Forysta Samfylkingarinnar verður að fylgja vilja flokksstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2016 12:49 Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki útilokað að hægt verði að breyta stjórnarskránni í anda tillagna stjórnlagaráðs á þessu kjörtímabili og nýta þannig bráðabirgðaákvæði sem Alþingi samþykkti á síðasta kjörtímabili. Flokksstjórn Samfylkingarinnar hafi hins vegar algerlega hafnað tillögum stjórnarskrárnefndar eins eins og þær líta út núna. Flokksstjórn Samfylkingarinnar kom saman á laugardag til að ræða sérstaklega drög að tillögum stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði árið 2013. Árni Páll Árnason formaður flokksins lagði til í upphafi fundar að tillögurnar yrðu samþykktar, en þær fela í sér þrenns konar breytingar á stjórnarskránni varðandi, auðlindir, náttúru landsins og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir flokksstjórnina hins vegar hafa hafnað þessum tillögum. „Það er auðvitað alveg rétt. Hann var búinn að skrifa blaðagrein fyrir fundinn og mæltist til þess aðþessar tillögur yrðu samþykktar, sem sem flokksstjórnin var ekki sammála. En það má telja honum þó til tekna og meta það við formanninn að hann ákvað að sækja sér veganesti til flokksstjórnarinnar um framhald málsins. Nú er ljóst hvert það veganesti er,“ segir Ólína. Flokksstjórnin standi með tillögum stjórnlagaráðs og það sé því verkefni formanns og forystu flokksins að vinna eftir þeirri niðurstöðu í framhaldinu. Þegar stjórnarskrármálin voru komin í óefni undir lok síðasta kjörtímabils vegna málþófs aðallega að hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins var samþykkt tillaga frá Árna Páli um bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrána þess efnis að hægt yrði að gera breytingar á henni á þessu kjörtímabili, án þess að boða þyrfti strax til kosninga, eins og stjórnarskráin gerir annars ráð fyrir.Það er þá búið að klúðra þessu tækifæri sem var í bráðabirgða ákvæðinu?„Ég er ekki alveg viss um það vegna þess að ritari stjórnarskrárnefndar var nú á þessum fundi og lýsti því yfir að það væri enn verið að taka við umsögnum við málið. Það var helst á henni að skilja og ég heyri ekki betur á formanni VG sem líka hefur verið í þessari vinnu og fleirum, að það sé hægt að vinna málið áfram. Við skulum bara vona að það sé hægt. Því það er alveg ljóst núna að tvær flokksstofnanir, Píratar og Samfylkingin, sem ekki geta sem ekki geta fellt sig við þessar tillögur eins og þær hafa verið bornar á borð núna,“ segir Ólína. Hins vegar sé ekki nóg að nálgast tillögur stjórnlagaráðs, það verði að byggja á þeim. „Þannig að það er ekki nóg að snurfusa orðalagið bara eitthvað aðeins til að nálgast og búa til eitthvað annað miðjumoð um þetta. Það þarf að vera raunverulegur vilji og stefna til að fylgja meginsjónarmiðum stjórnlagaráðsins,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki útilokað að hægt verði að breyta stjórnarskránni í anda tillagna stjórnlagaráðs á þessu kjörtímabili og nýta þannig bráðabirgðaákvæði sem Alþingi samþykkti á síðasta kjörtímabili. Flokksstjórn Samfylkingarinnar hafi hins vegar algerlega hafnað tillögum stjórnarskrárnefndar eins eins og þær líta út núna. Flokksstjórn Samfylkingarinnar kom saman á laugardag til að ræða sérstaklega drög að tillögum stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði árið 2013. Árni Páll Árnason formaður flokksins lagði til í upphafi fundar að tillögurnar yrðu samþykktar, en þær fela í sér þrenns konar breytingar á stjórnarskránni varðandi, auðlindir, náttúru landsins og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir flokksstjórnina hins vegar hafa hafnað þessum tillögum. „Það er auðvitað alveg rétt. Hann var búinn að skrifa blaðagrein fyrir fundinn og mæltist til þess aðþessar tillögur yrðu samþykktar, sem sem flokksstjórnin var ekki sammála. En það má telja honum þó til tekna og meta það við formanninn að hann ákvað að sækja sér veganesti til flokksstjórnarinnar um framhald málsins. Nú er ljóst hvert það veganesti er,“ segir Ólína. Flokksstjórnin standi með tillögum stjórnlagaráðs og það sé því verkefni formanns og forystu flokksins að vinna eftir þeirri niðurstöðu í framhaldinu. Þegar stjórnarskrármálin voru komin í óefni undir lok síðasta kjörtímabils vegna málþófs aðallega að hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins var samþykkt tillaga frá Árna Páli um bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrána þess efnis að hægt yrði að gera breytingar á henni á þessu kjörtímabili, án þess að boða þyrfti strax til kosninga, eins og stjórnarskráin gerir annars ráð fyrir.Það er þá búið að klúðra þessu tækifæri sem var í bráðabirgða ákvæðinu?„Ég er ekki alveg viss um það vegna þess að ritari stjórnarskrárnefndar var nú á þessum fundi og lýsti því yfir að það væri enn verið að taka við umsögnum við málið. Það var helst á henni að skilja og ég heyri ekki betur á formanni VG sem líka hefur verið í þessari vinnu og fleirum, að það sé hægt að vinna málið áfram. Við skulum bara vona að það sé hægt. Því það er alveg ljóst núna að tvær flokksstofnanir, Píratar og Samfylkingin, sem ekki geta sem ekki geta fellt sig við þessar tillögur eins og þær hafa verið bornar á borð núna,“ segir Ólína. Hins vegar sé ekki nóg að nálgast tillögur stjórnlagaráðs, það verði að byggja á þeim. „Þannig að það er ekki nóg að snurfusa orðalagið bara eitthvað aðeins til að nálgast og búa til eitthvað annað miðjumoð um þetta. Það þarf að vera raunverulegur vilji og stefna til að fylgja meginsjónarmiðum stjórnlagaráðsins,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira