Vonast til að geta stutt strákana úr stúkunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2016 11:30 Aron hefur átt erfiðar vikur og mánuði vegna meiðsla. Vísir/Getty Aron Jóhannsson hefur ekkert getað spilað með liði sínu, Werder Bremen í Þýskalandi, síðan í september og enn er ekki vitað hvenær hann geti snúið til baka inn á völlinn. Aron segir í viðtali við Vísi að óvissan sé mikil út af meiðslunum og að staðan á honum sé í raun ekki góð. „Ég er enn meiddur og get ekki gert mikið. Ég er nú í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og engu öðru. Þeir vita ekki nákvæmlega hversu langan tíma þetta mun taka hjá mér og það er kannski það sem er erfiðast við þessi meiðsli,“ segir Aron. Aron fór í aðgerð vegna verks í mjöðm í Berlín fyrr í haust. Það lagaði verkinn en Aron getur enn ekki byrjað að æfa á nýjan leik þar sem að rót vandans liggur í náranum.Sjá einnig: Aron með slæma taug í mjöðm Hann segir að það hafi hafi ekki verið hægt að fá skýr svör frá læknum um hversu langa tíma það mun taka að ná honum góðum. „Það er rosalega erfitt, sérstklega að vita ekki nákvæmlega hvað er í gangi. Það sem er leiðinlegt við nárameiðsli er að það geta verið svo margir hlutir í gangi sem flækir málin mikið. En það er mikilvægt að vera jákvæður og hafa trú á þeim mönnum sem eru að hjálpa mér,“ segir Aron.Aron fagnar með stuðningsmönnum Bremen.Vísir/GettyNáði að aðlagast hratt Aron kom til Werder Bremen frá AZ Alkmaar í Hollandi í sumar og segist líka vistin vel, þrátt fyrir að síðustu vikur og mánuðir hafi verið erfiðir vegna meiðslanna. Hann náði aðeins að spila sex leiki áður en hann meiddist en skoraði þó tvö mörk í þeim. „Mér líkar mjög vel hérna. Þýska deildin er töluvert sterkari en sú hollenska og betra skipulag á liðunum og menn hafa minni tíma með boltann. En mér finnst að ég hafi náð að aðlagast hratt og vel.“ Bremen er í sextándu sæti þýsku deildarinnar sem stendur og Aron segir að liðið eigi að geta betur. „Menn eru auðvitað mjög ósáttir við stöðuna en ég hef mikla trú á því að við náum að snúa þessu okkur í vil á nýju ári og rífa okkur upp töfluna.“Aron og Jürgen Klinsmann.Vísir/GettyTala reglulega við Klinsmann Aron er leikmaður bandaríska landsliðsins en hefur eðlilega misst af síðustu landsliðsverkefnum vegna meiðslanna. En hann segist reglulega heyra í þjálfara sínum í bandaríska landsliðinu, Jürgen Klinsmann. „Ég tala reglulega við Jürgen og hann er duglegur að hvetja mig áfram. Ég finn að þeir eru að fylgjast vel með mér og bíða eftir að ég geti byrjað að spila aftur,“ segir Aron.Sjá einnig: Aron fær ekki að taka þátt í Álfukeppninni 2017 Ísland mætir Bandaríkjunum í lok mánaðarins í vináttulandsleik sem fer fram ytra. Þar sem leikurinn fer ekki fram á alþjóðlegum leikdegi hefði Aron hvort eð er ekki átt kost á að spila leikinn. Hann vonast til að geta þess í stað mætt Íslandi síðar. „Við mætumst bara á HM 2018,“ bætir Aron við.Aron og Clint Dempsey.Vísir/GettyVar í viðræðum við MLS í sumar Aron, sem er uppalinn Fjölnismaður og hóf atvinnumannaferilinn í Danmörku, hefur áður sagt að hann vilji síðar á ferlinum spila í bandarísku MLS-deildinni. Hann segir að sá möguleiki hafi komið upp í sumar.Sjá einnig: Aron á leið í MLS-deildina? „Ég hef mikinn áhuga á að spila í Bandaríkjunum og vona að það gerist í framtíðinni. Ég er ekki mikið byrjaður að pæla í því hvenær það muni gerast en tímapunkturinn þarf að vera réttur,“ segir Aron. „Það voru einhverjar viðræður síðasta sumar en þegar Werder kom til sögunnar fannst mér það vera rétti kosturinn núna.“Aron í leik með U-21 liði Íslands árið 2011.Vísir/AntonÍsland betra en Grikkland 2004 Aron, sem fæddist í Bandaríkjunum en á íslenska foreldra, lék með yngri landsliðum Íslands og er vitanlega mikill stuðningsmaður íslenska liðsins. Hann segir að strákarnir eigi möguleika á að gera góða hluti á EM í Frakklandi í sumar.Sjá einnig: Aron tjáir sig um ákvörðun sína „Ég á marga vini liðinu og styð það heilshugar. Ísland er með betra lið en Grikkland var með árið 2004 [þegar Grikkir urðu Evróupumeistarar] þannig að af hverju ættum við ekki að fara bara alla leið? Það getur allt gerst,“ segir Aron sem vonast til að geta farið á leiki Íslands í Frakklandi. „Ef ég verð í fríi á þessum tíma þá er alveg klárt að ég reyni að sníkja miða hjá vinum mínum í liðinu eða hjá Agga [Magnúsi Agnari Magnússyni, umboðsmanni Arons],“ segir Aron að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
Aron Jóhannsson hefur ekkert getað spilað með liði sínu, Werder Bremen í Þýskalandi, síðan í september og enn er ekki vitað hvenær hann geti snúið til baka inn á völlinn. Aron segir í viðtali við Vísi að óvissan sé mikil út af meiðslunum og að staðan á honum sé í raun ekki góð. „Ég er enn meiddur og get ekki gert mikið. Ég er nú í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og engu öðru. Þeir vita ekki nákvæmlega hversu langan tíma þetta mun taka hjá mér og það er kannski það sem er erfiðast við þessi meiðsli,“ segir Aron. Aron fór í aðgerð vegna verks í mjöðm í Berlín fyrr í haust. Það lagaði verkinn en Aron getur enn ekki byrjað að æfa á nýjan leik þar sem að rót vandans liggur í náranum.Sjá einnig: Aron með slæma taug í mjöðm Hann segir að það hafi hafi ekki verið hægt að fá skýr svör frá læknum um hversu langa tíma það mun taka að ná honum góðum. „Það er rosalega erfitt, sérstklega að vita ekki nákvæmlega hvað er í gangi. Það sem er leiðinlegt við nárameiðsli er að það geta verið svo margir hlutir í gangi sem flækir málin mikið. En það er mikilvægt að vera jákvæður og hafa trú á þeim mönnum sem eru að hjálpa mér,“ segir Aron.Aron fagnar með stuðningsmönnum Bremen.Vísir/GettyNáði að aðlagast hratt Aron kom til Werder Bremen frá AZ Alkmaar í Hollandi í sumar og segist líka vistin vel, þrátt fyrir að síðustu vikur og mánuðir hafi verið erfiðir vegna meiðslanna. Hann náði aðeins að spila sex leiki áður en hann meiddist en skoraði þó tvö mörk í þeim. „Mér líkar mjög vel hérna. Þýska deildin er töluvert sterkari en sú hollenska og betra skipulag á liðunum og menn hafa minni tíma með boltann. En mér finnst að ég hafi náð að aðlagast hratt og vel.“ Bremen er í sextándu sæti þýsku deildarinnar sem stendur og Aron segir að liðið eigi að geta betur. „Menn eru auðvitað mjög ósáttir við stöðuna en ég hef mikla trú á því að við náum að snúa þessu okkur í vil á nýju ári og rífa okkur upp töfluna.“Aron og Jürgen Klinsmann.Vísir/GettyTala reglulega við Klinsmann Aron er leikmaður bandaríska landsliðsins en hefur eðlilega misst af síðustu landsliðsverkefnum vegna meiðslanna. En hann segist reglulega heyra í þjálfara sínum í bandaríska landsliðinu, Jürgen Klinsmann. „Ég tala reglulega við Jürgen og hann er duglegur að hvetja mig áfram. Ég finn að þeir eru að fylgjast vel með mér og bíða eftir að ég geti byrjað að spila aftur,“ segir Aron.Sjá einnig: Aron fær ekki að taka þátt í Álfukeppninni 2017 Ísland mætir Bandaríkjunum í lok mánaðarins í vináttulandsleik sem fer fram ytra. Þar sem leikurinn fer ekki fram á alþjóðlegum leikdegi hefði Aron hvort eð er ekki átt kost á að spila leikinn. Hann vonast til að geta þess í stað mætt Íslandi síðar. „Við mætumst bara á HM 2018,“ bætir Aron við.Aron og Clint Dempsey.Vísir/GettyVar í viðræðum við MLS í sumar Aron, sem er uppalinn Fjölnismaður og hóf atvinnumannaferilinn í Danmörku, hefur áður sagt að hann vilji síðar á ferlinum spila í bandarísku MLS-deildinni. Hann segir að sá möguleiki hafi komið upp í sumar.Sjá einnig: Aron á leið í MLS-deildina? „Ég hef mikinn áhuga á að spila í Bandaríkjunum og vona að það gerist í framtíðinni. Ég er ekki mikið byrjaður að pæla í því hvenær það muni gerast en tímapunkturinn þarf að vera réttur,“ segir Aron. „Það voru einhverjar viðræður síðasta sumar en þegar Werder kom til sögunnar fannst mér það vera rétti kosturinn núna.“Aron í leik með U-21 liði Íslands árið 2011.Vísir/AntonÍsland betra en Grikkland 2004 Aron, sem fæddist í Bandaríkjunum en á íslenska foreldra, lék með yngri landsliðum Íslands og er vitanlega mikill stuðningsmaður íslenska liðsins. Hann segir að strákarnir eigi möguleika á að gera góða hluti á EM í Frakklandi í sumar.Sjá einnig: Aron tjáir sig um ákvörðun sína „Ég á marga vini liðinu og styð það heilshugar. Ísland er með betra lið en Grikkland var með árið 2004 [þegar Grikkir urðu Evróupumeistarar] þannig að af hverju ættum við ekki að fara bara alla leið? Það getur allt gerst,“ segir Aron sem vonast til að geta farið á leiki Íslands í Frakklandi. „Ef ég verð í fríi á þessum tíma þá er alveg klárt að ég reyni að sníkja miða hjá vinum mínum í liðinu eða hjá Agga [Magnúsi Agnari Magnússyni, umboðsmanni Arons],“ segir Aron að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira