Viðskipti erlent

Barclays tapaði rúmum 70 milljörðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Barclays banka verður skipt upp í tvo hluta fyrir árið 2019.
Barclays banka verður skipt upp í tvo hluta fyrir árið 2019. Vísir/Getty
Barclays banki tapaði 394 milljónum punda, jafnvirði 70,7 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Tapaði má að stærstu leyti rekja til lögfræðikostnaðar og sekta sem námu 4,3 milljörðum punda, eða 770 milljörðum króna.

Barclays ætlar að selja bankastarfsemi sína í Afríku og verður fyrirtækinu skipt upp í tvo hluta, Barclays UK og Barclays Corporate and International, fyrir árið 2019. Annar hlutinn mun snúast um bankastarfsemina í Bretlandi og hinn um alþjóðabankastarfsemi og fjárfestingar.

Barclays er með 12 milljón viðskiptavina í tólf Afríkulöndum.


Tengdar fréttir

Sektaðir um 20 milljarða

Bankarnir Barclays og Credit Suisse hafa verið sektaðir um 108 milljónir punda, jafnvirði 20 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×