Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2016 17:07 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal er laus úr varðhaldi en sætir farbanni til 1. apríl næstkomandi. Hæstiréttur sneri í dag við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því fyrir helgi, þar sem kveðið var á um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir manninum. Maðurinn var handtekinn þann 18. febrúar í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International sem var undirverktaki fataframleiðandans Icewear. Maðurinn og konurnar tvær, sem eru systur, eru öll frá Sri Lanka. Að því er segir í úrskurði héraðsdóms hefur rannsókn lögreglu leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar framleiðsluvörur frá starfsstöð Vonta inn á heimili sitt í þeim tilgangi að láta konurnar tvær vinna þar ákveðna verkþætti í framleiðslunni auk heimilisstarfa. Leynd virðist hafa hvílt yfir þessari starfsemi á heimili mannsins. Konurnar tvær fengu aldrei launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna. Maðurinn segist þó í tvígang hafa sent peninga til móður þeirra tveggja og fjölskyldu. Hann neitar sök í málinu og segir konurnar tvær gesti hér á landi sem hafi af og til hjálpað til. Sá framburður er í úrskurðinum sagður í engu samræmi við aðra framburði og rannsóknargögn í málinu. Rannsóknargögn lögreglu eru jafnframt sögð benda til þess að brot mannsins séu þaulskipulögð, varði umtalsverða fjárhagslega hagsmuni og hafi staðið yfir í nokkurn tíma. Mansal í Vík Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir lítið samfélag Sveitarstjórnarmaður í Vík segir mansalsmálið í Vík reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. 19. febrúar 2016 20:00 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. 9. mars 2016 14:59 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal er laus úr varðhaldi en sætir farbanni til 1. apríl næstkomandi. Hæstiréttur sneri í dag við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því fyrir helgi, þar sem kveðið var á um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir manninum. Maðurinn var handtekinn þann 18. febrúar í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International sem var undirverktaki fataframleiðandans Icewear. Maðurinn og konurnar tvær, sem eru systur, eru öll frá Sri Lanka. Að því er segir í úrskurði héraðsdóms hefur rannsókn lögreglu leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar framleiðsluvörur frá starfsstöð Vonta inn á heimili sitt í þeim tilgangi að láta konurnar tvær vinna þar ákveðna verkþætti í framleiðslunni auk heimilisstarfa. Leynd virðist hafa hvílt yfir þessari starfsemi á heimili mannsins. Konurnar tvær fengu aldrei launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna. Maðurinn segist þó í tvígang hafa sent peninga til móður þeirra tveggja og fjölskyldu. Hann neitar sök í málinu og segir konurnar tvær gesti hér á landi sem hafi af og til hjálpað til. Sá framburður er í úrskurðinum sagður í engu samræmi við aðra framburði og rannsóknargögn í málinu. Rannsóknargögn lögreglu eru jafnframt sögð benda til þess að brot mannsins séu þaulskipulögð, varði umtalsverða fjárhagslega hagsmuni og hafi staðið yfir í nokkurn tíma.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir lítið samfélag Sveitarstjórnarmaður í Vík segir mansalsmálið í Vík reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. 19. febrúar 2016 20:00 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. 9. mars 2016 14:59 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Reiðarslag fyrir lítið samfélag Sveitarstjórnarmaður í Vík segir mansalsmálið í Vík reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. 19. febrúar 2016 20:00
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. 9. mars 2016 14:59