Hallmar Sigurðsson fallinn frá Bjarki Ármannsson skrifar 31. janúar 2016 12:00 Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Hallmar Sigurðsson, leikari og leikstjóri, er látinn. Hann var 63 ára. Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Andlátstilkynning fyrir hönd aðstandenda er birt hér fyrir neðan í heild sinni.Hallmar Sigurðsson leikari, leikstjóri og framkvæmdarstjóri lést á Landsspítalanum laugardaginn 30.janúar, 63 ára að aldri. Hallmar fæddist á Húsavík 21. maí 1952, sonur hjónanna Sigurðar Hallmarssonar skólastjóra og Herdísar Birgisdóttur húsmóður.Hallmar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1972, BA prófi í Leikhús- og listfræðum frá Stokkhólmsháskóla árið 1976, leikstjórnarnámi frá Dramatiska Institutet (DI) í Stokkhólmi 1978 og MA gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2008. Að loknu námi á áttunda áratugnum starfaði Hallmar sem leikari, leikstjóri, við leikritun og sem kennari í leiklist í Svíþjóð og á Englandi. Var hann leikstjóri hjá Sænska ríkisleikhúsinu í Örebro, við leikhúsið í Harnesönd og starfaði sem sérfræðingur við leiklistardeild BBC í London. Hallmar var lengi leikstjóri hjá Útvarpsleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Húsavíkur og við Listaháskóla Íslands. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1987 til 1991. Hallmar varð síðar fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Þá leikstýrði hann nokkrum uppfærslum við Þjóðleikhúsið í Ljubljana í Slóveníu. Hann var verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið um sjö ára skeið og umsjónarkennari í Prisma – samstarfsverkefni LHÍ og Háskólans á Bifröst. Þá kom hann að fjölda verkefna í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum sem leikari, leikstjóri, leikmyndahönnuður, þýðandi og sem höfundur efnis.Hallmar vann alla tíð mikið að félagsmálum. Hann var m.a. fulltrúi nemenda í stjórn Dramatiska Instituted, fulltrúi D.I. í Nordiskt scenskoleråd, í stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Þá var hann í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands, í stjórn Sænsk – íslenska félagsins, í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík, í stjórn Leiklistarsambands Íslands og í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi.Síðustu árin var Hallmar framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, starfaði sjálfstætt við menningarráðgjöf og vann að listmálun og skrifum.Eftirlifandi eiginkona Hallmars er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt. Eiga þau eina dóttur Herdísi, og tvö barnabörn; Sigríði Maríu og Hallmar Orra. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Hallmar Sigurðsson, leikari og leikstjóri, er látinn. Hann var 63 ára. Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Andlátstilkynning fyrir hönd aðstandenda er birt hér fyrir neðan í heild sinni.Hallmar Sigurðsson leikari, leikstjóri og framkvæmdarstjóri lést á Landsspítalanum laugardaginn 30.janúar, 63 ára að aldri. Hallmar fæddist á Húsavík 21. maí 1952, sonur hjónanna Sigurðar Hallmarssonar skólastjóra og Herdísar Birgisdóttur húsmóður.Hallmar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1972, BA prófi í Leikhús- og listfræðum frá Stokkhólmsháskóla árið 1976, leikstjórnarnámi frá Dramatiska Institutet (DI) í Stokkhólmi 1978 og MA gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2008. Að loknu námi á áttunda áratugnum starfaði Hallmar sem leikari, leikstjóri, við leikritun og sem kennari í leiklist í Svíþjóð og á Englandi. Var hann leikstjóri hjá Sænska ríkisleikhúsinu í Örebro, við leikhúsið í Harnesönd og starfaði sem sérfræðingur við leiklistardeild BBC í London. Hallmar var lengi leikstjóri hjá Útvarpsleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Húsavíkur og við Listaháskóla Íslands. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1987 til 1991. Hallmar varð síðar fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Þá leikstýrði hann nokkrum uppfærslum við Þjóðleikhúsið í Ljubljana í Slóveníu. Hann var verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið um sjö ára skeið og umsjónarkennari í Prisma – samstarfsverkefni LHÍ og Háskólans á Bifröst. Þá kom hann að fjölda verkefna í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum sem leikari, leikstjóri, leikmyndahönnuður, þýðandi og sem höfundur efnis.Hallmar vann alla tíð mikið að félagsmálum. Hann var m.a. fulltrúi nemenda í stjórn Dramatiska Instituted, fulltrúi D.I. í Nordiskt scenskoleråd, í stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Þá var hann í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands, í stjórn Sænsk – íslenska félagsins, í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík, í stjórn Leiklistarsambands Íslands og í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi.Síðustu árin var Hallmar framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, starfaði sjálfstætt við menningarráðgjöf og vann að listmálun og skrifum.Eftirlifandi eiginkona Hallmars er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt. Eiga þau eina dóttur Herdísi, og tvö barnabörn; Sigríði Maríu og Hallmar Orra.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira