Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Una Sighvatsdóttir skrifar 26. janúar 2016 19:22 Guðrún Sigmundsdóttir settur sóttvarnalæknir Zikaveirusýkingin er ný farsótt. Veiran uppgötvaðist fyrst í Afríku um miðja síðustu öld en sýkingar af henni hafa verið sjaldgæfar, þar til nú þegar veiran hefur á stuttum tíma greinst í 21 landi Suður- Mið og Norður-Ameríku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í dag við því að hún muni berast víðar um álfurnar, en moskítóflugan sem ber hana þrífst í öllum löndum Ameríku nema Sjíle og Kanada. Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnalæknir, vekur athygli á því að ferðamenn geti borið veiruna með sér hingað til lands. „Við erum ekki með vectorinn [ísl. smitberann] sjálf, sem er þessi moskítófluga. Þannig að þetta verður ekki landlægur sjúkdómur hér á meðan við erum ekki með þann vector. En það er sjálfsagt að vara fólk við, sem er að fara í ferðalög, svo það viti á hverju það þarf að vara sig.“Eitrað fyrir moskítóflugum í Sao Paulo í Brasilíu.Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Varúðarráðstafanir felast fyrst og fremst í því að forðast moskítóbit. Engin bólusetning eða lækning er til, en almennt veldur zikaveirusýking aðeins vægum einkennum, svo sem hita og höfuðverk. Vísbendingar eru þó um alvarlegri afleiðingar sýkist barnshafandi konur. Síðan í október í fyrra hafa hátt í 4000 börn í Brasilíu greinst með sjúkdóm sem kallast microcephaly eða smáheili. Þetta er sjaldgæfur heila- og taugasjúkdómur sem getur haft alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna.Enn á rannsóknarstigi í 49 tilfellum í Brasilíu fæddust börnin andvana eða létust skömmu eftir fæðingu. Barnshafandi konur hafa því verið hvattar til að íhuga að fresta för til landa þar sem veiran hefur greinst þar til eftir fæðingu. Rétt er þó að taka fram að enn hefur ekki endanlega verið sýnt fram á að zikaveiran valdi fóstuskaða. Guðrún segir að unnið sé af kappi að því að safna gögnum. „Þetta er mikið á rannsóknarstigi, en við erum með þessi mögulegu tengsl og það ætti að nægja til að maður hugsi sinn gang og sé ekki að útsetja sig í óþarfa hættu." Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu. 20. janúar 2016 08:11 Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Zikaveirusýkingin er ný farsótt. Veiran uppgötvaðist fyrst í Afríku um miðja síðustu öld en sýkingar af henni hafa verið sjaldgæfar, þar til nú þegar veiran hefur á stuttum tíma greinst í 21 landi Suður- Mið og Norður-Ameríku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í dag við því að hún muni berast víðar um álfurnar, en moskítóflugan sem ber hana þrífst í öllum löndum Ameríku nema Sjíle og Kanada. Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnalæknir, vekur athygli á því að ferðamenn geti borið veiruna með sér hingað til lands. „Við erum ekki með vectorinn [ísl. smitberann] sjálf, sem er þessi moskítófluga. Þannig að þetta verður ekki landlægur sjúkdómur hér á meðan við erum ekki með þann vector. En það er sjálfsagt að vara fólk við, sem er að fara í ferðalög, svo það viti á hverju það þarf að vara sig.“Eitrað fyrir moskítóflugum í Sao Paulo í Brasilíu.Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Varúðarráðstafanir felast fyrst og fremst í því að forðast moskítóbit. Engin bólusetning eða lækning er til, en almennt veldur zikaveirusýking aðeins vægum einkennum, svo sem hita og höfuðverk. Vísbendingar eru þó um alvarlegri afleiðingar sýkist barnshafandi konur. Síðan í október í fyrra hafa hátt í 4000 börn í Brasilíu greinst með sjúkdóm sem kallast microcephaly eða smáheili. Þetta er sjaldgæfur heila- og taugasjúkdómur sem getur haft alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna.Enn á rannsóknarstigi í 49 tilfellum í Brasilíu fæddust börnin andvana eða létust skömmu eftir fæðingu. Barnshafandi konur hafa því verið hvattar til að íhuga að fresta för til landa þar sem veiran hefur greinst þar til eftir fæðingu. Rétt er þó að taka fram að enn hefur ekki endanlega verið sýnt fram á að zikaveiran valdi fóstuskaða. Guðrún segir að unnið sé af kappi að því að safna gögnum. „Þetta er mikið á rannsóknarstigi, en við erum með þessi mögulegu tengsl og það ætti að nægja til að maður hugsi sinn gang og sé ekki að útsetja sig í óþarfa hættu."
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu. 20. janúar 2016 08:11 Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17
Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu. 20. janúar 2016 08:11
Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30