Gunnar Bragi fundaði með Bandaríkjamönnum um öryggis-og varnarmál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 17:22 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með þeim Jim Townsend, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Ziff, aðstoðarutanríkisráðherra, um samstarf þjóðanna í öryggis- og varnarmálum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fundurinn sé „hluti af reglubundnu samráði um öryggis- og varnarmál með þátttöku fulltrúa úr forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti, auk utanríkisráðuneytis.“ Á fundinum var meðal annars rætt um breytt öryggisumhverfi í Evrópu og Miðausturlöndum og hvaða áhrif það hefur á Evrópu auk þess sem fjallað var um aukna hættu á hermdar-og hryðjuverkum. Þá voru aukin hernaðarumsvif Rússa í Norður-Atlantshafi einnig rædd. Fulltrúar ríkjanna fjölluðu jafnframt „um aðkomu bandaríska hersins á Íslandi að loftrýmisgæslu, kafbátaleit og þátttöku í æfingum, sem er hluti af vörnum landsins og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins, sem byggir á aðild okkar að bandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Engar viðræður hafa farið fram um fasta viðveru bandaríska hersins á Íslandi og engar óskir lagðar fram þar að lútandi,“ eins og segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Frétt á vef Stars and Stripes, tímariti Bandaríkjahers, sem birtist fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli en þar kom fram að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi sagði í kjölfarið þetta ekki þýða endurkomu Bandaríkjahers til Íslands. Ekki var um annað að ræða en að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að kosta breytingar til að geta notað kafbátaleitarvélar sem hafa haft viðkomu hér á landi undanfarin 2-3 ár. Alþingi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05 Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með þeim Jim Townsend, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Ziff, aðstoðarutanríkisráðherra, um samstarf þjóðanna í öryggis- og varnarmálum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fundurinn sé „hluti af reglubundnu samráði um öryggis- og varnarmál með þátttöku fulltrúa úr forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti, auk utanríkisráðuneytis.“ Á fundinum var meðal annars rætt um breytt öryggisumhverfi í Evrópu og Miðausturlöndum og hvaða áhrif það hefur á Evrópu auk þess sem fjallað var um aukna hættu á hermdar-og hryðjuverkum. Þá voru aukin hernaðarumsvif Rússa í Norður-Atlantshafi einnig rædd. Fulltrúar ríkjanna fjölluðu jafnframt „um aðkomu bandaríska hersins á Íslandi að loftrýmisgæslu, kafbátaleit og þátttöku í æfingum, sem er hluti af vörnum landsins og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins, sem byggir á aðild okkar að bandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Engar viðræður hafa farið fram um fasta viðveru bandaríska hersins á Íslandi og engar óskir lagðar fram þar að lútandi,“ eins og segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Frétt á vef Stars and Stripes, tímariti Bandaríkjahers, sem birtist fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli en þar kom fram að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi sagði í kjölfarið þetta ekki þýða endurkomu Bandaríkjahers til Íslands. Ekki var um annað að ræða en að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að kosta breytingar til að geta notað kafbátaleitarvélar sem hafa haft viðkomu hér á landi undanfarin 2-3 ár.
Alþingi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05 Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00
Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01
Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05
Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56