Fótbolti

Leikskólakrakkar heimsóttu stelpurnar í Kórinn | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
mynd/ksí
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta komu saman í dag fyrir langa æfingahelgi sem lýkur á sunnudaginn.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, kallaði allar bestu fótboltakonur landsins til æfinga og er einnig að taka þær í þolpróf.

Stórt ár er fyrir höndum hjá stelpunum okkar, en þær eiga næst leik gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 12. apríl en á undan því er Algarve-mótið í mars.

Snúðar og snældur af leikskólanum Aðalþingi litu við á æfingu kvennalandsliðsins í dag og fengu að sjá þær bestu sýna listir sínar.

Auðvitað var svo smellt í hópmynd sem Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, tók. Þá mynd sem og tvær aðrar af æfingunni má sjá hér að neðan.

Allur hópurinn í dag.mynd/ksí
Guðbjörg Gunnarsdóttir heldur boltanum frá Hólmfríði Magnúsdóttur og Söndru Sigurðardóttur.mynd/ksí
mynd/ksí



Fleiri fréttir

Sjá meira


×