Ríkisstjórnin líka með skúffu: 950 milljónir í handvalin verkefni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. febrúar 2016 11:15 Ríkisstjórn Íslands hefur sett peninga í ýmis verkefni með ráðstöfunarfé sínu sem skaffað er árlega á fjárlögum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Íslands hefur varið 950 milljónum króna frá 2009 í ýmis handvalin verkefni af fjárlagalið sem heitir ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Um er að ræða sambærilegan sjóð og það sem daglega kallast skúffufé ráðherra og koma framlög af þessum lið til viðbótar við ákvarðanir einstakra ráðherra. Tvær ríkisstjórnir hafa setið á tímabilinu sem skoðað var; vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Menningin með mest Mest hefur farið í menningartengd verkefni, eða 232,8 milljónir króna, samkvæmt yfirliti sem tekið var saman af forsætisráðuneytinu að beiðni fréttastofu. Mest fékk Háskólinn vegna útgáfu afmælisrits og viðburða á afmælisári skólans árið 2010. Næst hæstu styrkina vegna menningartengdra hluta voru veittir vegna 100 ára afmælis skátastarfs á Íslandi árið 2012, 20 milljónir, og til að fjármagna útsendingar Ríkisútvarpsins um gervihnött þar til starfræn útsendingu tegur við, einnig 20 milljónir.Innviðaverkefni fyrirferðamikil Ríkisstjórnin setti 190 milljónir króna í verkefni sem tengjast innviðum eða uppbyggingu innanlands. Mest var sett í brýnar framkvæmdir á Þingvöllum, 15 milljónir, og endurnýjun samnings um kolefnisjöfnun bílaflota ríkisins, 14,5 milljónir. Átta 10 milljóna króna styrkir voru veittir í önnur slík verkefni; Gerð sóknaráætlunar fyrir alla landshluta, undirbúning sóknaráætlunar 20/20, átaksverkefni á ýmsum sviðum sem tengjast vinnumarkaðsúrræðum, stofnun atvinnuþróunarfélags á Suðurnesjum, til að mæta áföllnum kostnaði við fælingartilraunir í Kolgrafafirði, könnunarviðræður við Breta um lagningu sæstrengs, formennsku í vinnuhópi Norðurskautsráðsins um vernd lífríkis á Norðurslóðum og til Slysavarnafélagsins Landsbjörg vegna fjölgunar ferðamanna yfir vetrartímann.Hæsta framlagið í öryggismál Til viðbótar varði ríkisstjórnin 145 milljóna vegna ýmissa verkefna á vegum stjórnarráðsins eða tengdum aðilum. Þar á meðal er styrkur vegna útfarar fyrrverandi forsætisráðherra og það sem kallast kostnaður forsætisráðuneytisins vegna ríkisstjórnarinnar á hverju ári. Langhæsta framlagið, bæði í þessum flokki og allra styrkja sem stjórnin veitti, var vegna öryggismála æðstu stjórnar; ríkisstjórnarinnar sjálfrar. 25 milljónir voru veittar árið 2012 og aðrar 20 milljónir árið 2013. Báðar greiðslurnar voru samþykktar í ríkisstjórn árið 2012.Skákíþróttin með tugmilljónir 130 milljónir voru settar í íþróttamál. Mest fór til ÍSÍ vegna ýmissa verkefna eða 45 milljónir. Langhæsti einstaki styrkurinn til íþróttamála er 30 milljóna styrkur til ÍSÍ vegna 100 ára afmælis samtakanna árið 2012. Skák er sú íþrótt sem fær næst hæstu styrkina, eða samtals 33 milljónir. 25 milljónir voru veittar vegna Evrópumóts landsliða í skák sem haldið var á Íslandi síðastliðið haust. Fjórir tveggja milljóna króna styrkir voru veittir til skákverkfna; til dæmis vegna lokahófs Evrópumóts landsliða síðastliðið haust. Hjálparstarf og lögreglan fengu Ríkisstjórnin setti svo 108 milljónir króna í ýmsa styrki og hjálparstarf. Þar á meðal voru fimmtán milljónir sem veittar voru í hjálpar- og uppbyggingarstarf íslenskra félagasamtaka á Haítí og gjafir til Akureyrar og Vestmannaeyja fyrir tíu milljónir hvor í tilefni viðburða í bæjunum. 75 milljónir fóru svo til lögreglunnar; 50 milljónir í viðbótarfjárveitingu og 23 milljónir í rannsóknarteymi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. 37 milljónir hafa farið í markaðsstarf. Fjárfestingasvið Íslandsstofu fékk 25 milljónir til að efla markaðsstarfs gagnvart erlendum fjárfestingum á þessu ári og 12 milljónir voru veittar í markaðsstarf vegna íslenska hestsins.Menntun rekur lestina Ríkisstjórnin setti þá 32 milljónir króna í menntatengd verkefni. Hæsti styrkurinn fór í efling menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi, 15 milljónir. Tíu milljónir fóru í að tryggja áframhaldandi gott framboð á námi á framhaldsskólastigi á Vestfjörðum, 6,5 milljónir í aukaframlag til fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og 600 þúsund í hugmyndaþing um breyttar áherslur í menntamálum, samþættingu menntastefnu og atvinnustefnu og eflingu starfsnáms í íslensku skólakerfi. Alþingi Tengdar fréttir Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. 