Konurnar unnu í kjallaranum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 19. febrúar 2016 10:15 Maðurinn var handtekinn í Vík í Mýrdal í gær. Vísir/Getty „Vitneskjan um þessar konur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vissum ekki af þeim í kjallaranum. Þetta fer að verða eins og í þætti af Ófærð,“ segir Tryggvi Ástþórsson, sveitastjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. „Það er löngu tímabært að uppræta svona brotastarfsemi á Íslandi, það þarf að koma í veg fyrir að svona þrífist. Í desember lék líka grunur á einhverju óeðlilegu. Þá voru hér tveir eða þrír sem voru ekki skráðir starfsmenn hjá honum heldur á ferðamannapassa. Það fólk fór bara með liðsinni lögreglu. Þessi mál eru líklega aðskild.“ Vísir sagði frá því í gær að maður hefði verið handtekinn vegna gruns um mansal á Vík í Mýrdal.Tryggvi Ástþórsson segir atburðarásina minna á sjónvarpsþættina Ófærð.Ísland er að vakna „En þetta er hryggilegt og ömurlegt fyrir okkar samfélag. Og þess vegna mikilvægt að uppræta þetta, við fordæmum þetta fyrir hönd verkalýðsins. Við erum að vakna upp og átta okkur á því að vinnumansal sé staðreynd á Íslandi. Því miður.“ Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna gruns um mansal stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sér um að sauma fyrir Drífa/IceWear og er undirverktaki þess fyrirtækis. Þetta staðfestir Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og við viljum ekki tjá okkur um þetta.“Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear.Fundust í húsi í bænum Fjölmennt lið lögreglu tók þátt í aðgerðum í Vík vegna málsins. Mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins var fengið til aðstoðar og vöktu aðgerðirnar athygli bæjarbúa og vegfarenda. Töldu sumir bæjarbúar að fjöldinn tengdist viðbrögðum lögreglu vegna banaslyss í Reynisfjöru á dögunum. Lögregla hefur staðið vaktina í fjörunni síðan. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn maður sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og að grunur leiki á að tvær konur séu þolendur mansals. Talið er að maðurinn hafi haldið þeim í vinnuþrælkun. Fólkið er allt frá Sri Lanka. Lögreglumenn leituðu þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Konurnar fundust í húsi í bænum eftir leit. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.Uppfært klukkan 12:30 með upplýsingum um þjóðerni fólksins.Uppfært klukkan 14:10 Ranglega var sagt frá því að konurnar hefðu fundist í kjallara húss. Þær fundust í húsi í bænum en saumastofan var í kjallara hússins. Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
„Vitneskjan um þessar konur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vissum ekki af þeim í kjallaranum. Þetta fer að verða eins og í þætti af Ófærð,“ segir Tryggvi Ástþórsson, sveitastjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. „Það er löngu tímabært að uppræta svona brotastarfsemi á Íslandi, það þarf að koma í veg fyrir að svona þrífist. Í desember lék líka grunur á einhverju óeðlilegu. Þá voru hér tveir eða þrír sem voru ekki skráðir starfsmenn hjá honum heldur á ferðamannapassa. Það fólk fór bara með liðsinni lögreglu. Þessi mál eru líklega aðskild.“ Vísir sagði frá því í gær að maður hefði verið handtekinn vegna gruns um mansal á Vík í Mýrdal.Tryggvi Ástþórsson segir atburðarásina minna á sjónvarpsþættina Ófærð.Ísland er að vakna „En þetta er hryggilegt og ömurlegt fyrir okkar samfélag. Og þess vegna mikilvægt að uppræta þetta, við fordæmum þetta fyrir hönd verkalýðsins. Við erum að vakna upp og átta okkur á því að vinnumansal sé staðreynd á Íslandi. Því miður.“ Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna gruns um mansal stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sér um að sauma fyrir Drífa/IceWear og er undirverktaki þess fyrirtækis. Þetta staðfestir Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og við viljum ekki tjá okkur um þetta.“Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear.Fundust í húsi í bænum Fjölmennt lið lögreglu tók þátt í aðgerðum í Vík vegna málsins. Mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins var fengið til aðstoðar og vöktu aðgerðirnar athygli bæjarbúa og vegfarenda. Töldu sumir bæjarbúar að fjöldinn tengdist viðbrögðum lögreglu vegna banaslyss í Reynisfjöru á dögunum. Lögregla hefur staðið vaktina í fjörunni síðan. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn maður sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og að grunur leiki á að tvær konur séu þolendur mansals. Talið er að maðurinn hafi haldið þeim í vinnuþrælkun. Fólkið er allt frá Sri Lanka. Lögreglumenn leituðu þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Konurnar fundust í húsi í bænum eftir leit. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.Uppfært klukkan 12:30 með upplýsingum um þjóðerni fólksins.Uppfært klukkan 14:10 Ranglega var sagt frá því að konurnar hefðu fundist í kjallara húss. Þær fundust í húsi í bænum en saumastofan var í kjallara hússins.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32