Segir auglýsingar ríkisstjórnarinnar augljósa flokkspólitíska ímyndarherferð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Vísir Fullyrðingar forsætisráðherra á þingi í gær um kostnað við auglýsingar ríkisstjórnarinnar eru vafasamar að mati Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svari ráðherra við fyrirspurn Katrínar segir að ríkisstjórnin hafi birt tvær auglýsingar á síðustu þremur árum. Þær hafi kostað rúmar 2,5 milljónir króna. Fyrri auglýsingin hafi verið til að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem skiluðu lækkunum eða niðurfellingu opinberra gjalda. Hin hafi verið til að „vekja athygli almennings á þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi við samþykkt fjárlaga um að verja bæri tekjum sem rynnu í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlaga föllnu bankanna, á grundvelli nauðasamninga þeirra, til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og ná þannig fram lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs.“ Katrín segir vafasamt að fullyrða að seinni auglýsingin hafi varðað almannahagsmuni. „Það er mjög villandi að segja að þeir hafi verið að vekja athygli á einhverri þverpólitískri samstöðu um ráðstöfun fjármagns í fjárlagagerðinni,“ segir hún. Þá sé skrítið að ríkisstjórnin hafi talið sig þurfa að auglýsa fyrir skattfé hvernig hún verji fjármunum þegar hún var í erfiðri stöðu. „Mér finnst þetta vafasöm ráðstöfun á fénu og mér finnst þetta mjög villandi framsetning í svarinu.“ „Auglýsingin var augljóslega ímyndarherferð sem þjónaði flokkspólitískum tilgangi,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Mest greitt til Fréttablaðsins vegna auglýsinga. 9. mars 2016 17:06 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Fullyrðingar forsætisráðherra á þingi í gær um kostnað við auglýsingar ríkisstjórnarinnar eru vafasamar að mati Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svari ráðherra við fyrirspurn Katrínar segir að ríkisstjórnin hafi birt tvær auglýsingar á síðustu þremur árum. Þær hafi kostað rúmar 2,5 milljónir króna. Fyrri auglýsingin hafi verið til að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem skiluðu lækkunum eða niðurfellingu opinberra gjalda. Hin hafi verið til að „vekja athygli almennings á þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi við samþykkt fjárlaga um að verja bæri tekjum sem rynnu í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlaga föllnu bankanna, á grundvelli nauðasamninga þeirra, til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og ná þannig fram lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs.“ Katrín segir vafasamt að fullyrða að seinni auglýsingin hafi varðað almannahagsmuni. „Það er mjög villandi að segja að þeir hafi verið að vekja athygli á einhverri þverpólitískri samstöðu um ráðstöfun fjármagns í fjárlagagerðinni,“ segir hún. Þá sé skrítið að ríkisstjórnin hafi talið sig þurfa að auglýsa fyrir skattfé hvernig hún verji fjármunum þegar hún var í erfiðri stöðu. „Mér finnst þetta vafasöm ráðstöfun á fénu og mér finnst þetta mjög villandi framsetning í svarinu.“ „Auglýsingin var augljóslega ímyndarherferð sem þjónaði flokkspólitískum tilgangi,“ segir Katrín Júlíusdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Mest greitt til Fréttablaðsins vegna auglýsinga. 9. mars 2016 17:06 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Mest greitt til Fréttablaðsins vegna auglýsinga. 9. mars 2016 17:06