Fótbolti

Alfreð opnaði markareikninginn í jafntefli | Sjáðu markið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð Finnbogason var ekki lengi að stimpla sig inn í fyrsta leik sínum á heimavelli fyrir Augsburg en hann skoraði eitt marka liðsins í 2-2 jafntefli gegn Borussia Mönchengladbach í dag.

Alfreð gat ekki tekið þátt í leikjum Augsburg í Evrópudeildinni og var hann að leika í fyrsta sinn á heimavelli Augsburg í dag og hann byrjaði í fremstu víglínu.

Raffael kom gestunum í Mönchengladbach yfir á 33. mínútu leiksins og leidi Mönchengladbach í hálfleik en Alfreð var fljótur að svara fyrir það í seinni hálfleik.

Á 50. mínútu kom fyrirgjöf frá Paul Verhaegh beint á Alfreð sem skallaði boltann í fjærhornið. Glæsileg afgreiðsla sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Caiuby kom Augsburg yfir aðeins þremur mínútum síðar en gestirnir voru ekki lengi að svara. Bandaríski landsliðsmaðurinn Fabian Johnson jafnaði metin af stuttu færi tveimur mínútum síðar.

Alfreð var hársbreidd frá því að stela sigrinum fyrir Augsburg á lokamínútu leiksins en skot hans hafnaði í stönginni á 92. mínútu leiksins en skot hans má einnig sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Þurftu liðin því að sætta sig við jafntefli í dag en með jafnteflinu fer Augsburg upp fyrir Darmstadt í 13. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×