Sturla Atlas hellir sér í vatnið Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. mars 2016 16:49 Sturla Aqua er a.m.k. ný fatalína frá Sturlu Atlas. Kannski meira. Vísir/Kjartan Hreinsson Ein af dularfyllri sýningum á Hönnunarmars er Sturla Aqua sem opnaði í fatabúðinni Húrra Reykjavík um kl. 18 í kvöld. Aðalsprautan á bakvið hana er Sigurbjartur Sturla Atlason söngvari hljómsveitarinnar Sturla Atlas. Innan Hönnunarmiðstöðvar hafa verið vangaveltur um hvort poppsöngvarinn og félagar hans ætli sér jafnvel að selja vatn í flöskum? Ef svo, yrði það þá bara kranavatn í nýjum umbúðum eins og var gert á Hótel Adam? „Ekki enn... maður veit samt ekki hvað mun gerast,“ segir Sigurbjartur. „Það er óvíst hvað Sturla Aqua mun þróast út í en við verðum með nýja fatalínu. Á sýningunni verða ljósmyndir sem krystallar þessa hugmynd“. Hann tekur þó ekki fyrir það að hella sér út í vatnsbransann. „Við ætlum að taka púlsins á þessu og leyfa því að verða að því sem það þróast út í. Það hafa margir spurt okkur eftir að þeir heyrðu nafnið hvort við séum að fara hanna vatnsflöskur. Það virðist vera heilmikil eftirspurn eftir því þannig að það er frekar líklegt að við framleiðum einhverjar svoleiðis. Ég veit þó ekki alveg í hvaða formi það verður. Fólk er þyrst, sólgið í vatnið,“ segir Sigurbjartur að lokum. Kjartan Hreinsson tók allar myndirnar á ljósmyndasýningunni en Sigurður Oddson hannar allt útlit fyrir nýju Sturlu Aqua línuna. Sýningin opnaði í kvöld kl. 18 og mun vera opinn yfir helgina. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Snowin'. HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Ein af dularfyllri sýningum á Hönnunarmars er Sturla Aqua sem opnaði í fatabúðinni Húrra Reykjavík um kl. 18 í kvöld. Aðalsprautan á bakvið hana er Sigurbjartur Sturla Atlason söngvari hljómsveitarinnar Sturla Atlas. Innan Hönnunarmiðstöðvar hafa verið vangaveltur um hvort poppsöngvarinn og félagar hans ætli sér jafnvel að selja vatn í flöskum? Ef svo, yrði það þá bara kranavatn í nýjum umbúðum eins og var gert á Hótel Adam? „Ekki enn... maður veit samt ekki hvað mun gerast,“ segir Sigurbjartur. „Það er óvíst hvað Sturla Aqua mun þróast út í en við verðum með nýja fatalínu. Á sýningunni verða ljósmyndir sem krystallar þessa hugmynd“. Hann tekur þó ekki fyrir það að hella sér út í vatnsbransann. „Við ætlum að taka púlsins á þessu og leyfa því að verða að því sem það þróast út í. Það hafa margir spurt okkur eftir að þeir heyrðu nafnið hvort við séum að fara hanna vatnsflöskur. Það virðist vera heilmikil eftirspurn eftir því þannig að það er frekar líklegt að við framleiðum einhverjar svoleiðis. Ég veit þó ekki alveg í hvaða formi það verður. Fólk er þyrst, sólgið í vatnið,“ segir Sigurbjartur að lokum. Kjartan Hreinsson tók allar myndirnar á ljósmyndasýningunni en Sigurður Oddson hannar allt útlit fyrir nýju Sturlu Aqua línuna. Sýningin opnaði í kvöld kl. 18 og mun vera opinn yfir helgina. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Snowin'.
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira