Þrír þolendur í mansali í Vík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Þolendur mansals í yfirstandandi rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi eru nú þrír. Þriðja konan er einnig frá Srí Lanka. Mynd/Stöð 2 Þrjár konur frá Srí Lanka fá stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Tvær konur fundust við húsleit hjá fyrirtækinu Vonta International á Víkurbraut í aðgerðum lögreglu á fimmtudag og eru nú í skjóli yfirvalda. Þriðja konan sætti einnig illri meðferð eiganda Vonta International ehf. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segist ekki vilja tjá sig um rannsókn málsins á þessu stigi vegna rannsóknarhagsmuna. Hann nýtur aðstoðar mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eigandinn var úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald á föstudag. Konurnar tvær sem lögreglan færði í skjól á fimmtudag saumuðu saman flíkur í herbergi á heimili eiganda fyrirtækisins fyrir Icewear. Fyrirtækið var undirverktaki Icewear allt þar til eigandinn var handtekinn á fimmtudag. Lögregla hafði einnig afskipti af fyrirtækinu í desember en þá störfuðu þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu án leyfa. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Icewear, ítrekar að hann hafi ekki vitað af konunum og meðferð þeirra. Hann segir fyrirtækið hafa skoðað undirverktaka sína hér á landi í kjölfar rannsóknar lögreglu. „Það er bara einn undirverktaki annar á Íslandi, hjón sem starfa fyrir okkur og þar er allt með felldu. Annars vil ég ekki tjá mig um málið og ætla að gefa út yfirlýsingu um það seinna,“ segir Ágúst Þór og segir fyrirtækið vinna að því að þróa verkferla til að fyrirbyggja illa meðferð verktaka á starfsfólki í framtíðinni. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögfræðingur og réttargæslumaður, harðneitaði að ræða málefni kvennanna á nokkurn hátt þegar eftir því var leitað hvort þær nytu þjónustu og aðgæslu stjórnvalda samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnar. Heimildir fréttastofu herma að allar konurnar njóti verndar yfirvalda. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali hefur nú verið endurskoðuð og verður áfram í endurskoðun á árinu. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur alþingismanns um áætlun gegn mansali sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Sérstök áhersla verður nú lögð á baráttu gegn vinnumansali með átaki lögreglu í samvinnu við eftirlitsstofnanir og aðila vinnumarkaðarins. Síðustu tvö ár hafa þrjátíu fræðslufundir verið haldnir á landinu um mansal. Á þeim var farið yfir helstu einkenni hugsanlegra fórnarlamba mansals og möguleg úrræði. Íslensk stjórnvöld voru gagnrýnd í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal sem kom út í júlí á síðasta ári og ekki talin styðja nægilega við löggæslu. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar annað mansalsmál frá árinu 2014 sem henni hefur ekki tekist að sinna vegna verkefnastöðu og mannafla. Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þrjár konur frá Srí Lanka fá stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Tvær konur fundust við húsleit hjá fyrirtækinu Vonta International á Víkurbraut í aðgerðum lögreglu á fimmtudag og eru nú í skjóli yfirvalda. Þriðja konan sætti einnig illri meðferð eiganda Vonta International ehf. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segist ekki vilja tjá sig um rannsókn málsins á þessu stigi vegna rannsóknarhagsmuna. Hann nýtur aðstoðar mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eigandinn var úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald á föstudag. Konurnar tvær sem lögreglan færði í skjól á fimmtudag saumuðu saman flíkur í herbergi á heimili eiganda fyrirtækisins fyrir Icewear. Fyrirtækið var undirverktaki Icewear allt þar til eigandinn var handtekinn á fimmtudag. Lögregla hafði einnig afskipti af fyrirtækinu í desember en þá störfuðu þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu án leyfa. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Icewear, ítrekar að hann hafi ekki vitað af konunum og meðferð þeirra. Hann segir fyrirtækið hafa skoðað undirverktaka sína hér á landi í kjölfar rannsóknar lögreglu. „Það er bara einn undirverktaki annar á Íslandi, hjón sem starfa fyrir okkur og þar er allt með felldu. Annars vil ég ekki tjá mig um málið og ætla að gefa út yfirlýsingu um það seinna,“ segir Ágúst Þór og segir fyrirtækið vinna að því að þróa verkferla til að fyrirbyggja illa meðferð verktaka á starfsfólki í framtíðinni. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögfræðingur og réttargæslumaður, harðneitaði að ræða málefni kvennanna á nokkurn hátt þegar eftir því var leitað hvort þær nytu þjónustu og aðgæslu stjórnvalda samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnar. Heimildir fréttastofu herma að allar konurnar njóti verndar yfirvalda. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali hefur nú verið endurskoðuð og verður áfram í endurskoðun á árinu. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur alþingismanns um áætlun gegn mansali sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Sérstök áhersla verður nú lögð á baráttu gegn vinnumansali með átaki lögreglu í samvinnu við eftirlitsstofnanir og aðila vinnumarkaðarins. Síðustu tvö ár hafa þrjátíu fræðslufundir verið haldnir á landinu um mansal. Á þeim var farið yfir helstu einkenni hugsanlegra fórnarlamba mansals og möguleg úrræði. Íslensk stjórnvöld voru gagnrýnd í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal sem kom út í júlí á síðasta ári og ekki talin styðja nægilega við löggæslu. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar annað mansalsmál frá árinu 2014 sem henni hefur ekki tekist að sinna vegna verkefnastöðu og mannafla.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda