Varað við stormi, úrkomu og vatnavöxtum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2016 16:26 Varað er við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu um landið vestanvert í nótt, en austan til á morgun. Vísir/GVA Veðurstofa Íslands varar við úrkomu og vatnavöxtum í tilkynningu sem hún hefur sent frá sér en spáð er talsverðri rigningu um landið sunnan-og vestanvert seint í dag og fram yfir hádegi á morgun. Búast má við að mesta úrkoman verði í kringum fjöll og jökla á þessum svæðum og gæti sólarhringsúrkoma farið vel yfir 50 millimetra. Sérstaklega er varað við vexti í ám á Snæfellsnesi, á Hvítársvæðinu (bæði vestur og suður af Langjökli), kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul. Þá er fólk beðið um að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og sérstaklega ef fara þarf yfir ár, þar sem vöð geta orðið varhugaverð. Þá er á vef Veðurstofunnar varað við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu um landið vestanvert í nótt, en austan til á morgun. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi sé reiknað með hviðum á bilinum 30 til 40 metrar á sekúndu frá því undir miðnætti í kvöld og fram undir kl. 09 í fyrramálið. Um helgina er síðan útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með vætusömu og mildu veðri en líkur eru á að á sunnudaginn verði fyrsta asahláka ársins með miklum hlýindum. Því má gera ráð fyrir vatnavöxtum um mest allt land og að afrennsli gæti orðið mjög mikið. Við slíkar aðstæður gæti skriðuhætta aukist. Veður Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Veðurstofa Íslands varar við úrkomu og vatnavöxtum í tilkynningu sem hún hefur sent frá sér en spáð er talsverðri rigningu um landið sunnan-og vestanvert seint í dag og fram yfir hádegi á morgun. Búast má við að mesta úrkoman verði í kringum fjöll og jökla á þessum svæðum og gæti sólarhringsúrkoma farið vel yfir 50 millimetra. Sérstaklega er varað við vexti í ám á Snæfellsnesi, á Hvítársvæðinu (bæði vestur og suður af Langjökli), kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul. Þá er fólk beðið um að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og sérstaklega ef fara þarf yfir ár, þar sem vöð geta orðið varhugaverð. Þá er á vef Veðurstofunnar varað við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu um landið vestanvert í nótt, en austan til á morgun. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi sé reiknað með hviðum á bilinum 30 til 40 metrar á sekúndu frá því undir miðnætti í kvöld og fram undir kl. 09 í fyrramálið. Um helgina er síðan útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með vætusömu og mildu veðri en líkur eru á að á sunnudaginn verði fyrsta asahláka ársins með miklum hlýindum. Því má gera ráð fyrir vatnavöxtum um mest allt land og að afrennsli gæti orðið mjög mikið. Við slíkar aðstæður gæti skriðuhætta aukist.
Veður Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira