Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. janúar 2016 11:06 Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. Vísir/Anton Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvatti Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, að óska eftir því við bankasýsluna og stjórn Landsbankans að fá frekari skýringar á sölu bankans á hlut í Borgun. Hann sagðist ekki vera í neinum vafa að stjórna bankans væri til í að koma fyrir þingnefnd og ræða málið, eins og hún hafi áður gert.Sjálfstæð stjórn í bankanum Árni Páll spurði ráðherrann út í söluna á Borgun í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun en eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann kallað eftir að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið rannsaki viðskiptin með Borgun. Viðskiptin hafa sætt gagnrýni lengi fyrir söluferlið og verðið sem hluturinn var seldur á.Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör um söluna á Borgun.Vísir/GVABjarni sagðist einfaldlega ekki hafa neitt með stjórn bankans að gera. „Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og í þá stjórn er skipað eftir lögum og bankasýslan fer síðan með hlutabréfið. Einskonar armslengdar sjónarmið ráða för um skipan stjórnarinnar. Þannig að málefni Landsbankans eru í sjálfu sér ekki á nokkurn einasta hátta, nema bara með almennum hætti eins og á við um önnur fjármálafyrirtæki, á borði fjármálaráðherra,“ sagði hann. Ber ekki ábyrgð á traustinu Bjarni sagði það ekki sitt að bera ábyrgð á trausti til Landsbankans. „Það er stjórnenda og stjórnar bankans og eftir atvikum bankasýslunnar sem fer með þessi mál, fjalla um þessi mál og bera á þeim ábyrgð,“ sagði hann og bætti við að hann ætlaði ekki að fara í umræður í þinginu um hvernig staðið var að sölunni á Borgun.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Mér skilst að stjórnendur Landsbankans hafi áður komið fyrir þingnefnd hér og gert grein fyrir málinu. Ég tek eftir því að landsbankinn hefur sömuleiðis í tvígang í gær birt skýringar á heimasíðu sinni og undirstrikar með því að hann ber sjálfur ábyrgð á því að viðhalda trausti gagnvart bankanum,“ sagði Bjarni og vitnaði svo til þess að bankinn telji að virðisauki fyrirtækisins hafi átt sér stað eftir að bankinn seldi Borgun. Þarf skýrar reglur Árni Páll ítrekaði þá afstöðu sína að mikilvægt væri að alvöru rannsókn fari fram á sölunni. „Það skiptir máli að rannsaka þetta vegna þess því fyrir dyrum er frekari sala ríkiseigna,“ sagði hann og vísaði meðal annars til frumvarps Bjarna um að fela eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands að selja ríkiseignir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stjórn félagsins sé ekki ábyrg fyrir ákvörðunum sínum og að einstaka starfsmenn geti selt eignir fyrir allt að milljarð króna. Bjarni furðaði sig á því að Árni Páll teldi ekki að allir væru sammála um hvernig selja eigi ríkiseignir. „Ég veit ekki til þess að uppi sé neinn grundvallarágreiningur um það hvernig eigi að standa að sölu ríkiseigna,“ sagði Bjarni í seinna svari sínu. „Á endanum verða jú einhverjir einstaklingar að taka ákvarðanir. Við getum ekki haft þetta þannig að við höldum þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem á að selja einhverjar eignir.“ Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvatti Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, að óska eftir því við bankasýsluna og stjórn Landsbankans að fá frekari skýringar á sölu bankans á hlut í Borgun. Hann sagðist ekki vera í neinum vafa að stjórna bankans væri til í að koma fyrir þingnefnd og ræða málið, eins og hún hafi áður gert.Sjálfstæð stjórn í bankanum Árni Páll spurði ráðherrann út í söluna á Borgun í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun en eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann kallað eftir að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið rannsaki viðskiptin með Borgun. Viðskiptin hafa sætt gagnrýni lengi fyrir söluferlið og verðið sem hluturinn var seldur á.Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör um söluna á Borgun.Vísir/GVABjarni sagðist einfaldlega ekki hafa neitt með stjórn bankans að gera. „Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og í þá stjórn er skipað eftir lögum og bankasýslan fer síðan með hlutabréfið. Einskonar armslengdar sjónarmið ráða för um skipan stjórnarinnar. Þannig að málefni Landsbankans eru í sjálfu sér ekki á nokkurn einasta hátta, nema bara með almennum hætti eins og á við um önnur fjármálafyrirtæki, á borði fjármálaráðherra,“ sagði hann. Ber ekki ábyrgð á traustinu Bjarni sagði það ekki sitt að bera ábyrgð á trausti til Landsbankans. „Það er stjórnenda og stjórnar bankans og eftir atvikum bankasýslunnar sem fer með þessi mál, fjalla um þessi mál og bera á þeim ábyrgð,“ sagði hann og bætti við að hann ætlaði ekki að fara í umræður í þinginu um hvernig staðið var að sölunni á Borgun.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Mér skilst að stjórnendur Landsbankans hafi áður komið fyrir þingnefnd hér og gert grein fyrir málinu. Ég tek eftir því að landsbankinn hefur sömuleiðis í tvígang í gær birt skýringar á heimasíðu sinni og undirstrikar með því að hann ber sjálfur ábyrgð á því að viðhalda trausti gagnvart bankanum,“ sagði Bjarni og vitnaði svo til þess að bankinn telji að virðisauki fyrirtækisins hafi átt sér stað eftir að bankinn seldi Borgun. Þarf skýrar reglur Árni Páll ítrekaði þá afstöðu sína að mikilvægt væri að alvöru rannsókn fari fram á sölunni. „Það skiptir máli að rannsaka þetta vegna þess því fyrir dyrum er frekari sala ríkiseigna,“ sagði hann og vísaði meðal annars til frumvarps Bjarna um að fela eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands að selja ríkiseignir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stjórn félagsins sé ekki ábyrg fyrir ákvörðunum sínum og að einstaka starfsmenn geti selt eignir fyrir allt að milljarð króna. Bjarni furðaði sig á því að Árni Páll teldi ekki að allir væru sammála um hvernig selja eigi ríkiseignir. „Ég veit ekki til þess að uppi sé neinn grundvallarágreiningur um það hvernig eigi að standa að sölu ríkiseigna,“ sagði Bjarni í seinna svari sínu. „Á endanum verða jú einhverjir einstaklingar að taka ákvarðanir. Við getum ekki haft þetta þannig að við höldum þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem á að selja einhverjar eignir.“
Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira