Valbuena: Ekki eins og að þetta hafi verið morð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2016 12:00 Mathieu Valbuena. Vísir/Getty Franski landsliðsframherjinn Mathieu Valbuena segist vel geta hugsað sér að vera samherji Karim Benzema á EM í Frakklandi í sumar. Benzema hefur verið settur í bann frá franska landsliðinu á meðan að hann sætir rannsókn fyrir hans þátt í fjárkúgunarmáli sem kom upp eftir að Mathieu Valbuena var hótað með kynlífsmyndbandi. Á meðan að málið er enn opið er Benzema meinað að hafa nokkur samskipti við Valbuena. Það verður því ómögulegt fyrir þá að vera báðir í landsliðshópi Frakklands á EM nema að málið leysist fyrir mótið í sumar.Sjá einnig: Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið „Við höfum verið að hugsa um EM í tvö ár. Við erum að undirbúa okkur fyrir mótið og ég efast ekki í eina sekúndu um að ég verði með,“ sagði Valbuena við franska fjölmiðla. „Við skulum sjá til. En ég sé engin vandamál við að spila með honum. Það er ekki eins og að þetta hafi verið morð.“Sjá einnig: Benzema fær fullan stuðning Real Madrid „En það er ekkert sem við vitum með vissu. Ég hef rætt við þjálfarann en ég ætla ekki að segja frá því sem við töluðum um. Við ræddum margt og mér leið betur eftir samtalið.“ Benzema hefur óskað eftir fundi með Valbuena en dómari í Frakklandi hafnaði þeirri bón. Benzema hefur játað að hann ræddi fjárkúgunarmálið við Valbuena á sínum tíma fyrir hönd æskuvinar síns en taldi sig ekki vera að gera neitt rangt. EM í Frakklandi hefst 10. júní. Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Franski landsliðsframherjinn Mathieu Valbuena segist vel geta hugsað sér að vera samherji Karim Benzema á EM í Frakklandi í sumar. Benzema hefur verið settur í bann frá franska landsliðinu á meðan að hann sætir rannsókn fyrir hans þátt í fjárkúgunarmáli sem kom upp eftir að Mathieu Valbuena var hótað með kynlífsmyndbandi. Á meðan að málið er enn opið er Benzema meinað að hafa nokkur samskipti við Valbuena. Það verður því ómögulegt fyrir þá að vera báðir í landsliðshópi Frakklands á EM nema að málið leysist fyrir mótið í sumar.Sjá einnig: Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið „Við höfum verið að hugsa um EM í tvö ár. Við erum að undirbúa okkur fyrir mótið og ég efast ekki í eina sekúndu um að ég verði með,“ sagði Valbuena við franska fjölmiðla. „Við skulum sjá til. En ég sé engin vandamál við að spila með honum. Það er ekki eins og að þetta hafi verið morð.“Sjá einnig: Benzema fær fullan stuðning Real Madrid „En það er ekkert sem við vitum með vissu. Ég hef rætt við þjálfarann en ég ætla ekki að segja frá því sem við töluðum um. Við ræddum margt og mér leið betur eftir samtalið.“ Benzema hefur óskað eftir fundi með Valbuena en dómari í Frakklandi hafnaði þeirri bón. Benzema hefur játað að hann ræddi fjárkúgunarmálið við Valbuena á sínum tíma fyrir hönd æskuvinar síns en taldi sig ekki vera að gera neitt rangt. EM í Frakklandi hefst 10. júní.
Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira