Hannes Þór um búningana: Svara eins og pólitíkus Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2016 11:43 Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, steig varlega til jarðar þegar hann var í viðtali í Brennslunni á FM 957 í morgun um nýju landsliðsbúningana sem voru afhjúpaðir í gær. „Maður hefur beðið aðeins eftir þessu, ég neita því ekki. Maður heyrði af því að menn í hópnum voru með puttana í þessu og spennandi að sjá niðurstöðuna,“ sagði Hannes sem taldi að Emil Hallfreðsson og Kári Árnason hefðu tekið þátt í hönnunarferlinu.Sjá einnig: Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Hann segist vera þokkalega ánægður með útlit búninganna. „Já, er þetta ekki fínasti búningur? Annars veit ég ekki hvernig ég á að svara þessu. Þetta er svo heitt umræðuefni að maður verður að svara eins og pólitíkus,“ sagði markvörðurinn í léttum dúr. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson var einn þeirra leikmanna sem klæddust búningnum á kynningu KSÍ í gær og hann var í rauðri treyju og rauðum stuttbuxum.Sjá einnig: Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot „Við vorum reyndar spurðir hvaða liti við vildum, við markverðirnir. Það var enginn sammála en ég setti hvítan í fyrsta sæti. Ég verð með hvíta hanska og væri flott að hafa það í stíl. Ég er mjög mikið fyrir hvíta markmannsbúninga - það dregur aðeins fram tanið.“Ekki í vafa um að ég verði klár í sumar Hannes fór úr axlarlið í haust, rétt áður en Ísland mætti Tyrklandi ytra í lokaleik sínum í undankeppni EM. Hann er nú á góðum batavegi og vonast til að geta spilað fljótlega. „Þetta er búið að ganga eins vel og hægt var að vonast eftir. Það var talað um að batinn tæki 4-6 mánuði eftir aðgerð. Nú eru liðnir fjórir og hálfur mánuður og ég er byrjaður að gera allt. Það er eins gott maður gat leyft sér að vonast eftir.“Sjá einnig: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér „Að öllu óbreytti verð ég í engum vafa um að ég verði klár í sumar. Það er líka ekkert langt í að ég verði leikfær. Ég er ekki orðinn 100 prósent en nógu góður til að æfa á fullu. Svo fyllir maður upp í síðustu prósentin smá saman.“ Viðtalið má heyra allt í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan könnun þar sem lesendur Vísis geta látið í ljós skoðun sína á búningnum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, steig varlega til jarðar þegar hann var í viðtali í Brennslunni á FM 957 í morgun um nýju landsliðsbúningana sem voru afhjúpaðir í gær. „Maður hefur beðið aðeins eftir þessu, ég neita því ekki. Maður heyrði af því að menn í hópnum voru með puttana í þessu og spennandi að sjá niðurstöðuna,“ sagði Hannes sem taldi að Emil Hallfreðsson og Kári Árnason hefðu tekið þátt í hönnunarferlinu.Sjá einnig: Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Hann segist vera þokkalega ánægður með útlit búninganna. „Já, er þetta ekki fínasti búningur? Annars veit ég ekki hvernig ég á að svara þessu. Þetta er svo heitt umræðuefni að maður verður að svara eins og pólitíkus,“ sagði markvörðurinn í léttum dúr. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson var einn þeirra leikmanna sem klæddust búningnum á kynningu KSÍ í gær og hann var í rauðri treyju og rauðum stuttbuxum.Sjá einnig: Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot „Við vorum reyndar spurðir hvaða liti við vildum, við markverðirnir. Það var enginn sammála en ég setti hvítan í fyrsta sæti. Ég verð með hvíta hanska og væri flott að hafa það í stíl. Ég er mjög mikið fyrir hvíta markmannsbúninga - það dregur aðeins fram tanið.“Ekki í vafa um að ég verði klár í sumar Hannes fór úr axlarlið í haust, rétt áður en Ísland mætti Tyrklandi ytra í lokaleik sínum í undankeppni EM. Hann er nú á góðum batavegi og vonast til að geta spilað fljótlega. „Þetta er búið að ganga eins vel og hægt var að vonast eftir. Það var talað um að batinn tæki 4-6 mánuði eftir aðgerð. Nú eru liðnir fjórir og hálfur mánuður og ég er byrjaður að gera allt. Það er eins gott maður gat leyft sér að vonast eftir.“Sjá einnig: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér „Að öllu óbreytti verð ég í engum vafa um að ég verði klár í sumar. Það er líka ekkert langt í að ég verði leikfær. Ég er ekki orðinn 100 prósent en nógu góður til að æfa á fullu. Svo fyllir maður upp í síðustu prósentin smá saman.“ Viðtalið má heyra allt í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan könnun þar sem lesendur Vísis geta látið í ljós skoðun sína á búningnum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47
Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30
Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00
KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53