á leiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur Íslendinga en hann var aðeins fimm mínútna gamall þegar Nicolai Jørgensen skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning frá Yussuf Yurary Poulsen sem lék illa á Kára Árnason í vörn Íslands. Slæm byrjun á síðari hálfleiknum og hún átti aðeins eftir að verða verri en Jørgensen var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar Christian Eriksen galopnaði vörn okkar Íslendinga, renndi boltanum á framherjann sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í autt netið. Í síðari hálfleiknum gekk lítið upp hjá íslenska liðinu. Samspil leikmanna var ekki nægilega gott og má segja að liðið hafi einfaldlega brotnað við þessi tvö mörk sem það fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks. Liðið varðist illa alveg frá fremsta manni til hins aftasta og það er eitthvað sem Lars og Heimir þurfa að skoða vel. Íslenska liðið sýndi fína takta undir lok leiksins sem endaði með nokkuð góðu marki frá Arnóri Ingva Traustasyni. Hann fékk boltann inni í vítateig Dana eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og gjörsamlega þrumaði boltanum í netið. Markið einstaklega glæsilegt og Kasper Schmeichel átti ekki möguleika. Liðið náði ekki að jafna metin og niðurstaðan því tap í Herning.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira