Segir lífi sonar síns borgið nú þegar þau séu komin til landsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. janúar 2016 18:40 Hún var hjartnæm stundin þegar albönsku fjölskyldurnar tvær lentu hér á landi síðdegis. vísir/ernir Albönsku fjölskyldurnar tvær sem nýlega fengu íslenskan ríkisborgararétt segjast afar þakklátar fyrir allan þann stuðning sem þær hafa fengið frá íslensku þjóðinni. Tilfinningin við að koma aftur hingað til lands sé ólýsanleg. „Ég vil þakka allri þjóðinni fyrir. Þetta er bara ólýsanlegt, eins og draumur. Við náum ekki að vakna aftur,“ segir Xhulia Pepaj. Fjölskyldurnar tvær, Pepaj og Phellam, lentu hér á landi nú rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi Pepaj, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm og Arjan Phellam, sem er með hjartagalla. Þeim var vísað úr landi 10. desember síðastliðinn og vakti það nokkra reiði í samfélaginu. Nokkrum dögum síðar veitti Alþingi þeim íslenskan ríkisborgararétt. Kastriot Pepaj, faðir Kevis, tók undir orð eiginkonu sinnar og sagðist afar þakklátur. „Við vonuðumst eftir stuðningi, en þetta kom okkur ótrúlega á óvart. Við bjuggumst ekki við svo miklum stuðning þannig að þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Það sem Hermann gerði fyrir mig er eitthvað sem ég myndi aldrei búast við. Hann bjargaði lífi sonar míns,“ sagði hann og bætti við að Kevi hafi það gott. Phellam-fjölskyldan sagðist jafnframt afar þakklát. Líf þeirra hafi nú breyst til frambúðar. „Þetta er kraftaverk,“ sögðu þau.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir Tengdar fréttir „Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Albönsku fjölskyldurnar tvær sem nýlega fengu íslenskan ríkisborgararétt segjast afar þakklátar fyrir allan þann stuðning sem þær hafa fengið frá íslensku þjóðinni. Tilfinningin við að koma aftur hingað til lands sé ólýsanleg. „Ég vil þakka allri þjóðinni fyrir. Þetta er bara ólýsanlegt, eins og draumur. Við náum ekki að vakna aftur,“ segir Xhulia Pepaj. Fjölskyldurnar tvær, Pepaj og Phellam, lentu hér á landi nú rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi Pepaj, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm og Arjan Phellam, sem er með hjartagalla. Þeim var vísað úr landi 10. desember síðastliðinn og vakti það nokkra reiði í samfélaginu. Nokkrum dögum síðar veitti Alþingi þeim íslenskan ríkisborgararétt. Kastriot Pepaj, faðir Kevis, tók undir orð eiginkonu sinnar og sagðist afar þakklátur. „Við vonuðumst eftir stuðningi, en þetta kom okkur ótrúlega á óvart. Við bjuggumst ekki við svo miklum stuðning þannig að þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Það sem Hermann gerði fyrir mig er eitthvað sem ég myndi aldrei búast við. Hann bjargaði lífi sonar míns,“ sagði hann og bætti við að Kevi hafi það gott. Phellam-fjölskyldan sagðist jafnframt afar þakklát. Líf þeirra hafi nú breyst til frambúðar. „Þetta er kraftaverk,“ sögðu þau.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir
Tengdar fréttir „Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
„Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32
Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13