Segir lífi sonar síns borgið nú þegar þau séu komin til landsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. janúar 2016 18:40 Hún var hjartnæm stundin þegar albönsku fjölskyldurnar tvær lentu hér á landi síðdegis. vísir/ernir Albönsku fjölskyldurnar tvær sem nýlega fengu íslenskan ríkisborgararétt segjast afar þakklátar fyrir allan þann stuðning sem þær hafa fengið frá íslensku þjóðinni. Tilfinningin við að koma aftur hingað til lands sé ólýsanleg. „Ég vil þakka allri þjóðinni fyrir. Þetta er bara ólýsanlegt, eins og draumur. Við náum ekki að vakna aftur,“ segir Xhulia Pepaj. Fjölskyldurnar tvær, Pepaj og Phellam, lentu hér á landi nú rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi Pepaj, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm og Arjan Phellam, sem er með hjartagalla. Þeim var vísað úr landi 10. desember síðastliðinn og vakti það nokkra reiði í samfélaginu. Nokkrum dögum síðar veitti Alþingi þeim íslenskan ríkisborgararétt. Kastriot Pepaj, faðir Kevis, tók undir orð eiginkonu sinnar og sagðist afar þakklátur. „Við vonuðumst eftir stuðningi, en þetta kom okkur ótrúlega á óvart. Við bjuggumst ekki við svo miklum stuðning þannig að þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Það sem Hermann gerði fyrir mig er eitthvað sem ég myndi aldrei búast við. Hann bjargaði lífi sonar míns,“ sagði hann og bætti við að Kevi hafi það gott. Phellam-fjölskyldan sagðist jafnframt afar þakklát. Líf þeirra hafi nú breyst til frambúðar. „Þetta er kraftaverk,“ sögðu þau.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir Tengdar fréttir „Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Albönsku fjölskyldurnar tvær sem nýlega fengu íslenskan ríkisborgararétt segjast afar þakklátar fyrir allan þann stuðning sem þær hafa fengið frá íslensku þjóðinni. Tilfinningin við að koma aftur hingað til lands sé ólýsanleg. „Ég vil þakka allri þjóðinni fyrir. Þetta er bara ólýsanlegt, eins og draumur. Við náum ekki að vakna aftur,“ segir Xhulia Pepaj. Fjölskyldurnar tvær, Pepaj og Phellam, lentu hér á landi nú rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi Pepaj, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm og Arjan Phellam, sem er með hjartagalla. Þeim var vísað úr landi 10. desember síðastliðinn og vakti það nokkra reiði í samfélaginu. Nokkrum dögum síðar veitti Alþingi þeim íslenskan ríkisborgararétt. Kastriot Pepaj, faðir Kevis, tók undir orð eiginkonu sinnar og sagðist afar þakklátur. „Við vonuðumst eftir stuðningi, en þetta kom okkur ótrúlega á óvart. Við bjuggumst ekki við svo miklum stuðning þannig að þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Það sem Hermann gerði fyrir mig er eitthvað sem ég myndi aldrei búast við. Hann bjargaði lífi sonar míns,“ sagði hann og bætti við að Kevi hafi það gott. Phellam-fjölskyldan sagðist jafnframt afar þakklát. Líf þeirra hafi nú breyst til frambúðar. „Þetta er kraftaverk,“ sögðu þau.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir
Tengdar fréttir „Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32
Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13