Innlent

Vonskuveður í kortunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Snjókoma og skafrenningur verður um landið norðanvert á morgun.
Snjókoma og skafrenningur verður um landið norðanvert á morgun. vísir/auðunn
Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er vakin athygli á vonskuveðri sem framundan er síðdegis á morgun, fimmtudag, en þá er varað við fyrir stormi, fyrst við suðvesturströndina en svo norðvestan til annað kvöld.

Þá mun hlána á láglendi sunnanlands á morgun en áfram snjóa á fjallvegum. Því má búast við að þeir verði illfærir síðdegis á morgun. Um landið norðanvert mun hins vegar ekki hlána og verður þar snjókoma og skafrenningur.

 

Samkvæmt veðurspánni má búast við strekkings austan-og norðaustanátt í dag en mun hægari vindur norðaustanlands. Ofankoma verður víða um landið sunnanvert og stöku él fyrir norðan.

Storminum síðdegis á morgun fylgir svo snjókoma en fer síðan yfir í slyddu og jafnvel rigningu við suðurströndina. Lengst af frost en hlánar sunnantil um tíma annað kvöld.

Á föstudag er áfram spáð hvassri norðaustanátt og ofankomu norðvestan til en annars mun hægari vindur. Um og eftir helgi er svo útlit fyrir fremur kalda norðlæga átt með éljum fyrir norðan, en lengst af þurrt syðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×