10. febrúar 2016 09:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur varið 950 milljónum króna frá 2009 í ýmis handvalin verkefni af fjárlagalið sem heitir ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Um er að ræða sambærilegan sjóð og það sem daglega kallast skúffufé ráðherra og koma framlög af þessum lið til viðbótar við ákvarðanir einstakra ráðherra. Tvær ríkisstjórnir hafa setið á tímabilinu sem skoðað var; vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Menningin með mest Mest hefur farið í menningartengd verkefni, eða 232,8 milljónir króna, samkvæmt yfirliti sem tekið var saman af forsætisráðuneytinu að beiðni fréttastofu. Mest fékk Háskólinn vegna útgáfu afmælisrits og viðburða á afmælisári skólans árið 2010. Næst hæstu styrkina vegna menningartengdra hluta voru veittir vegna 100 ára afmælis skátastarfs á Íslandi árið 2012, 20 milljónir, og til að fjármagna útsendingar Ríkisútvarpsins um gervihnött þar til starfræn útsendingu tegur við, einnig 20 milljónir.Innviðaverkefni fyrirferðamikil Ríkisstjórnin setti 190 milljónir króna í verkefni sem tengjast innviðum eða uppbyggingu innanlands. Mest var sett í brýnar framkvæmdir á Þingvöllum, 15 milljónir, og endurnýjun samnings um kolefnisjöfnun bílaflota ríkisins, 14,5 milljónir. Átta 10 milljóna króna styrkir voru veittir í önnur slík verkefni; Gerð sóknaráætlunar fyrir alla landshluta, undirbúning sóknaráætlunar 20/20, átaksverkefni á ýmsum sviðum sem tengjast vinnumarkaðsúrræðum, stofnun atvinnuþróunarfélags á Suðurnesjum, til að mæta áföllnum kostnaði við fælingartilraunir í Kolgrafafirði, könnunarviðræður við Breta um lagningu sæstrengs, formennsku í vinnuhópi Norðurskautsráðsins um vernd lífríkis á Norðurslóðum og til Slysavarnafélagsins Landsbjörg vegna fjölgunar ferðamanna yfir vetrartímann.Hæsta framlagið í öryggismál Til viðbótar varði ríkisstjórnin 145 milljóna vegna ýmissa verkefna á vegum stjórnarráðsins eða tengdum aðilum. Þar á meðal er styrkur vegna útfarar fyrrverandi forsætisráðherra og það sem kallast kostnaður forsætisráðuneytisins vegna ríkisstjórnarinnar á hverju ári. Langhæsta framlagið, bæði í þessum flokki og allra styrkja sem stjórnin veitti, var vegna öryggismála æðstu stjórnar; ríkisstjórnarinnar sjálfrar. 25 milljónir voru veittar árið 2012 og aðrar 20 milljónir árið 2013. Báðar greiðslurnar voru samþykktar í ríkisstjórn árið 2012.Skákíþróttin með tugmilljónir 130 milljónir voru settar í íþróttamál. Mest fór til ÍSÍ vegna ýmissa verkefna eða 45 milljónir. Langhæsti einstaki styrkurinn til íþróttamála er 30 milljóna styrkur til ÍSÍ vegna 100 ára afmælis samtakanna árið 2012. Skák er sú íþrótt sem fær næst hæstu styrkina, eða samtals 33 milljónir. 25 milljónir voru veittar vegna Evrópumóts landsliða í skák sem haldið var á Íslandi síðastliðið haust. Fjórir tveggja milljóna króna styrkir voru veittir til skákverkfna; til dæmis vegna lokahófs Evrópumóts landsliða síðastliðið haust. Hjálparstarf og lögreglan fengu Ríkisstjórnin setti svo 108 milljónir króna í ýmsa styrki og hjálparstarf. Þar á meðal voru fimmtán milljónir sem veittar voru í hjálpar- og uppbyggingarstarf íslenskra félagasamtaka á Haítí og gjafir til Akureyrar og Vestmannaeyja fyrir tíu milljónir hvor í tilefni viðburða í bæjunum. 75 milljónir fóru svo til lögreglunnar; 50 milljónir í viðbótarfjárveitingu og 23 milljónir í rannsóknarteymi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. 37 milljónir hafa farið í markaðsstarf. Fjárfestingasvið Íslandsstofu fékk 25 milljónir til að efla markaðsstarfs gagnvart erlendum fjárfestingum á þessu ári og 12 milljónir voru veittar í markaðsstarf vegna íslenska hestsins.Menntun rekur lestina Ríkisstjórnin setti þá 32 milljónir króna í menntatengd verkefni. Hæsti styrkurinn fór í efling menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi, 15 milljónir. Tíu milljónir fóru í að tryggja áframhaldandi gott framboð á námi á framhaldsskólastigi á Vestfjörðum, 6,5 milljónir í aukaframlag til fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og 600 þúsund í hugmyndaþing um breyttar áherslur í menntamálum, samþættingu menntastefnu og atvinnustefnu og eflingu starfsnáms í íslensku skólakerfi.
Alþingi Tengdar fréttir Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. 10. febrúar 2016 09:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. 10. febrúar 2016 09:30