Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2016 07:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í dag, hefur hér betur í baráttu við Christian Eriksen í leik Íslands og Danmerkur árið 2010. Vísir/AFP Íslenska karlalandsliðið mætir Dönum í vináttulandsleik í dag en þetta er fyrsti alvöru landsleikur EM-ársins og líka besta tækifærið í langan tíma til að vinna Dani í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Íslenska A-landsliðið í fótbolta hefur 22 sinnum mætt Dönum hjá og bestu úrslitin hingað til eru ekki til að monta sig af eða þrjú markalaus jafntefli í vináttulandsleikjum á Laugardalsvellinum og eitt 1-1 jafntefli í forkeppni Ólympíuleikanna. Átján sinnum hefur íslenska liðið þurft að sætta sig við tap fyrir gömlu „eigendunum“ og aldrei var niðurlægingin meiri en í 14-2 tapi á Idrætsparken 23. ágúst 1967. Þetta hefur gengið betur síðan þá en ekki mikið betur samt. Danir hafa unnið sex síðustu leiki sína á móti Íslandi en það eru að verða liðin fimm ár frá þeim síðasta. Markatalan í sex leikjum þjóðanna á þessari öld er eins vandræðaleg og þær gerast eða 16-1 Dönum í vil. Eina markið á þessum 540 mínútum skoraði Eyjólfur Sverrisson eftir 10 mínútna leik í fyrsta leik aldarinnar en síðan þá hafa Danir skorað sextán mörk í röð án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Sextán mörk í röð er slæmt í körfunni (stig), skelfilegt í handboltanum en hvað er hægt að segja um slíkar tölur í fótboltanum? Það er hins vegar margt sem gefur Íslendingum ástæðu til að vera bjartsýnir fyrir leikinn í Herning. Jú, þetta er í fyrsta sinn sem við mætum Dönum eftir að Lars Lagerbäck settist í skipstjórasætið og þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ísland er ofar á styrkleikalista FIFA þegar þjóðirnar mætast. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi á meðan Danir sitja heima í sumar og spila ekki næsta mótsleik fyrr en í haust. Þegar Ísland og Danmörk mættust síðast var staðan allt önnur. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum og var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið var í 116. sæti á FIFA-listanum, 89 sætum neðar en Danir og 78 sætum neðar en liðið er í dag. Það eru liðin meira en 69 ár og átta mánuðir síðan að Ísland og Danmörk mættust fyrst á fótboltavellinum sem var á Melavellinum miðvikudaginn 17. júlí 1946. Það hlýtur að vera komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani í fyrsta sinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Dönum í vináttulandsleik í dag en þetta er fyrsti alvöru landsleikur EM-ársins og líka besta tækifærið í langan tíma til að vinna Dani í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Íslenska A-landsliðið í fótbolta hefur 22 sinnum mætt Dönum hjá og bestu úrslitin hingað til eru ekki til að monta sig af eða þrjú markalaus jafntefli í vináttulandsleikjum á Laugardalsvellinum og eitt 1-1 jafntefli í forkeppni Ólympíuleikanna. Átján sinnum hefur íslenska liðið þurft að sætta sig við tap fyrir gömlu „eigendunum“ og aldrei var niðurlægingin meiri en í 14-2 tapi á Idrætsparken 23. ágúst 1967. Þetta hefur gengið betur síðan þá en ekki mikið betur samt. Danir hafa unnið sex síðustu leiki sína á móti Íslandi en það eru að verða liðin fimm ár frá þeim síðasta. Markatalan í sex leikjum þjóðanna á þessari öld er eins vandræðaleg og þær gerast eða 16-1 Dönum í vil. Eina markið á þessum 540 mínútum skoraði Eyjólfur Sverrisson eftir 10 mínútna leik í fyrsta leik aldarinnar en síðan þá hafa Danir skorað sextán mörk í röð án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Sextán mörk í röð er slæmt í körfunni (stig), skelfilegt í handboltanum en hvað er hægt að segja um slíkar tölur í fótboltanum? Það er hins vegar margt sem gefur Íslendingum ástæðu til að vera bjartsýnir fyrir leikinn í Herning. Jú, þetta er í fyrsta sinn sem við mætum Dönum eftir að Lars Lagerbäck settist í skipstjórasætið og þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ísland er ofar á styrkleikalista FIFA þegar þjóðirnar mætast. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi á meðan Danir sitja heima í sumar og spila ekki næsta mótsleik fyrr en í haust. Þegar Ísland og Danmörk mættust síðast var staðan allt önnur. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum og var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið var í 116. sæti á FIFA-listanum, 89 sætum neðar en Danir og 78 sætum neðar en liðið er í dag. Það eru liðin meira en 69 ár og átta mánuðir síðan að Ísland og Danmörk mættust fyrst á fótboltavellinum sem var á Melavellinum miðvikudaginn 17. júlí 1946. Það hlýtur að vera komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani í fyrsta sinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira