Íslenski boltinn

Fimm dagar eftir af miðasölunni á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Íslands geta fjölmennt til Frakklands í sumar.
Stuðningsmenn Íslands geta fjölmennt til Frakklands í sumar. Vísir/Getty
Aðeins fimm dagar eru eftir af miðasölu á EM fyrir stuðningsmenn liðanna sem keppa á mótinu í sumar.

Þann 18. janúar verður lokað fyrir miðasöluna sem hefur verið opin síðan að dregið var í riðla í síðasta mánuði.

Ísland keppir á EM í fyrsta skipti og stuðningsmenn íslenska liðsins, hvort sem er fólk sem er búsett hér á landi eða Íslendingar sem búa í öðrum löndum, hafa rétt á ákveðnum fjölda miða.

Á blaðamannafundi KSÍ þann 7. janúar kom fram að enn væri nóg eftir af miðum í boði fyrir stuðningsmenn Íslands miðað við framboð og því yfirgnæfandi líkur á því að allir sem sækja um fái miða á leikina.

Sjá einnig: Ísland vær 34 þúsund miða á EM

Það gæti þó vitanlega breyst ef mikil aukning verður í aðsókninni síðustu daga miðasölunnar.

„Óseldir“ miðar af íslensku úthlutuninni verða boðnir stuðningsmönnum hins liðsins í hverju tilfelli fyrir sig.

Allar upplýsingar um miðasöluna má finna á vef UEFA sem og KSÍ.

Leikir Íslands:

Þriðjudagur 14. júní kl. 19.00: Portúgal - Ísland

Leikvöllur: Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Etienne

Tekur: 42.000 áhorfendur

Ísland fær: 7 þúsund miða

Staða 7. janúar: Sótt um 2593 miða.

Laugardagur 18. júní kl. 16.00: Ísland - Ungverjaland

Leikvöllur: Stade Vélodrome, Marseille

Tekur: 67.394 áhorfendur

Ísland fær: 12 þúsund miða

Staða 7. janúar: Sótt um 2456 miða.

Miðvikudagur 22. júní kl. 16.00: Ísland - Austurríki

Leikvöllur: Stade de France, Saint-Denis

Tekur: 81.338 áhorfendur

Ísland fær: 15 þúsund miða

Staða 7. janúar: Sótt um 2299 miða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×