Umfjöllun: Finnland - Ísland 0-1 | Arnór Ingvi sá um Finna Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2016 18:00 Arnór Ingvi Traustason er að sanna sig með íslenska landsliðinu. vísir/getty Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Svíþjóðarmeistara IFK Norrköping, skoraði eina mark Íslands og tryggði því sigur á Finnlandi í vináttuleik í fótbolta sem fram fór í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Markið skoraði Arnór Ingvi á 16. mínútu leiksins eftir glæsilegan undirbúning Hjartar Loga Valgarðssonar, en Keflvíkingurinn stakk sér inn á teiginn og afgreiddi flotta sendingu Hafnfirðingsins í netið. Báðir þessir leikmenn gera sér vonir um sæti á EM í sumar og gerðu þeir sér engan óleik í dag. Þetta er fyrsti sigur Íslands í vináttuleik síðan liðið lagði Kanada fyrir 362 dögum síðan á Flórída, en gengi liðsins í leikjum sem „skipta ekki máli“ undir stjórn Lars og Heimis hefur ekki verið gott. Eftir sigurinn á Kanada gerði Ísland jafntefli við sama lið, annað jafntefli við Eistland og tapaði svo fyrir Póllandi og Slóvakíu. Leikurinn í dag var í heildina ekki mikil skemmtun. Spilið var afar hægt og fá færi sköpuðust í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að hafa boltann en sóknarlotur Finna í fyrri hálfleik voru ekki sannfærandi. Haraldur Björnsson kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og þurfti að verja maður á móti manni eftir aðeins nokkrar sekúndur. Sóknarþungi Finna var meiri í seinni hálfleik en Haraldur stóð sig vel í sínum fyrsta landsleik og varði allt sem á markið kom. Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg færi í leiknum, en sóknarleikurinn var í heildina frekar bitlaus. Fyrir utan slæman kafla í byrjun seinni hálfleiks hélt liðið skipulagi og varðist ágætlega, en það hefur reynst vandamál í vináttuleikjum að undanförnu. Arnór Ingvi heldur áfram að sannfæra þjálfarana um að hann eigi að fá farseðil á EM, en hann stóð sig líka vel í vináttuleikunum undir lok síðasta árs. Sölvi Geir Ottesen var nokkuð traustur í vörninni og Eiður Smári sýndi fína takta inn á miðjunni, sérstaklega þegar hann fékk boltann í fæturnar. Íslenska liðið heldur áfram að æfa í Abu Dhabi og mætir heimamönnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á laugardaginn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Svíþjóðarmeistara IFK Norrköping, skoraði eina mark Íslands og tryggði því sigur á Finnlandi í vináttuleik í fótbolta sem fram fór í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Markið skoraði Arnór Ingvi á 16. mínútu leiksins eftir glæsilegan undirbúning Hjartar Loga Valgarðssonar, en Keflvíkingurinn stakk sér inn á teiginn og afgreiddi flotta sendingu Hafnfirðingsins í netið. Báðir þessir leikmenn gera sér vonir um sæti á EM í sumar og gerðu þeir sér engan óleik í dag. Þetta er fyrsti sigur Íslands í vináttuleik síðan liðið lagði Kanada fyrir 362 dögum síðan á Flórída, en gengi liðsins í leikjum sem „skipta ekki máli“ undir stjórn Lars og Heimis hefur ekki verið gott. Eftir sigurinn á Kanada gerði Ísland jafntefli við sama lið, annað jafntefli við Eistland og tapaði svo fyrir Póllandi og Slóvakíu. Leikurinn í dag var í heildina ekki mikil skemmtun. Spilið var afar hægt og fá færi sköpuðust í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að hafa boltann en sóknarlotur Finna í fyrri hálfleik voru ekki sannfærandi. Haraldur Björnsson kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og þurfti að verja maður á móti manni eftir aðeins nokkrar sekúndur. Sóknarþungi Finna var meiri í seinni hálfleik en Haraldur stóð sig vel í sínum fyrsta landsleik og varði allt sem á markið kom. Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg færi í leiknum, en sóknarleikurinn var í heildina frekar bitlaus. Fyrir utan slæman kafla í byrjun seinni hálfleiks hélt liðið skipulagi og varðist ágætlega, en það hefur reynst vandamál í vináttuleikjum að undanförnu. Arnór Ingvi heldur áfram að sannfæra þjálfarana um að hann eigi að fá farseðil á EM, en hann stóð sig líka vel í vináttuleikunum undir lok síðasta árs. Sölvi Geir Ottesen var nokkuð traustur í vörninni og Eiður Smári sýndi fína takta inn á miðjunni, sérstaklega þegar hann fékk boltann í fæturnar. Íslenska liðið heldur áfram að æfa í Abu Dhabi og mætir heimamönnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á laugardaginn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira